Elítur og valdakjarnar á Íslandi eru líklegri til að hreiðra um sig í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en öðrum búsetukjörnum landsins, á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Hagtölur sýna svart á hvítu að þar eru áherslur, stjórnmálaskoðanir og samsetning íbúa allt önnur en í nágrannasveitarfélögunum.
Heimildin birtir árlega svokallaðan hátekjulista, sem sýnir tekjuhæsta eitt prósent landsmanna. Þegar horft var til þess hversu stór hluti íbúa í einstaka sveitarfélögum komst á hátekjulista síðasta árs kom í ljós að langhæsta hlutfallið var á Seltjarnarnesi. Þar voru 2,75 prósent íbúa, miðað við íbúafjölda í lok árs 2021, á meðal tekjuhæsta eina prósents landsins. Í Garðabæ eru svo rúmlega 2,23 prósent íbúa sveitarfélagsins á listanum.
Á Seltjarnarnesi greiddi Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, kenndur við Brim, hæstu skattana, alls 209 milljónir króna. Þar af voru 191 milljón greiddar í fjármagnstekjuskatt. Alls hafði Guðmundur 913,7 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, hæstar allra Seltirninga.
Listi yfir 20 tekjuhæstu íbúa Seltjarnarness árið 2021:
1. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi.
913.751.340 kr.
2. Ólafur Gauti Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri verkfræðideildar Tripadvisor, stofnandi Bókunar.
338.601.655 kr.
3. Vilmundur Jósefsson, fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins.
311.381.660 kr.
4. Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Torgs, útgefanda Fréttablaðsins og DV.
230.731.194 kr.
5. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja og einn eigenda Gjögurs.
201.305.465 kr.
6. Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
156.840.946 kr.
7. Jóhann Pétur Reyndal, fjárfestir og fjármálastjóri þróunarfélagsins Hamrakór.
146.618.438 kr.
8. Baldur Stefánsson, einn eigenda Hamra Capital og fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.
123.717.000 kr.
9. Sigþór Einarsson, stjórnarformaður Icelease og fyrrverandi aðstoðarforstjóri IcelandairGroup.
112.848.060 kr.
10. Kjartan Már Friðsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Banana.
112.103.350 kr.
11. Ingibjörg S Ásgeirsdóttir iðjuþjálfi.
106.234.570 kr.
12. Guðmundur Ásgeirsson, fv. eigandi Nesskipa.
98.493.675 kr.
13. Gunnar Sverrir Harðarson, fjárfestir, fasteignasali og einn eigandi Remax.
97.673.604 kr.
14. Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins HEILD og aðaleigandi Viðskiptablaðsins.
81.781.104 kr.
15. Katrín Pétursdóttir, forstjóri og aðaleigandi Lýsis.
79.887.620 kr.
16. Ari Daníelsson, stjórnarformaður RevivaCapital og stjórnarmaður í Íslandsbanka.
74.908.912 kr.
17. Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og meðstofnandi SidekickHealth.
72.693.291 kr.
18. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar.
71.083.508 kr.
19. Elísabet Ingunn Einarsdóttir, framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco og stjórnarmeðlimur Viðskiptaráðs Íslands.
69.437.368 kr.
20. Hilmar Þór Kristinsson, annar aðaleigenda verktakafyrirtækisins Reirs og einn stærsti hluthafi Sýnar.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir