Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég


Þetta verður síðasta spurningaþrautin mín hér á þessum vettvangi — í bili að því er ég best veit. Væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur í haust. En í tilefni af tímamótunum verður þessi þraut helguð hinu síðasta ...

Fyrri aukaspurning:

Skjáskotið hér að ofan er úr kvikmynd einni frá 1961 sem er fræg meðal annars vegna þess að hún varð síðasta mynd tveggja afar frægra kvikmyndastjarna. Þið þurfið að hafa nöfnin á þeim báðum rétt til að fá stig. Svo er síðasta lárviðarstigið fyrir að þekkja einnig nafnið á bíómyndinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Síðustu orð konu nokkurrar munu hafa verið: „Afsakið mig, herra.“ Þá hafði hún óvart stigið ofan á tána á böðlinum sem var að búa sig undir að hálshöggva hana á aftökustað. Hver var þessi kurteisa og/eða vel upp alda kona?

2.  Renaissance er síðasta plata hvaða söngstjörnu? (Þótt hún verði sjálfsagt ekki sú allra síðasta þegar upp verður staðið.)

3.  Síðari heimsstyrjöldinni lauk í ágúst 1945. Síðustu stóru orrustu stríðsins hafði hins vegar lokið nokkru fyrr, eða 22. júní og hafði þá staðið af mikilli heift síðan í byrjun apríl. Við hvaða stað er sú orrusta kennd?

4.  Hvað heitir síðasti jólasveinninn sem kemur til byggða?

5.  Síðustu bækur Halldórs Laxness (fyrir utan greinasöfn og dagbókina Dagar hjá múnkum) voru fjórar endurminningabækur sem komu út 1975-1980. Nefnið þrjár af þessum fjórum bókum.

6.  Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi hér á landi af yfirvöldunum?

7.  Hvað heitir síðasta (ysta) reikistjarnan í sólkerfi okkar?

8.  Hvað heitir síðasta bókin í þríleiknum Hringadrottinssögu eða Lord of the Rings?

9.  Hver var síðasti keisari vesturrómverska ríkisins?

10.  Hver var síðasta Bítlaplatan sem gefin var út um það bil sem þeir hættu?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi freska eftir Leonardo da Vinci heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  María Antoinette drottning sem hálshöggvin var 1793 meðan franska byltingin stóð sem hæst.

2.  Beyonce.

3.  Okinawa.

4.  Kertasníkir.

5.  Þær fjórar heita Í túninu heima, Heiman ég fór, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið.

6.  Agnes. Hún var Magnúsdóttir en skírnarnafnið dugar.

7.  Neptúnus.

8.  The Return of the King, Hilmir snýr heim — hvort heldur er rétt.

9.  Rómúlus Ágústúlus. Annaðhvort nafnanna dugar.

10.  Let It Be.

***

Svör við síðustu aukaspurningunum (í bili!):

Efri myndin sýnir Montgomery Clift, Marilyn Monroe og Clark Gable, aðalleikara myndarinnar The Misfits. Það var síðasta mynd Monroe og Gable. Monroe hóf að vísu að leika í annarri mynd en lést áður en náðist að klára hana.

Mynd Leonardos heitir Síðasta kvöldmáltíðin.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorbergur Leifsson skrifaði
    Þessi var erfið 2+1
    0
  • KJÁ
    Karl Jóhann Ásmundsson skrifaði
    Alveg voðalegt að missa þennan fasta punkt úr tilverunni. Auðvitað þarf Illugi sumarfrí eins og annað fólk. Spurning um að fá inn einhvern góðan í sumarafleysingar.
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Enn ein fræðsluuppsprettan þornuð í bili. Við bíðum eftirvæntingafull.
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þetta náttúrulega gengur ekki. Hafi þú þökk fyrir þetta Illugi. Lesenda vegna og fjölmiðilsins vona ég að hléið verði ekki langt því ég veit að það eru fleiri en ég sem opna alltaf Stundina/Heimildina á hverjum degi bara vegna þessarar spurningaþrautar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár