Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með

Sveinn H. Guð­mars­son, fjöl­miðla­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, mun í lok sum­ars flytj­ast til Úg­anda til starfa í sendi­ráði Ís­lands í Kampala. Hann vænt­ir þess að flutn­ing­arn­ir, sem hugs­að­ir eru til nokk­urra ára, verði tals­verð við­brigði fyr­ir fjöl­skyld­una og sér í lagi börn­in tvö, en von­andi góð reynsla sem þau búi að ævi­langt.

Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með

Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, lætur brátt af því starfi og mun í lok sumars flytjast ásamt fjölskyldu sinni til Úganda og taka við verkefnastjórastöðu á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu í sendiráði Íslands þar í landi.

„Þetta er bara hluti af þessum hefðbundnu flutningum innan utanríkisráðuneytisins. Ég er búinn að vera í mínu starfi í rúm fimm ár, fyrst sem fjölmiðlafulltrúi og svo einnig sem deildarstjóri upplýsingadeildar undanfarin tvö og hálft ár, og mér fannst kominn tími til að breyta til og leita nýrra áskorana,“ segir Sveinn í samtali við Heimildina um tilfærsluna í starfi.

Fjölskylda Sveins flyst með honum frá Seltjarnarnesi til Úganda. „Við erum öll að fara. Við erum hjón með tvö börn sem eru undir tíu ára aldri og fyrir þau verða þetta talsverð viðbrigði en vonandi líka mjög lærdómsríkt og spennandi og reynsla sem þau munu búa að alla ævi. Við munum búa í höfuðborginni Kampala og ég held að það muni fara mjög vel um okkur, ég kvíði því ekki,“ segir Sveinn, sem segir komandi breytingar verulegar, en mjög spennandi.

„Ég tek við verkefnastjórastöðu í sendiráðinu okkar í Úganda á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu,“ segir Sveinn en Úganda er eitt af þremur  samstarfsríkjum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hin tvö eru Malaví og Síerra Leóne. Ísland á í samstarfi við héraðsyfirvöld í þessum ríkjum og segir Sveinn mikið verk hafa verið unnið í tengslum við uppbyggingu innviða á borð við skóla, heilsugæslustöðva, fráveitu og vatnsveitu, svo eitthvað sé nefnt.

Sveinn segir að flutningar af þessu tagi innan utanríkisþjónustunnar séu oftast til nokkurra ára í senn og að reikna megi með að fjölskyldan verði í Kampala í um þrjú ár, það sé hefðbundin lengd. Hann segir að flutningurinn til Úganda hefði að sjálfsögðu aldrei komið til greina nema fjölskyldan stæði þétt að baki honum í þessu. 

Þó að það að fara til Afríku hafi ekki verið augljósasti kosturinn þá bara hlökkum við til

„Við tókum samtalið í þessu ferli og þetta fylgir því að starfa í utanríkisþjónustunni, að flutningar á sendiskrifstofur erlendis geta komið til greina, þannig að þetta er möguleiki sem við höfðum búið okkur undir og gert ráð fyrir. Þó að það að fara til Afríku hafi ekki verið augljósasti kosturinn þá bara hlökkum við til,“ segir Sveinn.

Hann segist hafa komið einu sinni til Úganda og að sú ferð hafi í raun verið hans fyrstu kynni af utanríkisþjónustu Íslands. „Þá var ég fréttamaður á Stöð 2 og fór í ferð sem Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, fór í til Úganda að kynna sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands á þeim tíma. Það er athyglisvert að öllum þessum árum seinna skuli ég sjálfur vera á leiðinni þangað aftur, ekki sem fréttamaður heldur að fara að flytja þangað. Ég hafði ekki séð þann snúning fyrir mér þegar ég fór þarna árið 2007,“ segir Sveinn.

Hann hefur áður starfað erlendis, en árið 2010 starfaði Sveinn í tæpt ár sem upplýsingafulltrúi UNICEF í Jemen. „Það var náttúrlega áður en stríðið braust út í Jemen, sem vonandi sér fyrir endann á. En ástandið var slæmt í landinu þá líka. Það hefur verið mjög dapurlegt og auðvitað átakanlegt að fylgjast með því hörmulega stríði, þar sem voldug ríki í þessum heimshluta hafa barist sín á milli og notað Jemen sem vígvöll,“ segir Sveinn, sem hins vegar vonast til þess að það horfi til betri vegar í samskiptum Írans og Sádi-Arabíu eins og teikn eru á lofti um.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
4
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár