Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spurningaþraut Illuga 14. júlí 2023

Spurningaþraut Illuga 14. júlí 2023

Fyrri mynd:

Þessi lágmynd var höggvin út af listamönnum tiltekinnar herskárrar menningarþjóðar. Fleiri þjóðir í nágrenninu tóku svo upp sama stíl, einkum þó ein, sem átti gríðarlegt veldi um tíma. Nefnið aðra hvora af þessum þjóðum.

Seinni mynd:

Hvaða hópur er þetta?

1.  Hver skrifaði skáldsagnabálkinn Dalalíf?

2.  Mjög rómaður leiðtogi hjá stórri þjóð stunaði það á fyrri hluta 20. aldar að láta naktar kornungar stúlkur sofa við hliðina á sér. Meiningin var sú að hann þroskaðist sífellt með því standast þá freistingu að grípa til stúlknanna. Hvað nefnist þessi maður?

3.  Hvað hét glæpasagan sem þau Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir gáfu út um síðustu jól við ágætar móttökur?

4.  Hversu löng (svona nokkurn veginn) er siglingaleiðin milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, ef siglt er stystu leið? Eru það sirka 2.300 kílómetrar — 4.300 kílómetrar — eða 6.300 kílómetrar?

5.  Hverjir voru höfundar lagsins Waterloo árið 1974?

6.  Hver var forsætisráðherra Indlands 1966-1977 og aftur frá 1980-1984?

7.  Við hvaða verkfæri er Vilhelm Anton Jónsson gjarnan kenndur?

8.  Hvaða á í veröldinni rennur um flestar höfuðborgir?

9.  Hversu margar ætli þær höfuðborgir séu? Ekki er nauðsynlegt að nefna þær.

10.  Obsidian er enska nafnið á afbrigði náttúrulegs glers, sem myndast í eldgosum þegar tiltekið hraun kólnar og storknar mjög hratt, en kristallast ekki. Hvað köllum við þetta magnaða gler?

11.  Hvaða ár kom fyrsti iPhone-inn á markað? Hér má skeika einu ári til eða frá?

12.  Hvað hét fyrsti forseti Íslands?

13.  Hver er þekktasti einstaklingurinn í heiminum sem ber nafnið Robinette, þótt það sé reyndar lítt eða ekki notað millinafn í tilfelli viðkomandi?

14.  Í hvaða landi er borgin Cork?

15.  Rómverski keisarinn Claudius er gjarnan sagður hafa dáið eftir að neytt tiltekinnar fæðu sem hann var afar sólginn í. Því miður hafði konan hans blandað eitri í fæðuna. Hvaða fæða var þetta?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er lágmynd sem Assyríumenn hjuggu út. Persar viðhéldu svo þessum stíl. Engin svör duga nema Assyríumenn og Persar! Á seinni myndinni má sjá Fóstbræður.
Svör við öðrum spurningum:
1.  Guðrún frá Lundi.  —  2.  Mahatma Gandhi.  —  3.  Reykjavík.  —  4.  Siglingaleiðin er um 2.300 kílómetrar.  —  5.  Björn Ulvaeus og Benny Andersson forsprakkar ABBA.  —  6.  Indira Gandhi.  —  7.  Naglbít.  —  8.  Dóná.  —  9.  Höfuðborgirnar eru fjórar, Vín, Bratislava, Budapest og Belgrad.  —  10.  Hrafntinnu.  —  11.  Árið var 2007 svo rétt er 2006-2008.  —  12.  Sveinn Björnsson.  —  13.  Joseph Robinette Biden Bandaríkjaforseti.  —  14.  Írlandi.  —  15.  Sveppir.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár