Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mun aldrei láta fjölskyldutengsl hafa áhrif

Helsta áskor­un­in sem verð­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins stend­ur frammi fyr­ir er að ná tök­um á verð­bólgu og háu vaxta­stigi að eig­in sögn. Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir er fyrsta kon­an sem gegn­ir starfi fram­kvæmda­stjóra SA.

Mun aldrei láta fjölskyldutengsl hafa áhrif
Framkvæmdastjóri Sigríður Margrét Oddsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í september og fer beint inn í kjaraviðræður. Mynd: Aðsend

„Þetta er enn eitt glerþakið sem verið er að brjóta,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, sem hefur störf sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í haust. Ráðning Sigríðar er söguleg þar sem hún verður fyrsta konan sem mun gegna stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. 

Ráðning Sigríðar Margrétar var tilkynnt í vikunni en tæpir þrír mánuðir eru síðan tilkynnt var um það að Halldór Benjamín Þorbergsson ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til að taka við stöðu forstjóra hjá fasteignafélaginu Reginn. Átta manna framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins sá um ráðningarferlið og telur Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, að ferlið hafi ekki verið óeðlilega langt. 

Kröfuharður stjórnandi og kröfuhörð á sjálfa sig

Tvær konur munu leiða Samtök atvinnulífsins frá og með næsta hausti en Anna Hrefna Ingimundardóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Hún er einnig mágkona Sigríðar Margrétar og segir hún að framkvæmdastjórnin hafi verið upplýst um það í ráðningarferlinu. Tengsl þeirra munu ekki hafa áhrif á starf hennar sem framkvæmdastjóri að eigin sögn. „Alls ekki. Þeir sem að þekkja mig og mín vinnubrögð vita að ég er bæði kröfuharður stjórnandi og kröfuhörð á sjálfa mig og ég hef hingað til og mun hér eftir aldrei láta fjölskyldutengsl hafa áhrif á ákvarðanatöku hjá mér.“

„Þeir sem að þekkja mig og mín vinnubrögð vita að ég er bæði kröfuharður stjórnandi og kröfuhörð á sjálfa mig.“

Sigríður Margrét hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár, meðal annars hjá upplýsingafyrirtækinu Já hf. og nú hjá Lyfju, en söðlar nú aðeins um þar sem henni finnst verkefnið sem blasir við atvinnulífinu og samfélaginu öllu vera mikilvægt.

Hún mun hefja störf í september og fer þá beint inn í kjaraviðræður. Í þeim segir hún að langtímahugsun muni skipta máli þegar kemur að því að ná niður verðbólgu. „Ég tel að við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, sú áskorun beinist bæði að atvinnulífinu en eins að samfélaginu í heild sinni. Ég held að við hljótum að geta verið öll sammála um það að stóru verkefnin inn í haustið eru að ná tökum á verðbólgunni og þar með vaxtastiginu.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár