Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kafað í söguna

Í þátt­un­um In Our Time kaf­ar Mel­vyn Bragg í sögu­leg mál­efni og fyr­ir­brigði á 45 mín­út­um, ásamt þrem­ur sér­fræð­ing­um í því mál­efni sem er til um­ræðu.

Kafað í söguna

Breski fjölmiðlamaðurinn Melvyn Bragg hefur allt frá árinu 1998 stýrt útvarpsþættinum In Our Time, sem varpað er út á BBC Radio 4. Þátturinn hefur verið einn vinsælasti þáttur stöðvarinnar allt frá þeim tíma, en í hverjum þætti kafar Bragg ofan í tiltekið sögulegt málefni ásamt þremur sérfróðum gestum, fræðimönnum á því sviði sem rætt er um.

Melvyn Bragg

Þættirnir, sem koma út vikulega, nálgast það brátt að verða þúsund talsins og eru allir aðgengilegir á vefsíðu BBC, auk þess sem finna má alla þætti sem hafa komið út frá árinu 2015 á hlaðvarpsveitum.

Efnistök Bragg og gesta eru margvísleg og óhætt að segja að flestir sem hafa áhuga á því að fræðast um heiminn og söguna ættu að geta haft gagn og gaman af þáttunum, sem eru um 45 mínútna langir.

Á undanförnum mánuðum hefur Bragg fengið til sín gesti til þess að ræða jafn ólíka hluti og írsku byltinguna árið 1798, jötunsteina sem menn komu fyrir hér og þar á Bretlandseyjum til forna, kvikmyndina Citizen Kane, kenningar John Rawls um réttlæti og „Fnykinn mikla“ sem stafaði af skólprennsli í Thames-ána og gerði lífið í bresku höfuðborginni nær óbærilegt sumarið 1858.

Þáttastjórnandinn Bragg er fæddur árið 1939, hóf störf á BBC árið 1961 og hefur starfað við fjölmiðla með hléum allar götur síðan. Hann hefur verið fulltrúi Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins frá því að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, skipaði hann þangað inn fyrir lífstíð árið 2002.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár