Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1130. spurningaþraut: Hér er spurt um Egiftaland

1130. spurningaþraut: Hér er spurt um Egiftaland

Þemaþraut dagsins er um Egifta og Egiftaland.

Fyrri aukaspurning — hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét síðasti þjóðhöfðingi Egiftalands áður en Rómverjar tóku þar völd laust fyrir upphaf tímatals okkar?

2.  Hvað heitir borgin sunnarlega í Egiftalandi þar sem er að finna gríðarlega stíflu í ánni Níl?

3.  Hvað er hið egifska híeróglýfur?

4.  Hvað heitir höfuðborg Egiftalands?

5.  Hverjir eru hinir egifsku koptar?

6.  Hversu margir eru Egiftar — nokkurn veginn? Eru þeir 24 milljónir — 64 milljónir — 104 milljónir — eða 144 milljónir?

7.  Hann lét reisa sér grafhýsi sem talið var eitt af hinum sjö undrum fornaldar og hið eina sem enn stendur. Hvað hét hann?

8.  Hann varð forseti Egiftalands kornungur 1954 og lést í embætti aðeins 52 ára árið 1970. Hann var umdeildur og leiddi þjóð sína út í stríð við Ísrael 1967 sem tapaðist eftir aðeins sex daga. Hvað hét hann?

9.  Eftirmaður þessa forseta fékk aftur á móti friðarverðlaun Nóbels fyrir hlut sinn af samningum við Ísrael, en var vegna þess myrtur 1981. Hvað hét hann?

10.  Einn Egifti hefur fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hver er sá?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar, svör:

1.  Kleópatra.

2.  Aswan.

3.  Fornegifska myndletrið.

4.  Kaíró.

5.  Kristinn söfnuður Egifta.

6.  104 milljónir.

7.  Khufu eða Keóps.

8.  Nasser.

9.  Sadat.

10.  Mahfouz.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nefertítí drottning.

Á neðri myndinni er Mo Salah fótboltakarl.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár