„Snjóflóðið í Súðavík er eitt þeirra mála sem býr í þjóðarsálinni og mun líklega alltaf gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi hennar með lögmanni aðstandenda þeirra sem létust í snjóflóðunum í Súðavík.
Tilefni fundarins í stjórnarráðinu á þriðjudag var krafa sem nýlega var send stjórnvöldum um skipan rannsóknarnefndar um þátt yfirvalda í snjóflóðinu í janúar 1995. Fjórtán manns létust í flóðinu, þar af átta börn. Í nýlegri rannsókn Heimildarinnar komu fram nýjar upplýsingar um vitneskju yfirvalda um snjóflóðahættu í Súðavík, sem ekki var brugðist við.
Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þrettán aðstandenda þeirra sem létust í flóðinu, lagði fram kröfuna á dögunum þar sem farið var fram á að forsætisráðherra beitti sér fyrir því að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd. Beiðnin var einnig send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Í framhaldinu boðaði forsætisráðherra Sigurð Örn á fund sinn, síðastliðinn þriðjudag.
„Það skiptir máli að …
Athugasemdir