Á föstudagseftirmiðdegi í marsmánuði er rífandi stemning á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Það er fyrst og fremst vegna þess að klúbburinn Vinir Ljónsins hafa tekið yfir staðinn, eins og reyndar öll föstudagseftirmiðdegi.
Þetta er ekki karlaklúbbur, þótt það séu reyndar bara karlar í honum, og ekki fótboltaklúbbur, þótt þeir horfi nú og ræði mest um fótbolta. „Það eru ýmsir sem eiga Ljónið sem einhvers konar fastan punkt í tilverunni,“ segir einn meðlimurinn sem hefur fengið sér sæti við barinn og bætir við að á mánudögum séu píluæfingar píluklúbbsins í pílusalnum. „Það er helvíti góð stemning stundum,“ segir hann um píluna og bendir á að Lionsklúbburinn komi sér stundum fyrir í koníaksstofunni til að funda.
Einhver lemur í glas, svona eins og til að fanga athygli viðstaddra, sem flestir eru klúbbmeðlimir, sem sitja á víð og dreif um barinn en flestir við langborð við gluggann sem snýr út að Eiðistorgi. „Þetta …
Athugasemdir