Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
Ræddi málið í ríkisstjórn Samkvæmt bréfi Katrínar tók hún upp kröfu aðstandenda og eftirlifenda snjóflóðanna í Súðavík á ríkisstjórnarfundi í síðasta mánuði. Mynd: Heimildin / Tómas

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur beint kröfu aðstandenda og eftirlifenda þeirra sem fórust í snjóflóðunum í Súðavík árið 1995 til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í bréfi sem hún sendi formanni nefndarinnar á þriðjudag segist hún ekki hafa heimild til að ráðast í rannsóknina sjálf en bendir á að það geri þingið. 

Málið hefur verið til skoðunar í forsætisráðuneytinu um nokkurra vikna skeið en aðstandendur og eftirlifendur þrettán þeirra sem fórust í snjóflóðunum í Súðavík óskuðu þess að opinber rannsókn færi fram á aðdraganda og eftirmálum flóðanna. Erindi þeirra var sent í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Heimildarinnar um snjóflóðin. 

Í bréfinu, sem Katrín sendi Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir hún að rannsóknarnefnd á vegum þingsins væri til þess fallin að skapa traust á rannsókn sem þessari, sem varðar meðferð opinbers valds og tryggi hlutleysi. 

„Ekki er að finna í lögum sérstaka heimild til handa mér eða öðrum ráðherrum til að ráðast í rannsókn af þessu tagi,“ segir Katrín í bréfinu áður en hún bendir á að það geti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gert. „Í samráði við lögmann aðstandenda leyfi ég mér að hafa milligöngu um afhendingu þeirra gagna sem fyrirliggjandi eru í málinu sé þess óskað. Þá kann að vera ástæða til að skoða hvort rannsaka eigi önnur ofanflóð þar sem manntjón eða verulegt eignatjón hefur orðið.“

Fram kemur í bréfi Katrínar að málið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi 23. maí síðastliðinn, í kjölfar fundar sem hún átti með lögmanni aðstandenda og eftirlifenda snjóflóðanna. Aðstandendurnir hafa farið fram á að opinber rannsókn fari fram á ýmsum þáttum sem kunna að hafa áhrif á hvernig fór. Þar á meðal snjóflóðahættumatið sem var í gildi þegar flóðin féllu, skipulag byggðar á svæðinu og rýming þegar hættuástand hafði skapast. 

Í samtali við Heimildina segir Þórunn að bréf Katrínar hafi borist í dag, sem og gögn málsins, sem lögmaður hópsins hafði afhent ráðuneytinu. Henni hafi enn sem komið er ekki gefist færi á að bera málið upp við nefndina. „Ég er búin að lesa bréfið en ég á auðvitað eftir að bæði kynna það fyrir nefndinni og hugsa næstu skref. Það skiptir mjög miklu máli að við vöndum okkur í viðbrögðum við þessari óbeinu beiðni. Þetta er lagt í okkar hendur,“ segir Þórunn. 

„Það er ekki beinlínis verið að leggja til eða biðja nefndina um að gera eitthvað enda væri það ekki alveg rétt að ráðherra myndi gera það, en bréfið er komið og gögnin með. Þá er næsta eðlilega skref að fara yfir það í nefndinni og byrja samtalið og umfjöllun um þetta mál.“

Framhaldið sé undir nefndinni komið, segir Þórunn.

Sjálf hefur hún áður sagt að hún telji rétt að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka málið. Þegar Heimildin greindi frá fundi forsætisráðherra með lögmanni eftirlifenda Súðavíkurflóðsins og kröfum þeirra um rannsókn sagði Þórunn: „Persónulega finnst mér einboðið að setja slíka nefnd á fót vegna þess að umfjöllun Heimildarinnar leiðir ýmislegt í ljós sem ég er viss um að hafi almennt ekki verið á vitorði margra. Hins vegar er ég líka á þeirri skoðun að eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem þarna fórust eigi siðferðilegan rétt til þess að aðdragandinn og viðbrögðin við hamförunum séu rannsökuð til hlítar,“ sagði Þórunn.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Al­þingi skip­ar rann­sókn­ar­nefnd um Súða­vík­ur­flóð­ið

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur sam­þykkt beiðni að­stand­enda þrett­án þeirra sem fór­ust í snjóflóð­inu í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 um að fram fari op­in­ber rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um flóðs­ins. Mál­ið fer til þing­for­seta og svo þings­ins í heild. Alls lét­ust fjór­tán þeg­ar snjóflóð féll á byggð­ina í Súða­vík snemma morg­uns 16. janú­ar, þar af átta börn.
Stíga fyrstu skrefin vegna mögulegrar rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins
FréttirSúðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skref­in vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar vegna Súða­vík­ur­flóðs­ins

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is ákvað í morg­un að hefja gagna­öfl­un vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Al­þing­is vegna að­drag­anda og eft­ir­mála snjóflóðs­ins sem féll ár­ið 1995 í Súða­vík. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur grund­völl­ur ákvörð­un­ar um hvort leggja eigi til skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár