Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mun aldrei láta fjölskyldutengsl hafa áhrif

Helsta áskor­un­in sem verð­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins stend­ur frammi fyr­ir er að ná tök­um á verð­bólgu og háu vaxta­stigi að eig­in sögn. Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir er fyrsta kon­an sem gegn­ir starfi fram­kvæmda­stjóra SA.

Mun aldrei láta fjölskyldutengsl hafa áhrif
Framkvæmdastjóri Sigríður Margrét Oddsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í september og fer beint inn í kjaraviðræður. Mynd: Aðsend

„Þetta er enn eitt glerþakið sem verið er að brjóta,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, sem hefur störf sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í haust. Ráðning Sigríðar er söguleg þar sem hún verður fyrsta konan sem mun gegna stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. 

Ráðning Sigríðar Margrétar var tilkynnt í vikunni en tæpir þrír mánuðir eru síðan tilkynnt var um það að Halldór Benjamín Þorbergsson ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til að taka við stöðu forstjóra hjá fasteignafélaginu Reginn. Átta manna framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins sá um ráðningarferlið og telur Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, að ferlið hafi ekki verið óeðlilega langt. 

Kröfuharður stjórnandi og kröfuhörð á sjálfa sig

Tvær konur munu leiða Samtök atvinnulífsins frá og með næsta hausti en Anna Hrefna Ingimundardóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Hún er einnig mágkona Sigríðar Margrétar og segir hún að framkvæmdastjórnin hafi verið upplýst um það í ráðningarferlinu. Tengsl þeirra munu ekki hafa áhrif á starf hennar sem framkvæmdastjóri að eigin sögn. „Alls ekki. Þeir sem að þekkja mig og mín vinnubrögð vita að ég er bæði kröfuharður stjórnandi og kröfuhörð á sjálfa mig og ég hef hingað til og mun hér eftir aldrei láta fjölskyldutengsl hafa áhrif á ákvarðanatöku hjá mér.“

„Þeir sem að þekkja mig og mín vinnubrögð vita að ég er bæði kröfuharður stjórnandi og kröfuhörð á sjálfa mig.“

Sigríður Margrét hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár, meðal annars hjá upplýsingafyrirtækinu Já hf. og nú hjá Lyfju, en söðlar nú aðeins um þar sem henni finnst verkefnið sem blasir við atvinnulífinu og samfélaginu öllu vera mikilvægt.

Hún mun hefja störf í september og fer þá beint inn í kjaraviðræður. Í þeim segir hún að langtímahugsun muni skipta máli þegar kemur að því að ná niður verðbólgu. „Ég tel að við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, sú áskorun beinist bæði að atvinnulífinu en eins að samfélaginu í heild sinni. Ég held að við hljótum að geta verið öll sammála um það að stóru verkefnin inn í haustið eru að ná tökum á verðbólgunni og þar með vaxtastiginu.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár