Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.

Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
Þóttist vera sjálfstætt starfandi blaðamaður Gísli Jökull beitti blekkingum og minntist hvergi á að hann væri rannsóknarlögreglumaður í tölvupóstsendingunum sínum. Mynd: mbl/Júlíus Sigurjónsson

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, villti á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á listamanninn Odd Eystein Friðriksson, Odee. Gísli sendi tölvupóstana eftir að Odee setti í loftið vefsíðu og sendi fréttatilkynningu í nafni Samherja, þar sem hann baðst afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Vefsíðan og fréttatilkynningin voru hluti af listaverki Odees og vakti gjörningurinn mikla athygli. Gísli Jökull hélt því fram í tölvupóstunum til Odees að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður á Íslandi.

Listaverkið „We‘re Sorry“ eftir Odee er útskriftarverkefni hans frá Listaháskóla Íslands. Verkið samanstendur af fréttatilkynningu, sem send var á helstu fjölmiðla heims, og vefsíðu þar sem tilkynningin var birt, en í henni er namibíska þjóðin beðin afsökunar, en einnig stórri veggmynd í Listasafni Reykjavíkur og afsökunarbeiðni listamannsins í nafni sínu og Íslendinga vegna hegðunar stórfyrirtækisins Samherja í Namibíu.

„Það var rannsóknarlögreglumaður sem sendi tölvupóst …
Kjósa
72
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Svona eiga menn ekki að vinna. Alltaf á að sýna ábyrgð í störfum
    0
  • Thor Gunnlaugsson skrifaði
    Nei örugglega ekki Gísli Jökull er heiðarlegur rannsakaði og misnotar ekki sína aðstöðu
    -2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ætli hann sé ekki bara á launaum hjá Samherja. Samherji hefur tilhneigingu til að múta.
    6
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Einhver tekur titilinn ,,forseti Íslands " ekkert mál ?
    0
    • Bogi Reynisson skrifaði
      Þetta er útúrsnúningur, lögregla á að fara að lögum þegar hún kannar lögbrot, að ljúga upp erindi sem lögreglumaður er algjörlega rangt, sama hvert tilefnið er.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár