Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Umhverfisráðherra hefur semsagt enga skoðun á hvalveiðum Íslendinga“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar ósk­aði eft­ir af­stöðu um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra til hval­veiða Ís­lend­inga í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag. Ráð­herra svar­aði með því að segja að nýta eigi auð­lind­ir, bæði til sjós og lands, með sjálf­bær­um hætti.

„Umhverfisráðherra hefur semsagt enga skoðun á hvalveiðum Íslendinga“
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra út í afstöðu hans til hvalveiða. Ráðherra svaraði með því að segja að nýta eigi auðlindir, bæði til sjós og lands, með sjálfbærum hætti. Mynd: Bára Huld Beck

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi hvalveiðar út frá umhverfissjónarmiðum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 

„Það liggur fyrir að hvalir eru mikilvægur, jafnvel ómissandi, hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Og þvert á það sem sumir hafa haldið fram þá styrkir tilvist þeirra til að mynda fiskistofna,“ sagði Hanna Katrín sem beindi fyrirspurn sinni til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

„Ég spyr hæstvirtan umhverfisráðherra í ljósi þeirra jákvæðu áhrifa sem hvalir hafa á vistkerfi sjávar og vistkerfi almennt, hver er afstaða ráðherra til hvalveiða Íslendinga?“

Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða langreyðar við Íslandsstrendur út þetta sumar en svo þarf matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að ákveða hvort félagið fái áframhaldandi heimild til veiðanna næstu fjögur árin eða ekki. Hvalveiðarnar eru umdeildar og hafa verið fyrirferðamiklar í umræðunni eftir að Matvælastofnun birti upplýsingar um langvinnt dauðastríð og þjáningar langreyða sem Hvalur hf. hefur skotið.

Um helmingur landsmanna andvígur hvalveiðum

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er um helmingur landsmanna andvígur hvalveiðum. 51 prósent svarenda eru andvíg hvalveiðum, samanborið við 42 prósent árið 2019. Andstaðan er 57 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 41 prósent á landsbyggðinni. 24 prósent höfuðborgarbúa eru hlynntir hvalveiðum og 40 prósent íbúa á landsbyggðinni. 

Höfuðborgarbúum sem eru andvígir hvalveiðum hefur fjölgað um sjö prósent frá síðustu könnun en fjölgunin er meiri á landsbyggðinni. 27 prósent íbúa á landsbyggðinni voru andvígir hvalveiðum fyrir fjórum árum en hefur nú fjölgað um 13 prósent. 

Karlar eru hlynntari hvalveiðum en konur samkvæmt könnun Maskínu. 41,4 prósent karla eru hlynntir veiðunum en aðeins 15,4 prósent kvenna. Á sama tíma eru 62,2 prósent kvenna andvígar hvalveiðum en 41,4 prósent karla. Því eldra sem fólk er, því líklegra er það til að vera hlynnt hvalveiðum. Þannig eru 43,5 prósent 60 ára og eldri hlynnt hvalveiðum en aðeins 16 prósent á aldrinum 18-49 ára. 67,5 prósent yngsta aldurshópsins, 18-49 ára, eru andvíg hvalveiðum. 

Íslendingar ráði sínum málum sjálf

Drög að starfsleyfi Hvals hf. liggja fyrir hjá heilbrigðiseftirliti Vesturlands og heimilt er að veita andmæli við því til 9. júní. Eftir það hefur heilbrigðiseftirlitið fjórar vikur til að afgreiða umsóknina. Hann Katrín spurði ráðherra jafnframt að því, í ljósi upplýsinga um að Hvalur hf. hafi ekki brugðist við ýmsum frávikum frá fyrri starfsleyfum, hvort fyrirhugað væri að bregðast við beiðni fyrirtækisins um þessa sérstöku undanþágu. 

„Er, að mati ráðherra, rétt að veita fyrirtæki sem ekki hefur starfað í samræmi við reglur í landinu undanþágu frá lögbundnu starfsleyfi, sérstaklega í máli sem er jafn umdeilt og raun ber vitni, þegar kemur að hvalveiðum Íslendinga?“ spurði Hanna Katrín. 

Guðlaugur Þór sagðist ekki ætla að greina frá niðurstöðu í þingsal í máli sem er í formlegum farvegi í ráðuneytinu. „Það væru nú ekki vinnubrögð sem væru sæmandi,“ sagði ráðherra. 

Hvað afstöðu hans til hvalveiða sagði Guðlaugur Þór að þegar nýta eigi auðlindir eigi að gera það með sjálfbærum hætti, nokkuð sem ráðherra hefur sagt áður. „Við höfum ávallt lagt áherslu á það Íslendingar, alls staðar, og að við ráðum þeim málum sjálf. Svo getum við tekist á um það hvað er rétt að gera og hvað við viljum gera. Það er gríðarlega mikilvægt, og heyrir beint undir lífsákvörðun íslenskrar þjóðar, að sjálfbærni sé alltaf höfð að leiðarljósi og að við ráðum sjálf okkar málum. Við gætum verið í þeirri stöðu ef sumir flokkar ná hér fram sínum áherslum að við værum bara álitsgjafar og að þessar ákvarðanir verði teknar annars staðar. Og það er af fullri alvöru sem ég minni á þetta hér.“

Sjálfbærni„Það er gríðarlega mikilvægt, og heyrir beint undir lífsákvörðun íslenskrar þjóðar, að sjálfbærni sé alltaf höfð að leiðarljósi og að við ráðum sjálf okkar málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

„Umhverfisráðherra hefur semsagt enga skoðun á hvalveiðum Íslendinga. Jafnvel minni skoðun á áhrifum þeirra á lífríki sjávar en hann hefur áhyggjur af lífríki Skerjafjarðar ef byggt verður þar,“ svaraði Hann Katrín, og hélt áfram: 

„Ég velti því fyrir mér, vegna þess þegar menn verða ráðþrota þá eru þetta alltaf síðustu rökin, að við ætlum að fá að ráða þessu sjálf. Getur ráðherra ekki verið sammála mér í því að það að fá að ráða hlutum sjálf felst í því að það er bæði hægt að segja já og nei.“

Þá sagði Hanna Katrín að engin stoð sjálfbærni syðji hvalveiðar. „Ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega. Þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum. En fyrst og fremst þætt mér, í alvöru, ágætt að fá skoðun ráðherrans á hvalveiðum.“

Guðlaugur Þór gagnrýndi Hönnu Katrínu fyrir að halda því fram að hann hefði enga skoðun á lífríki sjávar. „Það er algjörlega skýrt í mínum huga og liggur alveg fyrir að við nýtum auðlindir, bæði sjós og lands, með sjálfbærum hætti.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár