Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Ertu að leita að ein­hverju til að lesa eða glápa? Svar­ið gæti leynst hér.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Vanþakkláti flóttamaðurinn

Áttu nokkuð frænda sem segir aðeins of oft „Helvítis útlendingar“ og úthúðar hælisleitendum? Ef þú telur samt að honum sé viðbjargandi, lestu þá með honum bókina Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri og sjáðu hvort hann læri ekki eitthvað. Bónusinn er svo að bókin er frábærlega skrifuð og oft ótrúlega fyndin, þótt umfjöllunarefninu fylgi auðvitað reglulega harmur.

Boy From Heaven

 „Hvað ef ég skrifa krimma – en læt hann gerast í munkaklaustri á þrettándu öld og fylli textann af bókmenntavísunum?“ Eitthvað þessu líkt hugsaði Umberto Eco áður en hann skrifaði Nafn rósarinnar.

Löngu seinna hugsaði svo sænsk-egypski leikstjórinn Tarik Saleh: „Hvað ef ég endurgeri Nafn rósarinnar óformlega – en læt söguna gerast í einum virtasta skóla heims fyrir íslömsk fræði?“ Niðurstaðan varð þessi fíni egypski þriller sem nú er sýndur í Bíó Paradís.

Aftersun

Pedro Pascal og ung stúlka, ein í heiminum að flýja vafasamar skepnur. Mér skilst að það sé plottið í The Last of Us, sem er auðvitað á gláplistanum, en það er líka plottið í Aftersun, en þar eru vafasömu skepnurnar ekki zombíar heldur ósýnilegir draugar fortíðar og þau eru stödd í handanheimi tyrknesks strandbæjar. Og þótt Pascal sé prýðilegur er það hin kornunga Frankie Corio sem stelur senunni með einum besta leik barnaleikara í áraraðir.

Tár

Veistu ekkert hvernig þú átt að takast á við slaufunarmenningu samtímans? Sjáðu þá Tár og hugsaðu málið í kjölfarið – og þá áttarðu þig á að þetta er enn flóknara en þig grunaði, og þú ert alveg jafn týnd/ur – en veist samt að þessi mynd gæti verið að hefja eitthvert mikilvægt samtal sem við þurfum að halda áfram með.

Oscar & Lucinda

Svo er auðvitað Cate Blanchett nánast alltaf frábær – og sjaldan betri en í Tár. En mögulega þó jafngóð, aldarfjórðung yngri, í þessu litla og alltof gleymda meistarastykki, þar sem hún leikur Lucindu og Ralph Fiennes leikur Oscar, í þessari undurfallegu mynd um ástina og sökkvandi kirkjur. Já, bókstaflega sökkvandi kirkjur.

Klefi nr. 6

Nú þegar Rússland nútímans riðar til falls er rétt að rifja upp annaðhvort fyrstu ár Rússlands eftir Sovéttímann, eða síðustu ár hinna deyjandi Sovétríkja.

Klefi nr. 6 gerir bæði – bókin gerist á níunda áratugnum og myndin á þeim tíunda, en bæði verk eru meistaralega ofinn þráður um stærsta land í heimi og tvær manneskjur sem fléttast inn í þau örlög í langri og hægfara lest.

Arne Anka

En ertu kannski bara búinn að fá nóg af þessu og langar á barinn, en samt eiginlega ekki, út af því það eru bara hálfvitar þar líka?

Þá er best að grípa í eina góða Arne Anka bók, en Arne þessi er Andrés Önd Svíþjóðar – nema að hann er ljóðelsk fyllibytta af bestu gerð, þarf að glíma við heimsharminn á barnum fyrir okkur öll. Já, stundum er mikið lagt á eina önd.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár