Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Borgarlínan rími við vatnsveituna og hitaveituna

Hróker­ing­ar urðu inn­an Vega­gerð­ar­inn­ar fyr­ir skemmstu. Arn­dís Ósk Ólafs­dótt­ir Arn­alds, sem leitt hafði Verk­efna­stofu Borg­ar­línu í rúmt ár, var ráð­in fram­kvæmda­stjóri mann­virkja­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar. Í kjöl­far­ið var til­kynnt að Ás­dís Krist­ins­dótt­ir tæki tíma­bund­ið við sem for­stöðu­mað­ur Verk­efna­stofu Borg­ar­línu.

Borgarlínan rími við vatnsveituna og hitaveituna
Staðgengill Ásdís Kristinsdóttir leysir af sem forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.

Heimildin heyrði í Ásdísi, en hún rekur sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki og kemur inn sem forstöðumaður í ráðgjafarhlutverki. Hún hefur áður leyst af í þessu hlutverki hjá Vegagerðinni.

Ásdís segir að til standi að Vegagerðin auglýsi forstöðumannsstarfið á haustmánuðum. „Ég kem hér inn sem ráðgjafi bara. En mér finnst gaman að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er mikilvæg innviðauppbygging og það er minn bakgrunnur, ég var hjá Orkuveitunni og Veitum og þetta er verkefni sem er gaman að fá tækifæri til að vinna í,“ segir hún.

Spurð hvað henni þyki skemmtilegt við að vinna í Borgarlínuverkefninu segir Ásdís: „Mér finnst þetta ríma svolítið við það þegar menn voru að byggja upp hitaveituna, vatnsveituna og fráveituna hérna í gamla daga. Þetta voru stórhuga aðilar með framtíðarsýn, og framsýnir. Það var umdeilt á sínum tíma en ég er á því að þetta sé sambærilegt verkefni, mikilvæg innviðauppbygging, og það gefur starfinu aukið gildi að vera að taka þátt í því sem maður trúir að skipti samfélagið máli.“ 

Fyrsti áfangi Borgarlínunnar er í svokallaðri forhönnun og verkinu er skipt upp í marga mismunandi verkhluta í Reykjavík og Kópavogi. Ásdís segir að margvísleg vinna sé í gangi þrátt fyrir að lítið hafi e.t.v. heyrst opinberlega af hinum mörgu verkþáttum í Borgarlínuverkefninu frá því að skýrsla með frumdrögum fyrsta áfanga var opinberuð í byrjun febrúar 2021.

Raunar er það svo að unnið er að Borgarlínunni á skrifstofum víða um Evrópu, enda vinnur fjölþjóðlegt hönnunarteymi undir forystu alþjóðlega verkfræðifyrirtækisins Artelia Group að hönnuninni í kjölfar þess að þeirra teymi varð hlutskarpast í samkeppni sem haldin var árið 2021.

„Jú, þetta er öflugt teymi erlendra ráðgjafa. Þetta er flókið verkefni og umfangsmikið og ekki til þekking á svona BRT-kerfi hér á Íslandi, þannig að við erum að læra margt og það er verið að skilgreina margt. Við höfum öfluga ráðgjafa með okkur í þessu verkefni, þeir eru víða staddir erlendis, en það eru líka íslenskir ráðgjafar, sem eru lykilaðilar í að hafa „lókal“-þekkinguna,“ segir Ásdís. 

Spurð hvort hún hafi fylgst náið með Borgarlínuverkefninu og umræðunni um verkefnið undanfarin ár segist hún hafa gert það, eins og hún reiknar með að flestir hafi gert. „Mitt sjónarhorn er það að ég er vön að vinna með grundvallarinnviði og mér finnst sterkar almenningssamgöngur hljóta að vera grunnurinn að framtíðinni, þannig er mín tilfinning fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt, risastórt verkefni, og eðlilegt að menn hafi skoðanir á því,“ segir Ásdís.

Alltaf tækifæri til umbóta

Hún stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Gemba árið 2008 ásamt Margréti Eddu Ragnarsdóttur og hefur reksturinn gengið vel að hennar sögn. „Við erum tveir kvenverkfræðingar úr orkubransanum og höfum verið að kenna og innleiða straumlínustjórnun og vinna með umbætur í fyrirtækjum og minnka sóun í ferlum.

Spurð hvort það séu alltaf tækifæri til umbóta í rekstri fyrirtækja og stofnana segir Ásdís: „Já, alveg endalaus tækifæri til umbóta og oft mjög mikill vilji til þess líka, sem er svolítið gaman. Menn sjá að það eru tækifæri og þetta er skemmtilegur vettvangur að vinna á.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár