Kafað í söguna

Í þátt­un­um In Our Time kaf­ar Mel­vyn Bragg í sögu­leg mál­efni og fyr­ir­brigði á 45 mín­út­um, ásamt þrem­ur sér­fræð­ing­um í því mál­efni sem er til um­ræðu.

Kafað í söguna

Breski fjölmiðlamaðurinn Melvyn Bragg hefur allt frá árinu 1998 stýrt útvarpsþættinum In Our Time, sem varpað er út á BBC Radio 4. Þátturinn hefur verið einn vinsælasti þáttur stöðvarinnar allt frá þeim tíma, en í hverjum þætti kafar Bragg ofan í tiltekið sögulegt málefni ásamt þremur sérfróðum gestum, fræðimönnum á því sviði sem rætt er um.

Melvyn Bragg

Þættirnir, sem koma út vikulega, nálgast það brátt að verða þúsund talsins og eru allir aðgengilegir á vefsíðu BBC, auk þess sem finna má alla þætti sem hafa komið út frá árinu 2015 á hlaðvarpsveitum.

Efnistök Bragg og gesta eru margvísleg og óhætt að segja að flestir sem hafa áhuga á því að fræðast um heiminn og söguna ættu að geta haft gagn og gaman af þáttunum, sem eru um 45 mínútna langir.

Á undanförnum mánuðum hefur Bragg fengið til sín gesti til þess að ræða jafn ólíka hluti og írsku byltinguna árið 1798, jötunsteina sem menn komu fyrir hér og þar á Bretlandseyjum til forna, kvikmyndina Citizen Kane, kenningar John Rawls um réttlæti og „Fnykinn mikla“ sem stafaði af skólprennsli í Thames-ána og gerði lífið í bresku höfuðborginni nær óbærilegt sumarið 1858.

Þáttastjórnandinn Bragg er fæddur árið 1939, hóf störf á BBC árið 1961 og hefur starfað við fjölmiðla með hléum allar götur síðan. Hann hefur verið fulltrúi Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins frá því að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, skipaði hann þangað inn fyrir lífstíð árið 2002.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
5
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár