Yfirlýsingar lögmanns Samherja í lögbannsmáli vegna listgjörningsins „We‘re Sorry“ í Bretlandi í lok síðasta mánaðar stangast á við fyrri málflutning forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins. Í yfirlýsingum lögmannsins, Christophers James Grieveson, kom fram að í kjölfarið á uppljóstrunum fjölmiðla um framgöngu fyrirtækisins í Namibíu hefði fyrirtækið orðið fyrir verulegu viðskiptalegu tjóni. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar til að mynda Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Björgólfs Jóhannsonar, fyrrverandi forstjóra, sem báðir hafa lýst því að málið hafi ekki haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins.
Fyrst var greint frá Namibíumálinu í nóvember árið 2019, þegar Stundin, Kveikur, Wikileaks og Al Jezeera sögðu frá því að útgerðarfélagið Samherji hefði stundað stórfelldar mútugreiðslur, í gegnum net skattaskjóla, til stjórnmálamanna- og embættismanna í Namibíu í því skyni að ná til sín fiskveiðikvóta.
Sagði málið ekki hafa haft teljandi áhrif á rekstur
Á Þorláksmessu það sama ár sendi Björgólfur Jóhannsson, þá starfandi forstjóri Samherja, starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fór yfir málið og sagði þar meðal annars: „Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og þar er fyrst og fremst ykkur að þakka.“
„Við höfum ekki tapað neinum viðskiptavinum hingað til“
Í janúar 2020 sagði Björgólfur jafnframt í viðtali við fiskveiðifréttavefinn IntraFish að Samherji hefði ekki tapað neinum viðskiptavinum frá því að greint var frá Namibíumálinu. „Við höfum ekki tapað neinum viðskiptavinum hingað til en þeir eru áhyggjufullir vegna þessa og við höfum unnið mjög náið með þeim.“
Namibíumálið var þarna aðeins tveggja mánaða gamalt og því mögulegt að áhrif þess hafi ekki verið komin fram í viðskiptum Samherja. Hins vegar, ef marka má síðari yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækisins, komu neikvæð viðskiptaleg áhrif alls ekki fram yfirhöfuð.
Þorsteinn sagði samstarfsaðila hafa haldið tryggð við Samherja
Á vef Samherja var í júlí á síðasta ári birt frétt um ársuppgjör fyrirtækisins og vísað í aðalfund þess sem haldinn var á Dalvík 19. júlí 2022. Í fréttinni var vitnað í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra þar sem hann ræddi rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Þar sagði Þorsteinn: „Í þessu sambandi er ánægjulegt að geta undirstrikað að samstarfsaðilar okkar um allan heim hafa haldið tryggð við okkur.“
„Mikilvægir samstarfsaðilar fyrirtækisins, eins og bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið“
Í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2021 segir einnig, um rannsóknina á Namibíumálinu, að „mikilvægir samstarfsaðilar fyrirtækisins, eins og bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið“.
Töluvert átak þurfti til
Allar þessar yfirlýsingar eru í mótsögn við vitnisburð Christophers James Grieveson, lögmanns hjá norsku lögfræðistofunni Wikborg Rein. Grieveson kom fram sem lögmaður Samherja í lögbannsmáli sem fyrirtækið höfðaði á hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, í síðasta mánuði úti í Bretlandi. Fór fyrirtækið fram á að sett yrði lögbann á vefsíðuna samherji.co.uk, sem er hluti af listgjörningi Odds, „We‘re Sorry“.
„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Í vitnisburði Grieveson rakti hann meðal annars að þegar ásakanir á hendur Samherja vegna framferðis fyrirtækisins í Namibíu komu fram hefðu sumir stærstu viðskiptavinir Samherja í Bretlandi stöðvað viðskipti við fyrirtækið. Það hefði misst töluverð viðskitpi og það hefði þurft „verulegt átak“ af hálfu Samherja til að ná að létta stöðvuninni. „Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum. Í það minnsta myndi staðan kalla á verulegar fjárhæðir í kynningar- og almannatengslakostnað.“
Grieveson bætti enn fremur við að velvilji væri til staðar í Bretlandi í garð vörumerkisinns Samherja en sá velvilji fengi högg vegna notkunar listamannsins á vörumerkinu án heimildar. „Enn fremur eru margir af breskum viðskiptavinum, og hugsnalegum viðskiptavinum, fiskafurða kæranda [Samherja] stórfyrirtæki sem, af augljósum ástæðum, hafa töluverðar áhyggjur af stöðu mála eins og fullyrt er að þau séu í hinni fölsuðu fréttatilkynningu. Það eru miklar líkur á að lestur hinnar fölsuðu fréttatilkynningar muni hafa áhrif á samskipti þeirra við kæranda og valda alvarlegu fjárhagstjóni, annað hvort með því að þeir eigi alls ekki viðskipti eða með því að kærandi þurfi að leggja í verulegan kostnað til að draga úr áhyggjum þeirra.“
Með ólíkindum hvað menn geta búið til skemmtileg ævintýri sem skauta léttilega framhjá frekar auðsóttum staðreyndum... en keisarinn þarf jú ekki föt ef hann hefur góða að sem harðneita nekt hans.
"Það eru miklar líkur á að lestur hinnar fölsuðu fréttatilkynningar muni hafa áhrif á samskipti þeirra við kæranda og valda alvarlegu fjárhagstjóni, annað hvort með því að þeir eigi alls ekki viðskipti eða með því að kærandi þurfi að leggja í verulegan kostnað til að draga úr áhyggjum þeirra.“
Og hvað halda menn gerist ef viðskiftavinir Samherja fá greinagóðar gagnastuddar lýsingar á hvað raunverulega gerðist og hvernig þeir ómeðvitað... eða meðvitað .... tóku þátt í því... með tilvísunum um sambærileg mál og afleiðingarnar sem þeir sem þeim tengdust urðu fyrir þegar tekið var á þeim málum með fullum ásetningi og vönduðum vinnubrögðum aðila sem íslensk stjórnvöld hafa engin tök á að hafa áhrif á ?
Ó... sönnun þess að það var Deutsche Bank sem var valdur að íslenska bankahruninu finnst meðaL annars með því að lesa stofnskjöl og stoðgögn varðandi stofnun Burlington Loan Management. Þarf nú ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá það... enda ekki að ástæðulausu sem Ramos dómari snéri sér 180 gráður og henti NY málinu út... því annars hefðum við setið í arfaslæmri stöðu gagnvart kröfuhöfum.
Haldið þið virkilega að kröfuhafar hafi farið í milljarða málaferli til að fá upplýsingar um það sem Kroll var búið að grafa upp ??? Hugmyndin kom frá þáverandi yfirmanni LA deildar Kroll sem var fyrrverandi saksóknari í NY. Flettið því nú upp... er á netinu.
í sporum Samherja.... myndi ég hafa verulegar áhyggjur... og ekki af einhverjum listamanni sem siglir undir fölsku flaggi. Fyrir þá er öll umfjöllun af hinu illa.
Stórundarleg þessi naflaskoðun íslenskra stjórnvalda og rannsóknaraðila... sem velja og hafna... á grundvelli góðrar tilfinningar í stað þess að sækja sér gögnin og hreinsa þetta leiðindarmál út af borðinu áður en það stórskaðar íslenskan fiskútflutning.... því það er óhjákvæmileg afleiðing.
Tíminn vinnur ekki með ykkur viðvaningarnir mínir... peningarþvætti fyrnist seint og skaðabótalögmennirnir erlendu eru ennþá að bíða eftir að röðin komi að þeim.
Og heldur seint að loka Kýpversku skúffunum eftir að búið var að taka afrit af þeim hlutanum.