Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Ertu að leita að ein­hverju til að lesa eða glápa? Svar­ið gæti leynst hér.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Vanþakkláti flóttamaðurinn

Áttu nokkuð frænda sem segir aðeins of oft „Helvítis útlendingar“ og úthúðar hælisleitendum? Ef þú telur samt að honum sé viðbjargandi, lestu þá með honum bókina Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri og sjáðu hvort hann læri ekki eitthvað. Bónusinn er svo að bókin er frábærlega skrifuð og oft ótrúlega fyndin, þótt umfjöllunarefninu fylgi auðvitað reglulega harmur.

Boy From Heaven

 „Hvað ef ég skrifa krimma – en læt hann gerast í munkaklaustri á þrettándu öld og fylli textann af bókmenntavísunum?“ Eitthvað þessu líkt hugsaði Umberto Eco áður en hann skrifaði Nafn rósarinnar.

Löngu seinna hugsaði svo sænsk-egypski leikstjórinn Tarik Saleh: „Hvað ef ég endurgeri Nafn rósarinnar óformlega – en læt söguna gerast í einum virtasta skóla heims fyrir íslömsk fræði?“ Niðurstaðan varð þessi fíni egypski þriller sem nú er sýndur í Bíó Paradís.

Aftersun

Pedro Pascal og ung stúlka, ein í heiminum að flýja vafasamar skepnur. Mér skilst að það sé plottið í The Last of Us, sem er auðvitað á gláplistanum, en það er líka plottið í Aftersun, en þar eru vafasömu skepnurnar ekki zombíar heldur ósýnilegir draugar fortíðar og þau eru stödd í handanheimi tyrknesks strandbæjar. Og þótt Pascal sé prýðilegur er það hin kornunga Frankie Corio sem stelur senunni með einum besta leik barnaleikara í áraraðir.

Tár

Veistu ekkert hvernig þú átt að takast á við slaufunarmenningu samtímans? Sjáðu þá Tár og hugsaðu málið í kjölfarið – og þá áttarðu þig á að þetta er enn flóknara en þig grunaði, og þú ert alveg jafn týnd/ur – en veist samt að þessi mynd gæti verið að hefja eitthvert mikilvægt samtal sem við þurfum að halda áfram með.

Oscar & Lucinda

Svo er auðvitað Cate Blanchett nánast alltaf frábær – og sjaldan betri en í Tár. En mögulega þó jafngóð, aldarfjórðung yngri, í þessu litla og alltof gleymda meistarastykki, þar sem hún leikur Lucindu og Ralph Fiennes leikur Oscar, í þessari undurfallegu mynd um ástina og sökkvandi kirkjur. Já, bókstaflega sökkvandi kirkjur.

Klefi nr. 6

Nú þegar Rússland nútímans riðar til falls er rétt að rifja upp annaðhvort fyrstu ár Rússlands eftir Sovéttímann, eða síðustu ár hinna deyjandi Sovétríkja.

Klefi nr. 6 gerir bæði – bókin gerist á níunda áratugnum og myndin á þeim tíunda, en bæði verk eru meistaralega ofinn þráður um stærsta land í heimi og tvær manneskjur sem fléttast inn í þau örlög í langri og hægfara lest.

Arne Anka

En ertu kannski bara búinn að fá nóg af þessu og langar á barinn, en samt eiginlega ekki, út af því það eru bara hálfvitar þar líka?

Þá er best að grípa í eina góða Arne Anka bók, en Arne þessi er Andrés Önd Svíþjóðar – nema að hann er ljóðelsk fyllibytta af bestu gerð, þarf að glíma við heimsharminn á barnum fyrir okkur öll. Já, stundum er mikið lagt á eina önd.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu