Þemaþraut dagsins er um Egifta og Egiftaland.
Fyrri aukaspurning — hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét síðasti þjóðhöfðingi Egiftalands áður en Rómverjar tóku þar völd laust fyrir upphaf tímatals okkar?
2. Hvað heitir borgin sunnarlega í Egiftalandi þar sem er að finna gríðarlega stíflu í ánni Níl?
3. Hvað er hið egifska híeróglýfur?
4. Hvað heitir höfuðborg Egiftalands?
5. Hverjir eru hinir egifsku koptar?
6. Hversu margir eru Egiftar — nokkurn veginn? Eru þeir 24 milljónir — 64 milljónir — 104 milljónir — eða 144 milljónir?
7. Hann lét reisa sér grafhýsi sem talið var eitt af hinum sjö undrum fornaldar og hið eina sem enn stendur. Hvað hét hann?
8. Hann varð forseti Egiftalands kornungur 1954 og lést í embætti aðeins 52 ára árið 1970. Hann var umdeildur og leiddi þjóð sína út í stríð við Ísrael 1967 sem tapaðist eftir aðeins sex daga. Hvað hét hann?
9. Eftirmaður þessa forseta fékk aftur á móti friðarverðlaun Nóbels fyrir hlut sinn af samningum við Ísrael, en var vegna þess myrtur 1981. Hvað hét hann?
10. Einn Egifti hefur fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hver er sá?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Aðalspurningar, svör:
1. Kleópatra.
2. Aswan.
3. Fornegifska myndletrið.
4. Kaíró.
5. Kristinn söfnuður Egifta.
6. 104 milljónir.
7. Khufu eða Keóps.
8. Nasser.
9. Sadat.
10. Mahfouz.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Nefertítí drottning.
Á neðri myndinni er Mo Salah fótboltakarl.
Athugasemdir