Fyrri aukaspurning:
Hvern eða hverja má sjá halda á kettlingi á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver skrifaði skáldsöguna um Dr. Jekyll og Mr. Hyde?
2. Hvenær er yfirleitt sagt að síðari heimsstyrjöldin hafi hafist? Hér þarf dagsetningu og ártal.
3. Djúpivogur er í mynni hvaða fjarðar?
4. Hver gaf út plötuna Renaissance í fyrra?
5. Fet, stökk, tölt, brokk og ... hvaða gangtegund íslenska hestsins vantar hér?
6. Hungursneyð braust út á Írlandi á 19. öld þegar uppskera á ... hverju ... brást?
7. Hver fór með hlutverk John Rambo í nokkrum kvikmyndum 1982-2019?
8. Hvað nefndist grín tvíeyki Davíðs Þórs Jónssonar og Steins Ármanns?
9. Í hvaða borg er Hyde Park?
10. Í hvaða landi er fondue-ostarétturinn upprunninn? Er það í Belgíu — Frakklandi — Sviss — Þýskalandi?
***
Seinni aukaspurning:
Fáni hvaða Asíuríkis er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Stevenson.
2. 1. september 1939.
3. Berufjarðar.
4. Beyonce.
5. Skeið.
6. Kartöflum.
7. Stallone.
8. Radíus bræður.
9. London.
10. Sviss.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Snabbi.
Á neðri myndinni er fáni Taílands.
Athugasemdir