Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur sent Neyt­enda­stofu fyr­ir­spurn um það hvernig nú­ver­andi lög og regl­ur hér á landi ná ut­an um neyt­enda­vernd en hann grun­ar að úr­ræði skorti. „Hver hef­ur ekki lent í vand­ræð­um við að segja upp þjón­ustu eða jafn­vel skráð sig í þjón­ustu fyr­ir mis­tök sem erfitt er að segja upp?“

Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu
Oft erfitt fyrir þá sem skrá sig óvart í prufuáskrift Jóhann Friðrik segir að ýmis dæmi séu til þar sem seljendur þjónustu hanni og markaðssetji ókeypis prufuáskriftir og endurteknar áskriftir en reynist svo stundum erfiðar þegar komi að upplýsingagjöf til þeirra sem lenda í því að skrá sig óviljandi. Mynd: Bára Huld Beck

Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins fjallaði um neytendavernd undir liðnum störf þingsins á Alþingi í vikunni. 

Hann benti á að bandaríska neytendastofnunin hefði lagt fram svokallað „smelltu til að segja upp“-ákvæði sem krefst þess að seljendum sé gert það jafn auðvelt að koma upplýsingum til leiðar til neytenda og neytendum að neyta þjónustu eða skrá sig úr henni. 

„Hver hefur ekki lent í vandræðum við að segja upp þjónustu eða jafnvel skráð sig í þjónustu fyrir mistök sem erfitt er að segja upp?“ spurði þingmaðurinn. 

Fólk fast í endurteknum greiðslum

Jóhann Friðrik sagði að ýmis dæmi væru til þar sem seljendur þjónustu hönnuðu og markaðssettu oft ókeypis prufuáskriftir og endurteknar áskriftir en reyndust svo stundum erfiðar þegar kæmi að upplýsingagjöf til þeirra sem lenda í því að skrá sig óviljandi. 

„Í einhverjum tilvikum gefa seljendur takmarkaðar upplýsingar um aukagjöld og því miður fær fólk stundum reikninga eða rukkanir á greiðslukort sín sem neytendur hafa ekki samþykkt eða kannast illa við. Seljendur gera það oft verulega torvelt eða jafnvel ómögulegt að hætta við kaup á þjónustu, sér í lagi á internetinu.“

Hann sagði jafnframt að rannsóknir vestan hafs hefðu leitt í ljós að vinnubrögð sem þessi hefðu skaðað neytendur í áratugi. Þar í landi hefði fólk verið fast í endurteknum greiðslum fyrir hluti sem það vildi aldrei eða vildi ekki halda áfram að fá og lög og reglur hefðu náð illa utan um. 

„Ég hef sent Neytendastofu fyrirspurn um það hvernig núverandi lög og reglur hér á landi ná utan um vandamálið en mig grunar að okkur skorti úrræði. Það þarf ekkert að velkjast í vafa um mikilvægi þess að banna rangfærslur, að gefa fólki mikilvægar upplýsingar á skýran hátt, ganga úr skugga um að fólk viti hvað það er að samþykkja og leyfa fólki að hætta við á einfaldan og auðveldan hátt,“ sagði hann og tók dæmi: „Ef aðili er með hnapp á sinni sölusíðu sem skráður er „skráðu þig í þjónustu“ á að vera hnappur á sömu síðu sem merktur er til að skrá sig úr þeirri sömu þjónustu.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár