Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.

Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
Þóttist vera sjálfstætt starfandi blaðamaður Gísli Jökull beitti blekkingum og minntist hvergi á að hann væri rannsóknarlögreglumaður í tölvupóstsendingunum sínum. Mynd: mbl/Júlíus Sigurjónsson

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, villti á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á listamanninn Odd Eystein Friðriksson, Odee. Gísli sendi tölvupóstana eftir að Odee setti í loftið vefsíðu og sendi fréttatilkynningu í nafni Samherja, þar sem hann baðst afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Vefsíðan og fréttatilkynningin voru hluti af listaverki Odees og vakti gjörningurinn mikla athygli. Gísli Jökull hélt því fram í tölvupóstunum til Odees að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður á Íslandi.

Listaverkið „We‘re Sorry“ eftir Odee er útskriftarverkefni hans frá Listaháskóla Íslands. Verkið samanstendur af fréttatilkynningu, sem send var á helstu fjölmiðla heims, og vefsíðu þar sem tilkynningin var birt, en í henni er namibíska þjóðin beðin afsökunar, en einnig stórri veggmynd í Listasafni Reykjavíkur og afsökunarbeiðni listamannsins í nafni sínu og Íslendinga vegna hegðunar stórfyrirtækisins Samherja í Namibíu.

„Það var rannsóknarlögreglumaður sem sendi tölvupóst …
Kjósa
73
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Svona eiga menn ekki að vinna. Alltaf á að sýna ábyrgð í störfum
    0
  • Thor Gunnlaugsson skrifaði
    Nei örugglega ekki Gísli Jökull er heiðarlegur rannsakaði og misnotar ekki sína aðstöðu
    -2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ætli hann sé ekki bara á launaum hjá Samherja. Samherji hefur tilhneigingu til að múta.
    6
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Einhver tekur titilinn ,,forseti Íslands " ekkert mál ?
    0
    • Bogi Reynisson skrifaði
      Þetta er útúrsnúningur, lögregla á að fara að lögum þegar hún kannar lögbrot, að ljúga upp erindi sem lögreglumaður er algjörlega rangt, sama hvert tilefnið er.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár