Hvalur hf. hagnaðist um 900 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn er allur tilkominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í öðrum fyrirtækjum en hvalveiðar fyrirtækisins halda áfram að skila tapi. Þetta sýnir nýbirtur ársreikningur fyrirtækisins, sem fjallar um tímabilið 1. október til 30. september í fyrra.
Kostnaður við rekstur hvalveiðiskipa, hvalstöðvarinnar í Hvalfirði og við útflutning afurða nam 2.363 milljónum króna. Kostnaður við frystigeymslu fyrirtækisins í Hvalfirði nam 202 milljónum, en tekjurnar af seldum hvalaafurðum námu einungis 44,6 milljónum á sama tíma. Birgðir Hvals af hvalaafurðum jukust verulega, um 2.260 milljónir króna og má gera ráð fyrir að megnið af veiddum hvalaafurðum hafi því farið í geymslu.
Á tímabilinu veiddi Hvalur 148 langreyðar, en sumarið 2022 var fyrsta sumarið síðan 2018 sem fyrirtækið stundaði langreyðaveiðar. Samkvæmt skýringum í ársreikningi var gengið …
Athugasemdir