Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég


Þetta verður síðasta spurningaþrautin mín hér á þessum vettvangi — í bili að því er ég best veit. Væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur í haust. En í tilefni af tímamótunum verður þessi þraut helguð hinu síðasta ...

Fyrri aukaspurning:

Skjáskotið hér að ofan er úr kvikmynd einni frá 1961 sem er fræg meðal annars vegna þess að hún varð síðasta mynd tveggja afar frægra kvikmyndastjarna. Þið þurfið að hafa nöfnin á þeim báðum rétt til að fá stig. Svo er síðasta lárviðarstigið fyrir að þekkja einnig nafnið á bíómyndinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Síðustu orð konu nokkurrar munu hafa verið: „Afsakið mig, herra.“ Þá hafði hún óvart stigið ofan á tána á böðlinum sem var að búa sig undir að hálshöggva hana á aftökustað. Hver var þessi kurteisa og/eða vel upp alda kona?

2.  Renaissance er síðasta plata hvaða söngstjörnu? (Þótt hún verði sjálfsagt ekki sú allra síðasta þegar upp verður staðið.)

3.  Síðari heimsstyrjöldinni lauk í ágúst 1945. Síðustu stóru orrustu stríðsins hafði hins vegar lokið nokkru fyrr, eða 22. júní og hafði þá staðið af mikilli heift síðan í byrjun apríl. Við hvaða stað er sú orrusta kennd?

4.  Hvað heitir síðasti jólasveinninn sem kemur til byggða?

5.  Síðustu bækur Halldórs Laxness (fyrir utan greinasöfn og dagbókina Dagar hjá múnkum) voru fjórar endurminningabækur sem komu út 1975-1980. Nefnið þrjár af þessum fjórum bókum.

6.  Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi hér á landi af yfirvöldunum?

7.  Hvað heitir síðasta (ysta) reikistjarnan í sólkerfi okkar?

8.  Hvað heitir síðasta bókin í þríleiknum Hringadrottinssögu eða Lord of the Rings?

9.  Hver var síðasti keisari vesturrómverska ríkisins?

10.  Hver var síðasta Bítlaplatan sem gefin var út um það bil sem þeir hættu?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi freska eftir Leonardo da Vinci heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  María Antoinette drottning sem hálshöggvin var 1793 meðan franska byltingin stóð sem hæst.

2.  Beyonce.

3.  Okinawa.

4.  Kertasníkir.

5.  Þær fjórar heita Í túninu heima, Heiman ég fór, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið.

6.  Agnes. Hún var Magnúsdóttir en skírnarnafnið dugar.

7.  Neptúnus.

8.  The Return of the King, Hilmir snýr heim — hvort heldur er rétt.

9.  Rómúlus Ágústúlus. Annaðhvort nafnanna dugar.

10.  Let It Be.

***

Svör við síðustu aukaspurningunum (í bili!):

Efri myndin sýnir Montgomery Clift, Marilyn Monroe og Clark Gable, aðalleikara myndarinnar The Misfits. Það var síðasta mynd Monroe og Gable. Monroe hóf að vísu að leika í annarri mynd en lést áður en náðist að klára hana.

Mynd Leonardos heitir Síðasta kvöldmáltíðin.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorbergur Leifsson skrifaði
    Þessi var erfið 2+1
    0
  • KJÁ
    Karl Jóhann Ásmundsson skrifaði
    Alveg voðalegt að missa þennan fasta punkt úr tilverunni. Auðvitað þarf Illugi sumarfrí eins og annað fólk. Spurning um að fá inn einhvern góðan í sumarafleysingar.
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Enn ein fræðsluuppsprettan þornuð í bili. Við bíðum eftirvæntingafull.
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þetta náttúrulega gengur ekki. Hafi þú þökk fyrir þetta Illugi. Lesenda vegna og fjölmiðilsins vona ég að hléið verði ekki langt því ég veit að það eru fleiri en ég sem opna alltaf Stundina/Heimildina á hverjum degi bara vegna þessarar spurningaþrautar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár