Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég


Þetta verður síðasta spurningaþrautin mín hér á þessum vettvangi — í bili að því er ég best veit. Væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur í haust. En í tilefni af tímamótunum verður þessi þraut helguð hinu síðasta ...

Fyrri aukaspurning:

Skjáskotið hér að ofan er úr kvikmynd einni frá 1961 sem er fræg meðal annars vegna þess að hún varð síðasta mynd tveggja afar frægra kvikmyndastjarna. Þið þurfið að hafa nöfnin á þeim báðum rétt til að fá stig. Svo er síðasta lárviðarstigið fyrir að þekkja einnig nafnið á bíómyndinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Síðustu orð konu nokkurrar munu hafa verið: „Afsakið mig, herra.“ Þá hafði hún óvart stigið ofan á tána á böðlinum sem var að búa sig undir að hálshöggva hana á aftökustað. Hver var þessi kurteisa og/eða vel upp alda kona?

2.  Renaissance er síðasta plata hvaða söngstjörnu? (Þótt hún verði sjálfsagt ekki sú allra síðasta þegar upp verður staðið.)

3.  Síðari heimsstyrjöldinni lauk í ágúst 1945. Síðustu stóru orrustu stríðsins hafði hins vegar lokið nokkru fyrr, eða 22. júní og hafði þá staðið af mikilli heift síðan í byrjun apríl. Við hvaða stað er sú orrusta kennd?

4.  Hvað heitir síðasti jólasveinninn sem kemur til byggða?

5.  Síðustu bækur Halldórs Laxness (fyrir utan greinasöfn og dagbókina Dagar hjá múnkum) voru fjórar endurminningabækur sem komu út 1975-1980. Nefnið þrjár af þessum fjórum bókum.

6.  Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi hér á landi af yfirvöldunum?

7.  Hvað heitir síðasta (ysta) reikistjarnan í sólkerfi okkar?

8.  Hvað heitir síðasta bókin í þríleiknum Hringadrottinssögu eða Lord of the Rings?

9.  Hver var síðasti keisari vesturrómverska ríkisins?

10.  Hver var síðasta Bítlaplatan sem gefin var út um það bil sem þeir hættu?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi freska eftir Leonardo da Vinci heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  María Antoinette drottning sem hálshöggvin var 1793 meðan franska byltingin stóð sem hæst.

2.  Beyonce.

3.  Okinawa.

4.  Kertasníkir.

5.  Þær fjórar heita Í túninu heima, Heiman ég fór, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið.

6.  Agnes. Hún var Magnúsdóttir en skírnarnafnið dugar.

7.  Neptúnus.

8.  The Return of the King, Hilmir snýr heim — hvort heldur er rétt.

9.  Rómúlus Ágústúlus. Annaðhvort nafnanna dugar.

10.  Let It Be.

***

Svör við síðustu aukaspurningunum (í bili!):

Efri myndin sýnir Montgomery Clift, Marilyn Monroe og Clark Gable, aðalleikara myndarinnar The Misfits. Það var síðasta mynd Monroe og Gable. Monroe hóf að vísu að leika í annarri mynd en lést áður en náðist að klára hana.

Mynd Leonardos heitir Síðasta kvöldmáltíðin.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorbergur Leifsson skrifaði
    Þessi var erfið 2+1
    0
  • KJÁ
    Karl Jóhann Ásmundsson skrifaði
    Alveg voðalegt að missa þennan fasta punkt úr tilverunni. Auðvitað þarf Illugi sumarfrí eins og annað fólk. Spurning um að fá inn einhvern góðan í sumarafleysingar.
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Enn ein fræðsluuppsprettan þornuð í bili. Við bíðum eftirvæntingafull.
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þetta náttúrulega gengur ekki. Hafi þú þökk fyrir þetta Illugi. Lesenda vegna og fjölmiðilsins vona ég að hléið verði ekki langt því ég veit að það eru fleiri en ég sem opna alltaf Stundina/Heimildina á hverjum degi bara vegna þessarar spurningaþrautar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár