„Ég er auðvitað óþreyjufull að taka við ráðuneyti. Það er það sem var búið að lofa,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nú eru 18 mánuðir liðnir frá myndun starfandi ríkisstjórnar og við skipan hennar var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni.
Eftir að ríkisstjórnin var mynduð í lok nóvember 2021 lýsti Guðrún yfir vonbrigðum með að Suðurkjördæmi, landfræðilega stærsta kjördæmi landsins, ætti ekki ráðherra frá fyrsta degi þessarar ríkisstjórnar. Ágreiningur hefur verið um hvenær umræddir 18 mánuðir eru liðnir. Ekki er einhugur um hvenær á að byrja að telja, frá kosningum eða þegar ríkisstjórnin var kynnt. Sama hvað því líður eru 18 mánuðir liðnir. Guðrún er ekki sú eina sem er óþreyjufull, að eigin sögn. „Það er ekki bara ég sem …
Athugasemdir