Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Enn tap af hvalveiðum Kristjáns og milljarða birgðir afurða í geymslu

Hval­ur hf. hélt áfram að græða á fjár­fest­ing­um í öðr­um fyr­ir­tækj­um en tapa á hval­veið­um. Þetta sýn­ir nýbirt­ur árs­reikn­ing­ur fé­lags­ins fyr­ir síð­asta veiði­tíma­bil. Fé­lag­ið seg­ist sitja á birgð­um af hvala­af­urð­um sem eru tveggja millj­arða króna virði. Greiða á út millj­arð í arð.

Enn tap af hvalveiðum Kristjáns og milljarða birgðir afurða í geymslu
Flensaðir Á steypuplaninu við hvalstöðina í Hvalfirði eru hvalirnir flensaðir. Mynd: Stundin / Aðalsteinn Kjartansson

Hvalur hf. hagnaðist um 900 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn er allur tilkominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í öðrum fyrirtækjum en hvalveiðar fyrirtækisins halda áfram að skila tapi. Þetta sýnir nýbirtur ársreikningur fyrirtækisins, sem fjallar um tímabilið 1. október til 30. september í fyrra. 

Kostnaður við rekstur hvalveiðiskipa, hvalstöðvarinnar í Hvalfirði og við útflutning afurða nam 2.363 milljónum króna. Kostnaður við frystigeymslu fyrirtækisins í Hvalfirði nam 202 milljónum, en tekjurnar af seldum hvalaafurðum námu einungis 44,6 milljónum á sama tíma. Birgðir Hvals af hvalaafurðum jukust verulega, um 2.260 milljónir króna og má gera ráð fyrir að megnið af veiddum hvalaafurðum hafi því farið í geymslu. 

Á tímabilinu veiddi Hvalur 148 langreyðar, en sumarið 2022 var fyrsta sumarið síðan 2018 sem fyrirtækið stundaði langreyðaveiðar. Samkvæmt skýringum í ársreikningi var gengið …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár