Heimilislaus karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi eftir að honum var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar. „Hann var með lögheimili í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær neitaði að borga fyrir hann í gistiskýlinu. Honum var vísað frá því Hafnarfjarðarbær sagði bara Fokkaðu þér,“ segir systir mannsins í samtali við Heimildina.
Hækkun á gistináttagjaldi í neyðarskýlum
Gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkaði þann 1. maí síðastliðinn úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund, eða um 119%. Þessi ákvörðun var tekin á fundi velferðarráðs borgarinnar í febrúar til þess að standa undir raunkostnaði við þjónustuna. Lögheimilissveitarfélag þess einstaklings sem gistir í neyðarskýli greiðir þetta gistináttagjald.
Á fundinum var lögð áhersla á að fleiri sveitarfélög verði að koma að þjónustu við heimilislaust fólk og skorað á ríkið að koma með sama hætti að fjármögnun og skipulagi málaflokksins líkt og tíðkast erlendis. Reykjavík er eina sveitarfélagið á …
Allir vilja gegna ábyrgðarstöðum en enginn vill bera ábyrgð.