Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spurningaþraut Illuga 14. júlí 2023

Spurningaþraut Illuga 14. júlí 2023

Fyrri mynd:

Þessi lágmynd var höggvin út af listamönnum tiltekinnar herskárrar menningarþjóðar. Fleiri þjóðir í nágrenninu tóku svo upp sama stíl, einkum þó ein, sem átti gríðarlegt veldi um tíma. Nefnið aðra hvora af þessum þjóðum.

Seinni mynd:

Hvaða hópur er þetta?

1.  Hver skrifaði skáldsagnabálkinn Dalalíf?

2.  Mjög rómaður leiðtogi hjá stórri þjóð stunaði það á fyrri hluta 20. aldar að láta naktar kornungar stúlkur sofa við hliðina á sér. Meiningin var sú að hann þroskaðist sífellt með því standast þá freistingu að grípa til stúlknanna. Hvað nefnist þessi maður?

3.  Hvað hét glæpasagan sem þau Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir gáfu út um síðustu jól við ágætar móttökur?

4.  Hversu löng (svona nokkurn veginn) er siglingaleiðin milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, ef siglt er stystu leið? Eru það sirka 2.300 kílómetrar — 4.300 kílómetrar — eða 6.300 kílómetrar?

5.  Hverjir voru höfundar lagsins Waterloo árið 1974?

6.  Hver var forsætisráðherra Indlands 1966-1977 og aftur frá 1980-1984?

7.  Við hvaða verkfæri er Vilhelm Anton Jónsson gjarnan kenndur?

8.  Hvaða á í veröldinni rennur um flestar höfuðborgir?

9.  Hversu margar ætli þær höfuðborgir séu? Ekki er nauðsynlegt að nefna þær.

10.  Obsidian er enska nafnið á afbrigði náttúrulegs glers, sem myndast í eldgosum þegar tiltekið hraun kólnar og storknar mjög hratt, en kristallast ekki. Hvað köllum við þetta magnaða gler?

11.  Hvaða ár kom fyrsti iPhone-inn á markað? Hér má skeika einu ári til eða frá?

12.  Hvað hét fyrsti forseti Íslands?

13.  Hver er þekktasti einstaklingurinn í heiminum sem ber nafnið Robinette, þótt það sé reyndar lítt eða ekki notað millinafn í tilfelli viðkomandi?

14.  Í hvaða landi er borgin Cork?

15.  Rómverski keisarinn Claudius er gjarnan sagður hafa dáið eftir að neytt tiltekinnar fæðu sem hann var afar sólginn í. Því miður hafði konan hans blandað eitri í fæðuna. Hvaða fæða var þetta?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er lágmynd sem Assyríumenn hjuggu út. Persar viðhéldu svo þessum stíl. Engin svör duga nema Assyríumenn og Persar! Á seinni myndinni má sjá Fóstbræður.
Svör við öðrum spurningum:
1.  Guðrún frá Lundi.  —  2.  Mahatma Gandhi.  —  3.  Reykjavík.  —  4.  Siglingaleiðin er um 2.300 kílómetrar.  —  5.  Björn Ulvaeus og Benny Andersson forsprakkar ABBA.  —  6.  Indira Gandhi.  —  7.  Naglbít.  —  8.  Dóná.  —  9.  Höfuðborgirnar eru fjórar, Vín, Bratislava, Budapest og Belgrad.  —  10.  Hrafntinnu.  —  11.  Árið var 2007 svo rétt er 2006-2008.  —  12.  Sveinn Björnsson.  —  13.  Joseph Robinette Biden Bandaríkjaforseti.  —  14.  Írlandi.  —  15.  Sveppir.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár