Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Ertu að leita að ein­hverju til að lesa eða glápa? Svar­ið gæti leynst hér.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Vanþakkláti flóttamaðurinn

Áttu nokkuð frænda sem segir aðeins of oft „Helvítis útlendingar“ og úthúðar hælisleitendum? Ef þú telur samt að honum sé viðbjargandi, lestu þá með honum bókina Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri og sjáðu hvort hann læri ekki eitthvað. Bónusinn er svo að bókin er frábærlega skrifuð og oft ótrúlega fyndin, þótt umfjöllunarefninu fylgi auðvitað reglulega harmur.

Boy From Heaven

 „Hvað ef ég skrifa krimma – en læt hann gerast í munkaklaustri á þrettándu öld og fylli textann af bókmenntavísunum?“ Eitthvað þessu líkt hugsaði Umberto Eco áður en hann skrifaði Nafn rósarinnar.

Löngu seinna hugsaði svo sænsk-egypski leikstjórinn Tarik Saleh: „Hvað ef ég endurgeri Nafn rósarinnar óformlega – en læt söguna gerast í einum virtasta skóla heims fyrir íslömsk fræði?“ Niðurstaðan varð þessi fíni egypski þriller sem nú er sýndur í Bíó Paradís.

Aftersun

Pedro Pascal og ung stúlka, ein í heiminum að flýja vafasamar skepnur. Mér skilst að það sé plottið í The Last of Us, sem er auðvitað á gláplistanum, en það er líka plottið í Aftersun, en þar eru vafasömu skepnurnar ekki zombíar heldur ósýnilegir draugar fortíðar og þau eru stödd í handanheimi tyrknesks strandbæjar. Og þótt Pascal sé prýðilegur er það hin kornunga Frankie Corio sem stelur senunni með einum besta leik barnaleikara í áraraðir.

Tár

Veistu ekkert hvernig þú átt að takast á við slaufunarmenningu samtímans? Sjáðu þá Tár og hugsaðu málið í kjölfarið – og þá áttarðu þig á að þetta er enn flóknara en þig grunaði, og þú ert alveg jafn týnd/ur – en veist samt að þessi mynd gæti verið að hefja eitthvert mikilvægt samtal sem við þurfum að halda áfram með.

Oscar & Lucinda

Svo er auðvitað Cate Blanchett nánast alltaf frábær – og sjaldan betri en í Tár. En mögulega þó jafngóð, aldarfjórðung yngri, í þessu litla og alltof gleymda meistarastykki, þar sem hún leikur Lucindu og Ralph Fiennes leikur Oscar, í þessari undurfallegu mynd um ástina og sökkvandi kirkjur. Já, bókstaflega sökkvandi kirkjur.

Klefi nr. 6

Nú þegar Rússland nútímans riðar til falls er rétt að rifja upp annaðhvort fyrstu ár Rússlands eftir Sovéttímann, eða síðustu ár hinna deyjandi Sovétríkja.

Klefi nr. 6 gerir bæði – bókin gerist á níunda áratugnum og myndin á þeim tíunda, en bæði verk eru meistaralega ofinn þráður um stærsta land í heimi og tvær manneskjur sem fléttast inn í þau örlög í langri og hægfara lest.

Arne Anka

En ertu kannski bara búinn að fá nóg af þessu og langar á barinn, en samt eiginlega ekki, út af því það eru bara hálfvitar þar líka?

Þá er best að grípa í eina góða Arne Anka bók, en Arne þessi er Andrés Önd Svíþjóðar – nema að hann er ljóðelsk fyllibytta af bestu gerð, þarf að glíma við heimsharminn á barnum fyrir okkur öll. Já, stundum er mikið lagt á eina önd.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár