Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá

Þeg­ar Lizette Ris­ga­ard var kjör­in fyrsti formað­ur danska al­þýðu­sam­bands­ins fyr­ir fjór­um ár­um þóttu það mik­il tíð­indi. Kona hafði ekki áð­ur gegnt svo háu embætti inn­an sam­taka launa­fólks. Nú hef­ur hún hrökklast úr for­manns­stóln­um.

Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá
Búið spil Lizette Risgaard tilkynnti afsögn sína í lok síðasta mánaðar. Mynd: AFP

Ekki er víst að Lizette Risgaard þekki orðatiltækið „skjótt skipast veður í lofti“ en það á sannarlega við um þær sviptingar sem urðu í lífi hennar síðustu helgina í apríl og enduðu með afsögn hennar sem formanns danska alþýðusambandsins sunnudagsmorguninn 30. apríl. 

Atburðarásin sem leiddi til afsagnar Lizette Risgaard hófst miðvikudaginn 26. apríl. Þann dag bárust henni þau tíðindi frá dagblöðunum Berlingske og Ekstra Bladet að fréttamenn þessara blaða hefðu undir höndum gögn þar sem greint væri frá ósæmilegri hegðan hennar. Og í gögnum blaðanna kom fram að ekki væri um að ræða eitt tiltekið atvik, þau væru mörg og hefðu átt sér stað um árabil. 

Bæði blöðin birtu svo daginn eftir, á fimmtudeginum 27. apríl, frásagnir sem óhætt er að segja að vakið hafi mikla athygli. Sem er skiljanlegt í ljósi þess að Lizette Risgaard var meðal valda- og áhrifamestu kvenna í dönsku atvinnulífi og þjóðþekkt. 

Löng saga innan verkalýðshreyfingarinnar

Lizette Risgaard er fædd 15. júlí 1960. Hún ólst upp hjá móður sinni sem vann stóran hluta starfsævinnar við hreingerningar. Fjölskyldan bjó lengst af á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, í lítilli íbúð með mjög litlu salernisherbergi, bak-ind-toilet (lýsandi fyrir stærðina) og sameiginlegu baðherbergi í kjallaranum.

Lizette fékk ung áhuga á félagsmálum og kjarabaráttu og eftir að hafa lokið námi sem aðstoðarmanneskja á skrifstofu starfaði hún um árabil hjá nokkrum samtökum launafólks. Árið 2000 varð hún varaformaður LO- Storkøbenhavn (samtök 17 fagfélaga á Kaupmannahafnarsvæðinu) og jafnframt formaður HK, sem var fagfélag skrifstofufólks. Árið 2007 var Lizette kjörin í landsstjórn LO, varð jafnframt varaformaður samtakanna. Í umfjöllun danskra fjölmiðla er fullyrt að körlunum í landsstjórninni hafi ekki meira en svo litist á að kona væri komin í þetta karlavígi. Þeir hefðu viljað fela henni ýmis smáverkefni en Lizette gerði þeim ljóst að hún væri ekki nein puntudúkka í stjórninni. Átta árum síðar settist hún í formannsstól samtakanna. Fyrsta konan sem gegndi því embætti í þessum karlaklúbbi, eins og danskir fjölmiðlar komust að orði, þegar þeir lýstu starfsferli Lizette

Formaður fjölmennustu samtaka launafólks í Danmörku

Árið 2018 ákváðu fjölmennustu samtök launafólks í Danmörku að sameinast. Sameiningin tók gildi 1. janúar 2019, aðild að samtökunum eiga nær 70 fagfélög, með vel á aðra milljón félagsmanna. Samtökin, sem eru hliðstæð ASÍ, fengu nafnið Fagbevægelsens Hovedorganisation, í daglegu tali kallað FH. Lizette Risgaard var kjörin formaður til fjögurra ára. Á þingi samtakanna 1. nóvember á síðasta ári var hún endurkjörin formaður til næstu fjögurra ára, til áramóta 2026–27.

Lizette giftist árið 1989 Per Risgaard. Þau eignuðust tvo syni. Per lést árið 2011, úr krabbameini. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Lizette frá því í blaðaviðtali að þau Per hefðu gert með sér samkomulag um að hann ynni að mestu leyti heima og sæi um heimilið.  Árið 2018 var gerð heimildamynd, Hjerter Dame, um formanns- og varaformannstíð Lizette Risgaard hjá LO. 

Afsökunarbeiðni á Facebook

Eins og áður var nefnt birtu dagblöðin Berlingske og Ekstra Bladet frásagnir sínar um Lizette Risgaard 27. apríl. Að kvöldi þess dags birti hún færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hún hafa orðið hugsi eftir að blöðin birtu frásagnir um hegðan hennar. Hún sé manneskja sem sé laus við formlegheit og hitti marga.

Hún segir jafnframt að hún geri sér ljóst að framkoma sú sem lýst sé í blöðunum sé ekki við hæfi, ekki síst í ljósi stöðu sinnar og þeim völdum sem henni fylgi. Hún biður líka alla þá sem finnst hún hafa misboðið sér með framkomu sinni afsökunar. „Það er sá sem brotið er á sem metur hvenær of langt er gengið.“

Frásagnirnar

Þegar dagblöðin tvö, Berlingske og Ekstra Bladet, birtu greinar sínar um Lizette Risgaard kom fram að þau höfðu unnið heimavinnuna. Frásagnirnar voru margar, allar frá karlmönnum, og allar á sama veg: innilegt klapp á bak og niður á rasskinnar, hendi stungið inn undir skyrtu á bringu, haldið þétt utan um þegar staðið var hlið við hlið í myndatöku. Mennirnir tóku allir fram að ekki hefði beinlínis verið um kynferðislega áreitni að ræða. Mennirnir, sem flestir eða allir voru áratugum yngri en Lizette, lýstu því hve óþægilegt þetta hefði verið en þeir hefðu ekki treyst sér til að tala mikið um það, ekki síst vegna þess að þeir gætu átt von á „refsiaðgerðum“, eins og einn þeirra komst að orði. Hann vísaði þar til þess að Lizette var ekki mikið fyrir gagnrýni og þeir sem mæltu henni í mót innan samtakanna voru iðulega látnir fjúka. 

Mille Mortensen, sálfræðingur og sérfræðingur um einelti og framkomu yfir- og undirmanna á vinnustöðum, sagði í viðtali við Berlingske að framkoma Lizette Risgaard hefði verið af kynferðislegum toga, svo væri það alltaf matsatriði hvenær áreitni væri komin yfir strikið, eins og hún komst að orði.   

Neyðarfundur og frí

Föstudagsmorguninn 28. apríl var haldinn fundur í framkvæmdastjórn FH. Framkvæmdastjórnin með sína 22 fulltrúa er æðsta valdastofnun FH. Á fundinum var eitt mál á dagskrá: Fréttir tveggja dagblaða um Lizette Risgaard og viðbrögð vegna þeirra. Á fundinum lýstu viðstaddir stuðningi við Lizette Risgaard og jafnframt var ákveðið að láta fara fram lögfræðirannsókn vegna málsins. Niðurstöður hennar eiga að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Framkvæmdastjórnin hélt annan fund sl. þriðjudag 2. maí, þar var ákveðið að boðað skyldi til auka aðalfundar eftir sumarleyfi og þar verði kosinn nýr formaður. Danskir fjölmiðlar segja að þar megi búast við valdabaráttu.

Blekið á fundargerðinni var vart þornað þegar dönsku fjölmiðlarnir greindu frá því að til þeirra streymdu frásagnir sem allar voru í sama anda og þær sem áður hafði verið greint frá. Á laugardeginum tilkynnti Lizette Risgaard að hún hefði ákveðið að taka sér frí, á meðan áðurnefnd lögfræðirannsókn færi fram. Hún sagði í tilkynningunni að fríið hæfist strax og hún myndi því ekki taka þátt í samkomum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí en löng hefð er fyrir því að forystumenn stærstu samtaka launafólks tali á samkomum þennan dag. 

Bylgja vantraustsyfirlýsinga

Á laugardeginum 29. apríl streymdu inn yfirlýsingar frá stjórnum aðildarfélaga FH þar sem lýst var yfir að áframhaldandi stuðningur við formennsku Lizette Risgaard væri ekki til staðar. Staðan var orðin mjög þröng, eins og stundum er komist að orði, og ljóst var að barátta Lizette Risgaard fyrir áframhaldandi formennsku væri nánast töpuð og aðeins tímaspursmál hvenær afsögnin yrði tilkynnt. 

Afsögn

Snemma á sunnudagsmorgni, 30. apríl, nánar tiltekið kl. 7.59, birti Lizette Risgaard langa færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hún tilkynnti afsögn sína. Í færslunni nefndi hún að ýmislegt í þessu máli sé ekki komið fram í dagsljósið og tiltók sérstaklega hugsanlegar pólitískar ástæður, það sé eitthvað sem fjölmiðlar ættu að skoða.

Lizette rifjaði jafnframt upp það sem hefði áunnist í formannstíð hennar. Þar ber hæst sameininguna sem leiddi til stofnunar FH, danska alþýðusambandsins.

Ljóst að margir vissu    

Undanfarna daga hefur komið í ljós að mörgum var kunnugt um að framkoma og hegðan Lizette Risgaard á undanförnum árum hefði oft orkað tvímælis. Sumir nánir samstarfsmenn hennar höfðu bent henni á að fara sér hægar í gleðinni (drekka færri glös) á samkomum sem tengdust starfinu. Margir úr forystusveitum aðildarfélaga FH sem fjölmiðlar hafa rætt við harma það sem gerst hefur og segja að atburðir síðustu daga varpi skugga á allt það starf sem Lizette Risgaard hefði unnið á mörgum undanförnum árum.

Þess má í lokin geta að Morten Skov Christiansen, varaformaður FH, hefur tímabundið tekið við formennskunni í samtökunum.  

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár