Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, villti á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á listamanninn Odd Eystein Friðriksson, Odee. Gísli sendi tölvupóstana eftir að Odee setti í loftið vefsíðu og sendi fréttatilkynningu í nafni Samherja, þar sem hann baðst afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Vefsíðan og fréttatilkynningin voru hluti af listaverki Odees og vakti gjörningurinn mikla athygli. Gísli Jökull hélt því fram í tölvupóstunum til Odees að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður á Íslandi.
Listaverkið „We‘re Sorry“ eftir Odee er útskriftarverkefni hans frá Listaháskóla Íslands. Verkið samanstendur af fréttatilkynningu, sem send var á helstu fjölmiðla heims, og vefsíðu þar sem tilkynningin var birt, en í henni er namibíska þjóðin beðin afsökunar, en einnig stórri veggmynd í Listasafni Reykjavíkur og afsökunarbeiðni listamannsins í nafni sínu og Íslendinga vegna hegðunar stórfyrirtækisins Samherja í Namibíu.
„Það var rannsóknarlögreglumaður sem sendi tölvupóst …
Athugasemdir (5)