Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fólk ilmar almennt vel

Em­il­ía kveð­ur starf sitt í ilmbrans­an­um og stefn­ir á frek­ara nám í arki­tekt­úr. Hún pæl­ir mik­ið í því hvernig fólk lykt­ar og seg­ir að flest­ir ilmi.

Fólk ilmar almennt vel
Lykt Emilía Kristín Ívarsdóttir vinnur í versluninni Fischersundi.

Ég hef unnið hér [í versluninni Fischersundi] síðan í nóvember. Ég er alls ekki búin að fá nóg af lyktinni hérna inni, ég fæ aldrei nóg af henni. En það fer eftir árstíðum hver uppáhaldslyktin mín er hér innanhúss. Í vetur notaði ég ilm númer 23. (reykur, anís, svartur pipar, tóbak og sitkagreni), sem er aðeins þyngri lykt, og svo kom vorið og þá færði ég mig yfir í ilm númer 8. (ferskt loft, súr rabarbari, bergamót og fura).

Ég hafði áhuga á lyktunum hér í versluninni áður en ég byrjaði að vinna hér en núna hef ég fengið innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin, allt frá konseptinu á bak við lyktina og hvernig útkoman verður svona falleg. Eftir að ég hóf störf hef ég tekið meira eftir því hvernig fólk ilmar og hvernig ilmvatn það velur sér. Mér finnst gaman að pæla í því. Fólk ilmar almennt vel. 

Ég held að ég hafi ekki enn þá lent í neinu stórmerkilegu sem hefur breytt lífsrásinni. Ég hef flutt mjög oft og er því vön breytingum svo mér bregður eiginlega meira ef hlutir breytast ekki. Ég hef bæði flutt á milli bæjarfélaga og landa. Mér finnst best að búa í Vesturbænum þar sem ég bý núna. Það var líka mjög gaman að búa á Húsavík þar sem ég gat labbað beint úr skólanum í fjallið og farið beint á skíði, strax komin í náttúruna. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vallý Skúladóttir skrifaði
    ÚFF eins gott að ég fari ekki í þessa búð er með ofnæmi fyrir ilefnum.. það eru svo margir sem þola ekki ilmefni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár