„Það þarf að kæla hagkerfið. Það er eina meðalið sem virkar,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á þingi í morgun og vísaði til þess niðurskurðar sem áætlað er að ráðast í, til að mynda með sameiningu stofnana og samdráttar á skrifstofufermetrum ríkisins.
Njáll sagði ljóst að allir væru sammála um að ná þyrfti niður verðbólgu í landinu og að með fjármálaáætluninni væri ríkisstjórnin að gera sitt til þess að ná því markmiði.
Til umræðu var fjármálaáætlun til fimm ára, frá árinu 2024 til ársins 2028, en í dag fer fram síðasta þingfundur fyrir sumarfrí. „Þessi fjármálaáætlun er lyfseðillinn gegn verðbólgunni í hagkerfinu en svo getur okkur greint á hversu sterkur skammturinn eigi að vera,“ sagði Njáll.
Gera þurfi betur í heilbrigðismálum
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi um annars konar lyfjagjöf og tók á fjármögnun heilbrigðiskerfisins.
„Stórsókn sem hefur verið boðuð í heilbrigðismálum er ekki að finna í …
Athugasemdir (1)