Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vegfarendur finna fyrir hækkunum

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.

Á ekki jafn fín föt og í fyrra

Sigríður Steinunn Gottskálksdóttir, hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

Nei, vegna þess að ég er ekki með lán. En þær hafa haft áhrif á fólkið í kringum mig. Mér finnst það mjög miður fyrir unga fólkið. Þau sem eru nánust mér eiga erfitt með til dæmis að kaupa sér húsnæði eða eru að ströggla með það. Ég hef sjálf komið mér út úr því að vera með lán.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég er sparsöm, en ég sé að allt hefur hækkað. Ég reyni að sníða stakk eftir vexti. Þær vörur sem hafa hvað helst dottið út eru fatainnkaup. Ég var erlendis og keypti föt þar, en þar hefur verðið líka hækkað. Það er kannski mest þannig að ég á ekki eins fín föt og í fyrra. Einn kjóll kostar alveg frekar mikið.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Já, bensín. Það er algjörlega brjálað. Ég keyri mjög lítið, hjóla aðallega og labba, en ég fylli tankinn á bílnum og bensínverð hefur eiginlega tvöfaldast á einhverju tímabili.“


Kannski þurfum við að selja

Sigurður Björn Guðmundsson rafveituvirki og Kristín Guðmundsdóttir öryrki.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á ykkar heimilisbókhald?

Sigurður: „Já, það eru meiri útgjöld.“

Kristín: „Já, það gerir það. Allt innkaupaverð hækkar fyrir heimilið.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna ykkar? 

Kristín: „Já, hún hefur gert það. Maður passar sig betur að kaupa ekki eitthvað rándýrt. Lambalæri er orðið mikið dýrara og allt lambakjöt. Nautakjöt er líka mjög dýrt. Maður kaupir frekar kjúkling og svínakjöt.“ 

Eruð þið með húsnæðislán?

Sigurður: „Já.“

Hafa afborganir af fasteignaláninu hækkað?

Sigurður: „Já, já, þær hafa hækkað helling. Ég held að lán sem ég borgaði af í fyrra hafi verið eitthvað um 80 þúsund, en við erum að borga 150 þúsund núna.“

Eigið þið erfitt með að ráða við þessa hækkun?

Kristín: „Nei, ég held ekki. Við erum orðin ein heima. Við ráðum ágætlega við þetta, en ég hugsa að unga fólkið ráði ekki eins vel við það.“

Hvaða augum lítið þið framtíðina hvað þetta varðar?

Kristín: „Þetta er mjög slæmt fyrir ungt fólk. Ég veit ekki hvernig það verður fyrir okkur. Kannski verðum við bara að selja og kaupa okkur litla íbúð.“


Þurfum að taka upp evru

Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Nei, ég er ein af þessum eldri, vel settu einstaklingum sem eru ekki skuldugir. Þannig að nei.“ 

Hefur þetta áhrif á fólk í kringum þig?

„Þetta hefur áhrif á unga fólkið í sambandi við íbúðarkaup.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Jú, auðvitað. Á móti kemur að ungarnir eru að fljúga úr hreiðrinu, þannig að kostnaðurinn minnkar líka. Ég sé alveg að verðið hefur hækkað, en ég er með lítið heimili núna þannig að það er ekkert stórmál.“

Er eitthvað sem þú ert farin að sleppa?

„Nei, ég er bara á þeim stað í lífinu. Ég var að hætta að vinna og er komin á eftirlaun. Þetta er allt í góðum farvegi hjá mér.“

Hvaða augum lítur þú framtíðina hvað þetta varðar?

„Ég treysti Ásgeiri og fólkinu í Seðlabankanum. Ég held að á tímum þar sem er stríð í Evrópu og verðbólga þá muni það hafa áhrif, en þetta fólk í bankanum mun taka bestu ákvarðanir fyrir okkur. Við erum  algjört örsamfélag. Ég er á þeim aldri að ég hef séð verðbólgu. Ég var fullorðin þegar tvö núll fóru af krónunni. Þetta hefur allt gerst hérna. Við þurfum að taka upp evruna, ef ég má segja það. Við þurfum að komast í alþjóðlegt samband þannig að fá atriði stjórni ekki öllu hér á þessu eyríki.“

Finnst þér Íslendingar vera samheldnir í þessari stöðu?

„Við erum eyjarskeggar. Þegar ég bjó í Kanada var mér sagt að eyjafólk væri sérstakt, því það færi sjaldan eftir lögum og reglum. Ég held að það sé margt til í því. Við erum samheldin gagnvart náttúruvá og alvarlegum atvikum, en við erum kannski ekki samheldin í peningamálunum.“


Þetta bítur í rassinn, fast

Eiríkur Rafn Stefánsson tónlistarmaður. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Ekki núna, en þær munu gera það eftir ár þegar vextirnir hjá mér losna.“

 Hefur þú áhyggjur af því?

„Já, mjög miklar.“

 Hvað sérðu fyrir þér að muni gerast þá?

„Þá þurfum við að lifa í einhverjum allt öðrum veruleika en í dag. Allavega á mínu heimili. Við munum hafa minna á milli handanna.“

Ertu hræddur við að missa húsnæðið?

„Nei, ég er ekki alveg svo svartsýnn. En þetta verður mjög erfitt ef staðan verður óbreytt.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Já, maður finnur fyrir því að verðlagið hefur hækkað.“

Ertu að sleppa einhverjum vörum?

„Nei, við erum ekki að sleppa neinu. Við erum ekkert endilega að kaupa umfram það sem við þurfum.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Nei, þetta er pínulítið eins og heitt vatn. Ef hitastigið hækkar meðan maður er í vatninu, þá finnur maður ekki fyrir því.“

Hvernig er fólk í þínu umhverfi að bregðast við hækkunum?

„Það er mikill kvíði í kringum mig. Fjölskyldumeðlimir finna fyrir þessu.“

Er fólk hrætt við að geta ekki staðið undir hækkunum?

„Ég hef ekki heyrt það beint frá mínu nánasta fólki en þetta bítur það alveg í rassinn, mjög fast.“


Dæmdur í fátækt á leigumarkaði

Sigurjón Ari Reynisson dúklagningamaður.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Já, reikningar hækka og leiga.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég hef ekki tekið eftir því. Það hefur örugglega áhrif.“

Hefur þér brugðið við einhverjar ákveðnar verðhækkanir?

„Nei, ég get ekki alveg sagt það. Þetta eru aðallega reikningar heimilisins sem mér finnst þetta hafa áhrif á.“

Hafa þessar hækkanir haft áhrif á fólk í kringum þig?

„Fólk er pirrað á þessu. Ég hef tekið eftir því. Það er pirrað út í hærri reikninga og talar um það.“

Nú ert þú á leigumarkaði, hafa vaxtahækkanir áhrif á leiguverð?

„Mér finnst það, já. Það gerir það svo sem alltaf. Leigan hækkar bara og hækkar. Það er eiginlega alveg sama hvað.“

Sérðu fyrir þér að komast inn á húsnæðismarkaðinn bráðum?

„Nei, aldrei. Ég sé það ekki fyrir mér. Bara gleymdu því. Maður kemst ekkert af þessum leigumarkaði. Að vera á leigumarkaði er að vera dæmdur í fátækt. Það er bara mjög einfalt.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár