Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hlutfallslega flestir á hátekjulistanum á Seltjarnarnesi

Sá Seltirn­ing­ur sem hafði hæst­ar tekj­ur ár­ið 2021 þén­aði 913,7 millj­ón­ir króna á því ári. Þorri tekna hans voru fjár­magn­s­tekj­ur.

Hlutfallslega flestir á hátekjulistanum á Seltjarnarnesi

Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.

Heimildin birtir árlega svokallaðan hátekjulista, sem sýnir tekjuhæsta eitt prósent landsmanna. Þegar horft var til þess hversu stór hluti íbúa í einstaka sveitarfélögum komst á hátekjulista síðasta árs kom í ljós að langhæsta hlutfallið var á Seltjarnarnesi. Þar voru 2,75 prósent íbúa, miðað við íbúafjölda í lok árs 2021, á meðal tekjuhæsta eina prósents landsins. Í Garðabæ eru svo rúmlega 2,23 prósent íbúa sveitarfélagsins á listanum.

Á Seltjarnarnesi greiddi Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, kenndur við Brim, hæstu skattana, alls 209 milljónir króna. Þar af voru 191 milljón greiddar í fjármagnstekjuskatt. Alls hafði Guðmundur 913,7 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, hæstar allra Seltirninga.

Listi yfir 20 tekjuhæstu íbúa Seltjarnarness árið 2021:

1. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi.

913.751.340 kr.

2. Ólafur Gauti Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri verkfræðideildar Tripadvisor, stofnandi Bókunar.

338.601.655 kr.

3. Vilmundur Jósefsson, fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins.

311.381.660 kr.

4. Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Torgs, útgefanda Fréttablaðsins og DV.

230.731.194 kr.

5.  Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja og einn eigenda Gjögurs.

201.305.465 kr.

6. Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

156.840.946 kr.

7. Jóhann Pétur Reyndal, fjárfestir og fjármálastjóri þróunarfélagsins Hamrakór.

146.618.438 kr.

8. Baldur Stefánsson, einn eigenda Hamra Capital og fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.

123.717.000 kr.

9. Sigþór Einarsson, stjórnarformaður Icelease og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Icelandair Group.

112.848.060 kr.

10. Kjartan Már Friðsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Banana.

112.103.350 kr.

11. Ingibjörg S Ásgeirsdóttir iðjuþjálfi.

106.234.570 kr.

12. Guðmundur Ásgeirsson, fv. eigandi Nesskipa.

98.493.675 kr.

13. Gunnar Sverrir Harðarson, fjárfestir, fasteignasali og einn eigandi Remax.

97.673.604 kr.

14. Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins HEILD og aðaleigandi Viðskiptablaðsins.

81.781.104 kr.

15. Katrín Pétursdóttir, forstjóri og aðaleigandi Lýsis.

79.887.620 kr.

16. Ari Daníelsson, stjórnarformaður Reviva Capital og stjórnarmaður í Íslandsbanka.

74.908.912 kr.

17. Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og meðstofnandi Sidekick Health.

72.693.291 kr.

18. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar.

71.083.508 kr.

19. Elísabet Ingunn Einarsdóttir, framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco og stjórnarmeðlimur Viðskiptaráðs Íslands.

69.437.368 kr.

20. Hilmar Þór Kristinsson, annar aðaleigenda verktakafyrirtækisins Reirs og einn stærsti hluthafi Sýnar.

69.212.737 kr.



Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Elítusamfélögin Seltjarnarnes og Garðabær

Slagurinn um hvort Nesið eigi bara að vera fyrir Seltirninga
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Slag­ur­inn um hvort Nes­ið eigi bara að vera fyr­ir Seltirn­inga

Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið sé í áð­ur óþekktri krísu vegna þess að það á ekki leng­ur lóð­ir til að selja. Ekki ná­ist sátt um það hvort bær­inn eigi að standa vörð um op­in­bera þjón­ustu eða vera lág­skatta­sam­fé­lag með skerta þjón­ustu. Hann lýs­ir því hvernig minni­hluti hægri sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna hafi mik­il völd og áhrif í bæn­um.
Ásgerður um baráttuna við háværa minnihlutann sem vill rukka 4500 í sund
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Ás­gerð­ur um bar­átt­una við há­væra minni­hlut­ann sem vill rukka 4500 í sund

Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, sem var bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi í 13 ár, seg­ir ákveð­inn arm sjálf­stæð­is­manna á Seltjarn­ar­nesi hafa í gegn­um tíð­ina beitt sér fyr­ir því að lág­marka kostn­að­ar­þátt­töku bæj­ar­fé­lags­ins í op­in­berri þjón­ustu. Hún nefn­ir sem dæmi hug­mynd­ir um að rukka bæj­ar­búa um kostn­að­ar­verð fyr­ir að­gang að sund­laug­inni og leik­skóla­pláss, sem væri um 310 þús­und á mán­uði.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár