Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Konur og kyngjörningar – og krafan um hina hreinu náttúrulegu konu

Berg­lind Rós Magnús­dótt­ir rýn­ir í við­mið um nátt­úru­lega hreina konu og velt­ir fyr­ir sér kyn­gjörn­ing­um kvenna.

Konur og kyngjörningar  – og krafan um hina hreinu náttúrulegu konu
Pillan Getnaðarvarnarpillan var þróuð með það í huga að líkja eftir náttúrulegum tíðahring, þannig að konur tækju hana í 21 dag (þrjár vikur) en framkalla þyrfti svo blæðingar í fjórðu vikunni. Rannsóknir sýna hins vegar að þetta hlé er ekki nauðsynlegt og að sú þekking hafi orðið almenn fyrir aldarfjórðungi. Mynd: Shutterstock

Umhverfi okkar er þrungið af aldagamalli sögu sem leggur okkur til tvö kyn; karl og konu, þannig að með endurteknum gjörðum okkar og þátttöku í kynjuðum heimi sköpum við og endursköpum við kyn okkar. Í þessum skilningi er kyn félagsleg hugsmíð, eins og heimspekingurinn og póststrúktúralistinn Judith Butler hefur lýst.

Hefðin var sú að fólk var þvingað í mót tveggja kynja, sem voru altæk í þeim skilningi að fólk tilheyrði öðru og aðeins öðru. Í anda Butler er kyn fyrst og fremst gjörningur (e. performance) og það er lagalegur réttur þinn að fá að skilgreina kyn þitt eins og þú vilt; hann, hún eða hán. Þetta finnst mér framfaraskref en við sitjum eftir sem áður uppi með líkamleikann. Líkama sem ber líffræðileg merki um að við séum annaðhvort fædd til að bera barn eða ekki. Fólk með leg er ný leið til að afmarka tiltekinn hóp þeirra sem hingað til hafa verið kallaðar konur.

Að vísu fæðast ekki allar konur með leg, og stundum er leg konu fjarlægt án þess að hún hætti að vera kona. Hér verður líkamleiki þeirra sem fæðast með leg og skilgreina sig sem konur sérstaklega til skoðunar.

Konan, efnið og náttúran

Þegar rætt er um líkama kvenna er lögð gríðarlega áhersla á hið náttúrulega, að virknin þurfi að vera sem náttúrulegust. Þessi hugsun um konuna kristallast vel í orðnotkuninni mater (mother) sem hefur sama orðstofn og efni í latínu og er rót í enska orðinu maternity. Þess vegna felst í því mótsögn að hegna okkur fyrir að vera material girls, vera uppteknar af ytra byrði, líkamanum. Margt í menningunni gerir ráð fyrir að konur hugsi meira um líkamleik sinn en karlar en konur sem hins vegar teljast of uppteknar af líkamleik sínum eru dæmdar fyrir það og taldar hlutgera sig, smætta sig. Við upphefjum móðurina, en dæmum stelpuna. Einstigið er mjótt þegar kemur að kvenleikanum.

Sem dæmi um þessa hugsun er þróun getnaðarvarnarpillunnar. Hún var þróuð með það í huga að líkja eftir náttúrulegum tíðahring, þannig að konur tækju hana í 21 dag (þrjár vikur) en framkalla þyrfti svo blæðingar í fjórðu vikunni. Ég var ein af þeim sem leið vítiskvalir vegna mígrenis þegar ég hafði blæðingar og hefði vel þegið að líkja ekki eftir náttúrunni. Kvensjúkdómalæknirinn minn benti mér á fyrir stuttu að engar rannsóknir bentu til að þetta hlé væri nauðsynlegt og sú þekking hefði verið orðin almenn fyrir um 25 árum síðan. Hún hafði einfaldlega ekki ratað til mín því menn vildu einfaldlega halda áfram að líkja eftir tíðahring kvenna, hinu náttúrulega.

Eins hef ég fengið að vita að meginástæðan fyrir mígrenisköstum mínum voru hormón og hversu miklar dýfur þau tóku í hinum náttúrulega tíðahring mínum. Í stað þess að mæla hormónin mín og tryggja að estrógen færi aldrei undir tiltekin mörk þegar kæmi að blæðingum var ég frekar látin kljást við mígrenið og afleiðingar þess með lyfjatöku, sem virkaði stundum. Sterk mígrenislyf eru heppilegri fyrir konur en hormón. Nú hafa konur mér skyldar sem eru að kljást við það sama fækkað mjög mígrenisköstum sínum með því að taka inn lágan skammt af estrógeni. Eins hefur lengi verið haldið að konum að reyna að forðast hormónainntöku við breytingarskeið. Náttúran skal ríkja í og yfir konunni.

Aftur og aftur hef ég verið áminnt um þennan líkamleika, og nú síðast í tengslum við breytingaskeiðið. Í kringum fimmtugt fer fólk með virka eggjastokka í gegnum sína síðgelgju, eða aðra umbreytingu á lífsskeiðinu (e. transformation). Estrógen og prógesterón minnkar og testósterón verður því hlutfallslega hærra í líkamanum.

Eins og kynjafræðingurinn Raewyn Connell hefur bent á þá eru kven- og karlhormón að nokkru leyti svipuð í sextugum hjónum ef ekki hefur verið gripið inn í og því að mörgu leyti líkamlega auðveldara að skilgreina kyn sitt upp á nýtt á þeim aldri eins og hún sjálf gerði. Fram að því var hún betur þekkt sem Bob Connell. Ég og margar konur í kringum mig viljum hins vegar viðhalda ákveðnum eiginleikum sem tilheyra okkar kvenlægu kynímynd og í mörgum tilfellum að koma í veg fyrir heilsufarsrýrnun. Margar okkar finna talsvert fyrir þessu. Besta leiðin til þess er hreyfing, hollusta og að taka inn hormón.

Að uppfylla kvenlæga kynímynd en vera ávallt náttúruleg

Okkur er hins vegar uppálagt að vera sem náttúrulegastar og að taka öllum þessum breytingum með jafnaðargeði. Konur sem hins vegar ganga þann veg að vilja viðhalda tilteknum þáttum í kvenleika sínum með inngripum eru taldar óekta. Þær þurfa að búa við þá hugmynd að þær séu hræddar við að eldast, hræddar við hið náttúrulega ferli að líkaminn umbreytist. Mögulega mun trans-kynslóðin sem er að vaxa nú úr grasi ná að umbreyta þessum fordómum gagnvart þeim konum sem vilja skapa aukinn stöðugleika í hormónalífi sínu.

Kyngervi er ferli, ekki síður en fasti, og fólk með virka eggjastokka er framan af fullorðinsævinni í stöðugu flúkti með sín hormón en gengur í gegnum verulegt óumbeðið umbreytingaferli hormóna í kringum fimmtugt. Kyn er mjög flókið samspil líkamlegra, félagslegra og sálrænna atriða og að vera kynvera er ekki eiginleiki sem varir óbreyttur alla ævi. Öllu heldur er það að vera kynvera ferli sem markast mjög af breytilegum hormónabúskap. Ferlinu eru sett margvísleg mörk, sum líkamleg, sum félagsleg og sum sálræn. Út frá skilningi Butler á kyni sem gjörningi eru konur um fimmtugt sem fara ekki á nein hormón en finna fyrir miklum breytingum í einhverjum tilfellum þvingaðar inn í nýja kyngjörninga og látið að því liggja að þær hafi ekkert val þar um.

Það er misskilningur því hér ríkir sá lagalegi skilningur að fólk hafi val um kyn og kyngjörninga (sjá lög um kynrænt sjálfræði, 80/2019) og markmið íslenska ríkisins er að tryggja að kynvitund hvers og eins njóti viðurkenningar. Ríkið hefur því viðurkennt að það megi breyta hormónabúskap og skapa hormónastöðugleika í líf fólks sem vilja líkamleika í takt við eigin kynvitund.

Slík hugsun þarf einfaldlega að ná til allra, einnig til þeirra einstaklinga sem vilja viðhalda ákveðnum kynlægum einkennum sem þau fæddust með eða lifa við meiri hormónastöðugleika. Að það fái sams konar viðurkenningu hjá ríkinu og inngrip hjá transfólki sem fer í hormónameðferðir til að fullnægja kynímynd sinni (þótt auðvitað sé langt í land með að samfélagið allt hafi viðurkennt rétt þeirra). Í stað þess að ríkið skapi slíkt kerfislægt utanumhald fyrir konur hafa sprottið upp ýmis einkafyrirtæki til að svara þessari eftirspurn kvenna eftir mælingum, meðferðum og eftirliti þegar kemur að breytingaskeiðinu, bylgja sem hefur risið upp á síðustu árum í kjölfar aukinnar meðvitundar um áhrif hormóna á kyn og kynverund (þökk sé m.a. baráttu transfólks).

Tregða gagnvart kyngjörningum kvenna

Kostnaðurinn sem leggst á konur sem þegar hafa minna efnahagskapítal en karlkynið er umhugsunarverður. Af hverju er ekki fyrir löngu búið að þróa tæki sem mælir estrógen, rétt eins og blóðsykur, þegar það er vitað hversu flöktandi það er á ákveðnum tímaskeiðum í lífi kvenna og hversu mikil áhrif flöktið getur haft?

Við leggjum ólíkan skilning í það hvað það er að vera kona, karl eða kvár. Kynímynd kvenna er mjög margbreytileg og við þurfum að berjast fyrir svigrúmi þeirra til kyngjörninga í takt við eigin kynvitund. Þá er ég ekki að gagnrýna þær konur sem telja líkamleika kyns skipta litlu máli eða fara í gegnum þessar hormónabreytingar án mikilla átaka, varðandi heilsu eða kynímynd.

Ég er hér aðallega að gagnrýna þá tregðu sem ríkir gagnvart kyngjörningum kvenna til að víkja frá „hinu náttúrulega“. Heimurinn er ekki lengur eins og hann var, heldur fullur af plasti og mengun sem hefur m.a. áhrif á hormónastarfsemina. Eflaust hefur viðmiðið um hina náttúrulegu hreinu konu verið þægilegra fyrir formæður okkar. Einnig vegna þess að lífslíkur þeirra voru mun lægri. Nú er öldin önnur.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár