Afborganir á húsnæðisláni sex manna fjölskyldu hafa hækkað um ríflega helming á einu og hálfu ári. Fjölskyldan býr í blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu sem keypt var fyrir tveimur árum, þegar bregðast þurfti við fjölgun fjölskyldumeðlima. Í byrjun síðasta árs greiddi fjölskyldan tæpar 200 þúsund krónur af óverðtryggðu íbúðaláni mánaðarlega. Afborgunin í byrjun júní næstkomandi verður hins vegar 315 þúsund krónur. Til að láta enda ná saman hefur fjölskyldan þurft að ganga á sparnað og er um þessar mundir að breyta láninu í verðtryggt að hluta, „til að minnka magaverkinn“, eins og móðirin í fjölskyldunni segir í samtali við Heimildina.
Konan vill ekki koma fram undir nafni, til að valda ekki vinum og vandamönnum áhyggjum. Fjölskyldan muni leysa málið þó þessi staða sé vissulega ömurleg. „Þetta þýðir að við leggjum ekkert til hliðar í sparnað heldur höfum við þurft að ganga á okkar sparnað til að ráða við regluleg útgjöld hvers mánaðar. …
Athugasemdir