Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vegfarendur finna fyrir hækkunum

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.

Á ekki jafn fín föt og í fyrra

Sigríður Steinunn Gottskálksdóttir, hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

Nei, vegna þess að ég er ekki með lán. En þær hafa haft áhrif á fólkið í kringum mig. Mér finnst það mjög miður fyrir unga fólkið. Þau sem eru nánust mér eiga erfitt með til dæmis að kaupa sér húsnæði eða eru að ströggla með það. Ég hef sjálf komið mér út úr því að vera með lán.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég er sparsöm, en ég sé að allt hefur hækkað. Ég reyni að sníða stakk eftir vexti. Þær vörur sem hafa hvað helst dottið út eru fatainnkaup. Ég var erlendis og keypti föt þar, en þar hefur verðið líka hækkað. Það er kannski mest þannig að ég á ekki eins fín föt og í fyrra. Einn kjóll kostar alveg frekar mikið.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Já, bensín. Það er algjörlega brjálað. Ég keyri mjög lítið, hjóla aðallega og labba, en ég fylli tankinn á bílnum og bensínverð hefur eiginlega tvöfaldast á einhverju tímabili.“


Kannski þurfum við að selja

Sigurður Björn Guðmundsson rafveituvirki og Kristín Guðmundsdóttir öryrki.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á ykkar heimilisbókhald?

Sigurður: „Já, það eru meiri útgjöld.“

Kristín: „Já, það gerir það. Allt innkaupaverð hækkar fyrir heimilið.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna ykkar? 

Kristín: „Já, hún hefur gert það. Maður passar sig betur að kaupa ekki eitthvað rándýrt. Lambalæri er orðið mikið dýrara og allt lambakjöt. Nautakjöt er líka mjög dýrt. Maður kaupir frekar kjúkling og svínakjöt.“ 

Eruð þið með húsnæðislán?

Sigurður: „Já.“

Hafa afborganir af fasteignaláninu hækkað?

Sigurður: „Já, já, þær hafa hækkað helling. Ég held að lán sem ég borgaði af í fyrra hafi verið eitthvað um 80 þúsund, en við erum að borga 150 þúsund núna.“

Eigið þið erfitt með að ráða við þessa hækkun?

Kristín: „Nei, ég held ekki. Við erum orðin ein heima. Við ráðum ágætlega við þetta, en ég hugsa að unga fólkið ráði ekki eins vel við það.“

Hvaða augum lítið þið framtíðina hvað þetta varðar?

Kristín: „Þetta er mjög slæmt fyrir ungt fólk. Ég veit ekki hvernig það verður fyrir okkur. Kannski verðum við bara að selja og kaupa okkur litla íbúð.“


Þurfum að taka upp evru

Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Nei, ég er ein af þessum eldri, vel settu einstaklingum sem eru ekki skuldugir. Þannig að nei.“ 

Hefur þetta áhrif á fólk í kringum þig?

„Þetta hefur áhrif á unga fólkið í sambandi við íbúðarkaup.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Jú, auðvitað. Á móti kemur að ungarnir eru að fljúga úr hreiðrinu, þannig að kostnaðurinn minnkar líka. Ég sé alveg að verðið hefur hækkað, en ég er með lítið heimili núna þannig að það er ekkert stórmál.“

Er eitthvað sem þú ert farin að sleppa?

„Nei, ég er bara á þeim stað í lífinu. Ég var að hætta að vinna og er komin á eftirlaun. Þetta er allt í góðum farvegi hjá mér.“

Hvaða augum lítur þú framtíðina hvað þetta varðar?

„Ég treysti Ásgeiri og fólkinu í Seðlabankanum. Ég held að á tímum þar sem er stríð í Evrópu og verðbólga þá muni það hafa áhrif, en þetta fólk í bankanum mun taka bestu ákvarðanir fyrir okkur. Við erum  algjört örsamfélag. Ég er á þeim aldri að ég hef séð verðbólgu. Ég var fullorðin þegar tvö núll fóru af krónunni. Þetta hefur allt gerst hérna. Við þurfum að taka upp evruna, ef ég má segja það. Við þurfum að komast í alþjóðlegt samband þannig að fá atriði stjórni ekki öllu hér á þessu eyríki.“

Finnst þér Íslendingar vera samheldnir í þessari stöðu?

„Við erum eyjarskeggar. Þegar ég bjó í Kanada var mér sagt að eyjafólk væri sérstakt, því það færi sjaldan eftir lögum og reglum. Ég held að það sé margt til í því. Við erum samheldin gagnvart náttúruvá og alvarlegum atvikum, en við erum kannski ekki samheldin í peningamálunum.“


Þetta bítur í rassinn, fast

Eiríkur Rafn Stefánsson tónlistarmaður. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Ekki núna, en þær munu gera það eftir ár þegar vextirnir hjá mér losna.“

 Hefur þú áhyggjur af því?

„Já, mjög miklar.“

 Hvað sérðu fyrir þér að muni gerast þá?

„Þá þurfum við að lifa í einhverjum allt öðrum veruleika en í dag. Allavega á mínu heimili. Við munum hafa minna á milli handanna.“

Ertu hræddur við að missa húsnæðið?

„Nei, ég er ekki alveg svo svartsýnn. En þetta verður mjög erfitt ef staðan verður óbreytt.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Já, maður finnur fyrir því að verðlagið hefur hækkað.“

Ertu að sleppa einhverjum vörum?

„Nei, við erum ekki að sleppa neinu. Við erum ekkert endilega að kaupa umfram það sem við þurfum.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Nei, þetta er pínulítið eins og heitt vatn. Ef hitastigið hækkar meðan maður er í vatninu, þá finnur maður ekki fyrir því.“

Hvernig er fólk í þínu umhverfi að bregðast við hækkunum?

„Það er mikill kvíði í kringum mig. Fjölskyldumeðlimir finna fyrir þessu.“

Er fólk hrætt við að geta ekki staðið undir hækkunum?

„Ég hef ekki heyrt það beint frá mínu nánasta fólki en þetta bítur það alveg í rassinn, mjög fast.“


Dæmdur í fátækt á leigumarkaði

Sigurjón Ari Reynisson dúklagningamaður.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Já, reikningar hækka og leiga.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég hef ekki tekið eftir því. Það hefur örugglega áhrif.“

Hefur þér brugðið við einhverjar ákveðnar verðhækkanir?

„Nei, ég get ekki alveg sagt það. Þetta eru aðallega reikningar heimilisins sem mér finnst þetta hafa áhrif á.“

Hafa þessar hækkanir haft áhrif á fólk í kringum þig?

„Fólk er pirrað á þessu. Ég hef tekið eftir því. Það er pirrað út í hærri reikninga og talar um það.“

Nú ert þú á leigumarkaði, hafa vaxtahækkanir áhrif á leiguverð?

„Mér finnst það, já. Það gerir það svo sem alltaf. Leigan hækkar bara og hækkar. Það er eiginlega alveg sama hvað.“

Sérðu fyrir þér að komast inn á húsnæðismarkaðinn bráðum?

„Nei, aldrei. Ég sé það ekki fyrir mér. Bara gleymdu því. Maður kemst ekkert af þessum leigumarkaði. Að vera á leigumarkaði er að vera dæmdur í fátækt. Það er bara mjög einfalt.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár