Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1130. spurningaþraut: Hér er spurt um Egiftaland

1130. spurningaþraut: Hér er spurt um Egiftaland

Þemaþraut dagsins er um Egifta og Egiftaland.

Fyrri aukaspurning — hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét síðasti þjóðhöfðingi Egiftalands áður en Rómverjar tóku þar völd laust fyrir upphaf tímatals okkar?

2.  Hvað heitir borgin sunnarlega í Egiftalandi þar sem er að finna gríðarlega stíflu í ánni Níl?

3.  Hvað er hið egifska híeróglýfur?

4.  Hvað heitir höfuðborg Egiftalands?

5.  Hverjir eru hinir egifsku koptar?

6.  Hversu margir eru Egiftar — nokkurn veginn? Eru þeir 24 milljónir — 64 milljónir — 104 milljónir — eða 144 milljónir?

7.  Hann lét reisa sér grafhýsi sem talið var eitt af hinum sjö undrum fornaldar og hið eina sem enn stendur. Hvað hét hann?

8.  Hann varð forseti Egiftalands kornungur 1954 og lést í embætti aðeins 52 ára árið 1970. Hann var umdeildur og leiddi þjóð sína út í stríð við Ísrael 1967 sem tapaðist eftir aðeins sex daga. Hvað hét hann?

9.  Eftirmaður þessa forseta fékk aftur á móti friðarverðlaun Nóbels fyrir hlut sinn af samningum við Ísrael, en var vegna þess myrtur 1981. Hvað hét hann?

10.  Einn Egifti hefur fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hver er sá?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar, svör:

1.  Kleópatra.

2.  Aswan.

3.  Fornegifska myndletrið.

4.  Kaíró.

5.  Kristinn söfnuður Egifta.

6.  104 milljónir.

7.  Khufu eða Keóps.

8.  Nasser.

9.  Sadat.

10.  Mahfouz.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nefertítí drottning.

Á neðri myndinni er Mo Salah fótboltakarl.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár