Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greinir á um skammtastærðina

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir mik­il­vægt að all­ir legg­ist á ár­arn­ar við að ná nið­ur verð­bólg­unni. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir aft­ur á móti að ekki sé hægt að biðja aðra um að standa sig bet­ur „þeg­ar rík­is­stjórn­in hef­ur ekki stað­ið vakt­ina.“

Greinir á um skammtastærðina
Alþingi Þingmenn voru langt frá því að vera sammála um ágæti fjármálaáætlunarinnar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það þarf að kæla hagkerfið. Það er eina meðalið sem virkar,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á þingi í morgun og vísaði til þess niðurskurðar sem áætlað er að ráðast í, til að mynda með sameiningu stofnana og samdráttar á skrifstofufermetrum ríkisins. 

Njáll sagði ljóst að allir væru sammála um að ná þyrfti niður verðbólgu í landinu og að með fjármálaáætluninni væri ríkisstjórnin að gera sitt til þess að ná því markmiði. 

Til umræðu var fjármálaáætlun til fimm ára, frá árinu 2024 til ársins 2028, en í dag fer fram síðasta þingfundur fyrir sumarfrí. „Þessi fjármálaáætlun er lyfseðillinn gegn verðbólgunni í hagkerfinu en svo getur okkur greint á hversu sterkur skammturinn eigi að vera,“ sagði Njáll. 

Gera þurfi betur í heilbrigðismálum

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi um annars konar lyfjagjöf og tók á fjármögnun heilbrigðiskerfisins. 

„Stórsókn sem hefur verið boðuð í heilbrigðismálum er ekki að finna í …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Audunsson skrifaði
    Ef kæla þarf hagkerfið þá blasir við hvað þarf að gera. Það er allt of mikið fjármagn í röngum höndum, þ.e. hjá þeim ríku. Það veldur þenslu. Mjög auðvelt fyrir ríkisstjórnina að bregðast við því. Hækka þarf fjármagnstekjuskatt (í raun skattleggja fjármagnstekjur á sama hátt og launatekjur). Útsvar á fjármagnstekjur myndi draga stórlega úr vanda sveitarfélaga. Hagnaður fyrirtækja hefur aldrei verið meiri. Hækka skatt á fyrirtæki og setja hvalrekaskatt á orkusölufyrirtæki eins og sumir nágrannar okkar hafa gert. Auk þess að setja fullan auðlegðarskatt á kvótagreifana. Þessar aðgerðir myndu draga út þenslu, draga úr halla ríkissjóðs, fá aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið o.sv.fr. Og allt með því að þeir með breiðustu bökin borgi. Win-win-win eins og sagt er á ensku.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár