Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég veit ekki hvað ég myndi gera án hennar

Gígja Sara Björns­son lýs­ir sam­bandi sínu við móð­ur sína og hvernig það var að verða móð­ir sjálf.

„Það er að koma Hönnunarmars og ég er að hjálpa mömmu minni með partí á föstudaginn sem verður geggjað. Hún verður með einhverjar skvísur í kúl fötum sem eiga að líta út eins og teikningarnar hennar og svo verða kokteilar og kökur í hennar anda. 

Hún er fata- og búningahönnuður og ég ætla að segja að hún sé svona „múltí-media“ listakona því hún er alltaf að gera alls konar. Hún vann rosa lengi sem fatahönnuður í París fyrir fyrirtæki sem heitir  Louis Féraud, sem var þá mjög stórt hátískufyrirtæki. Svo er hún búin að vera á Íslandi og hún hættir ekki, hún er óstöðvandi orka af kreatívi, alltaf að gera eitthvað nýtt. Hún er mikið að pæla í leik og að þetta sé skemmtilegt og bara partí. 

Við erum mjög nánar, næstum því of nánar. Stundum hugsa ég:  Ég veit ekki hvað ég myndi gera án þessarar konu. Við tölum alltaf saman og hún gefur mér svo mikið pláss og rými til að vera ég. En ekki þegar ég var unglingur, oj, þá var ég ógeðslega leiðinleg og þá var hún ekki mjög næs. Það voru ógeðslega mikil átök á milli okkar. Ég var alltaf að stelast út, við bjuggum í París og hún var mjög stressuð þegar ég var úti á kvöldin. Núna skil ég það, en þá var ég bara, hvað meinarðu, það er bara gaman. Ég var líka að hlusta á heví metal rosa hátt og vera óþolandi og ekki taka til eftir mig, bara svona unglingastælar. 

Ég hef alltaf sagt henni allt, það er rosa gott að hafa þannig manneskju í lífi sínu, að vera með einhvern sem hefur alltaf þekkt þig og veit hver þú ert, það er einhver fegurð þar. Ég á ekki systkini, það útskýrir kannski nándina. Það er enginn annar með minningarnar mínar í einhverri kistu. Við erum mjög góðar vinkonur og hún er yndisleg manneskja. Hún er með stærsta hjartað. Mig langar að verða svona einhvern tímann, ég er það ekki enn þá. 

Að verða mamma breytti öllu. Ég held að fullt af fólki geti upplifað miklu stærri upplifanir án þess að eignast börn en það setti eitthvað í samhengi fyrir mig, einhverja ást og einhvern skilning. Ég er búin að vera mamma í að verða tíu ár. Ég var 25 ára þegar ég varð mamma og leið eins og ég væri 15 ára. Mér fannst ég svo mikið barn. 

Ég var með fyrirfram hugmyndir um það hvað það væri að vera móðir. Ég hélt að ég yrði rosalega skipulögð og ég myndi gera allt rétt, vera með Waldorf kubba og gera allt fullkomið. Svo fattaði ég frekar hratt að það sem skiptir máli er ást og að vera til staðar og fylgja barninu, það er svo gaman að sjá það gerast. Þau eru svo alls konar, alls konar týpur af fólki.

Ég held að ég hafi orðið miklu mýkri og skilningsríkari við að verða foreldri. Eins og þegar maður er að tala um fólk eða upplifanir þess, þá held ég að ég geti verið með miklu meiri samkennd því ég veit hvað það er að vera ósofin og skrýtin og allar þessar upplifanir sem maður fær ekki bara með því að vera foreldri, kvíði og þunglyndi og alls konar. Mér finnst það hafa mýkt hugsanir mínar í garð fólks. Ég held að ég dæmi rosa lítið í rauninni, þótt það sé gaman stundum að dæma í djóki.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár