Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kynferðisbrotum fækkar milli ára

Til­kynn­ing­um um kyn­ferð­is­brot fækk­aði um fjórð­ung milli ára á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins. Þá fækk­aði til­kynnt­um nauðg­un­um um níu pró­sent. Þo­lend­ur voru und­ir 18 ára aldri í 42 pró­sent­um til­vika þeg­ar horft er til allra kyn­ferð­is­brota.

Kynferðisbrotum fækkar milli ára
42% þolenda undir 18 ára Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotamálum fyrstu þrjá mánuði ársins var 35 ár og þar af voru 13% undir átján ára aldri. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu bárust 123 tilkynningar um kynferðisbrot fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. Þar af var tilkynnt um 42 nauðganir. Það jafngildir því að tilkynnt hafi verið um 24 prósent færri kynferðisbrot en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár á undan, og 9 prósent færri nauðganir. Í fyrra voru tilkynnt 177 kynferðisbrot, þar af 60 nauðganir, á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisofbeldi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hluti brotanna sem um ræðir voru tilkynnt á tímabilinu en höfðu átt sér stað fyrr. Alls var tilkynnt um 75 kynferðisbrot sem áttu sér stað á tímabilinu, þar af 21 nauðgun.

Í 42 prósentum tilvika voru þolendur undir átján ára aldri þegar horft er til allra kynferðisbrota. Meðalaldur grunaðra var hins vegar 35 ár og þar af voru 13 prósent undir átján ára aldri Þá var tilkynnt um 27 kynferðisbrot gegn börnum og 9 blygðunarsemisbrot. Tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum fækkaði um 22 prósent frá fyrra ári en blygðunarsemisbrot voru því sem næst jafn mörg og árið 2022.

Tilkynnt var um 45 önnur kynferðisbrot á tímabilinu, og eru það einkum kynferðisleg áreitni eða stafræn kynferðisbrot. Á síðasta ári var tilkynnt um 66 brot sem flokkuð eru sem önnur kynferðisbrot.

Þegar horft er til mánaðanna þriggja sést að flest kynferðisbrot voru tilkynnt lögreglu í febrúar mánuði, 54 talsins. Af þeim voru 33 brot tilkynnt sem gerðust í þeim mánuði. Flestar nauðganir voru einnig tilkynntar í febrúar, 23, og þar af gerðust 10 í febrúar í ár.

Fjöldi brotaþola í öllum málum voru 92 og þar af 83 konur, sem jafngildir 90 prósentum. Fjöldi grunaðra voru 94, þar af voru 88 karlar, eða 94 prósent. Fjöldi grunaðra í nauðgunarmálum voru 41, þar af tvær konur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár