„Ég er auðvitað óþreyjufull“

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er ekki sú eina sem er óþreyju­full að taka við embætti dóms­mála­ráð­herra. Allt Suð­ur­kjör­dæmi er óþreyju­fullt að sögn fyrsta þing­manns kjör­dæm­is­ins.

„Ég er auðvitað óþreyjufull“
Óþreyjufull Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist auðvitað vera óþreyjufull að taka við ráðuneyti. „Það kemur að þessu. Þetta er í höndum formanns Sjálfstæðisflokksins.“ Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er auðvitað óþreyjufull að taka við ráðuneyti. Það er það sem var búið að lofa,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nú eru 18 mánuðir liðnir frá myndun starfandi ríkisstjórnar og við skipan hennar var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni.

Eftir að ríkisstjórnin var mynduð í lok nóvember 2021 lýsti Guðrún yfir vonbrigðum með að Suðurkjördæmi, landfræðilega stærsta kjördæmi landsins, ætti ekki ráðherra frá fyrsta degi þessarar ríkisstjórnar. Ágreiningur hefur verið um hvenær umræddir 18 mánuðir eru liðnir. Ekki er einhugur um hvenær á að byrja að telja, frá kosningum eða þegar ríkisstjórnin var kynnt. Sama hvað því líður eru 18 mánuðir liðnir. Guðrún er ekki sú eina sem er óþreyjufull, að eigin sögn. „Það er ekki bara ég sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár