Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að rannsóknarmiðstöð Kínversku heimskautamiðstöðvarinnar á Kárhóli í Þingeyjarsýslu hafi aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð. Þetta kemur fram í svörum hennar til Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, sem birt var í vef Alþingis í vikunni. „Starfsemi sameiginlegrar miðstöðvar til norðurljósarannsókna á Íslandi á vegum Rannís og Heimskautastofnunar Kína (PRIC) var ekki rædd á vettvangi þjóðaröryggisráðs í aðdraganda hennar sem á rætur að rekja til ársins 2013 og hefur ekki komið á borð ráðsins frá stofnun hennar.“
Andrés Ingi spurði forsætisráðherra spurninga um rannsóknarmiðstöðina í byrjun apríl.
Katrín segir í svari sínu að eftirlit með starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar falli ekki undir þjóðaröryggisráð Íslands heldur starfssvið háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Orðrétt segir í svarinu: „Þjóðaröryggisráð er samráðs- og samhæfingarvettvangur um þau málefni er varða þjóðaröryggi en ábyrgð á stjórnarframkvæmd einstakra stjórnarmálefna er hjá hlutaðeigandi ráðherra samkvæmt forsetaúrskurði hverju sinni. …
Athugasemdir