Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Ertu að leita að ein­hverju til að lesa eða glápa? Svar­ið gæti leynst hér.

Egypskur þriller, ósýnilegir draugar fortíðar og ljóðelsk fyllibytta

Vanþakkláti flóttamaðurinn

Áttu nokkuð frænda sem segir aðeins of oft „Helvítis útlendingar“ og úthúðar hælisleitendum? Ef þú telur samt að honum sé viðbjargandi, lestu þá með honum bókina Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri og sjáðu hvort hann læri ekki eitthvað. Bónusinn er svo að bókin er frábærlega skrifuð og oft ótrúlega fyndin, þótt umfjöllunarefninu fylgi auðvitað reglulega harmur.

Boy From Heaven

 „Hvað ef ég skrifa krimma – en læt hann gerast í munkaklaustri á þrettándu öld og fylli textann af bókmenntavísunum?“ Eitthvað þessu líkt hugsaði Umberto Eco áður en hann skrifaði Nafn rósarinnar.

Löngu seinna hugsaði svo sænsk-egypski leikstjórinn Tarik Saleh: „Hvað ef ég endurgeri Nafn rósarinnar óformlega – en læt söguna gerast í einum virtasta skóla heims fyrir íslömsk fræði?“ Niðurstaðan varð þessi fíni egypski þriller sem nú er sýndur í Bíó Paradís.

Aftersun

Pedro Pascal og ung stúlka, ein í heiminum að flýja vafasamar skepnur. Mér skilst að það sé plottið í The Last of Us, sem er auðvitað á gláplistanum, en það er líka plottið í Aftersun, en þar eru vafasömu skepnurnar ekki zombíar heldur ósýnilegir draugar fortíðar og þau eru stödd í handanheimi tyrknesks strandbæjar. Og þótt Pascal sé prýðilegur er það hin kornunga Frankie Corio sem stelur senunni með einum besta leik barnaleikara í áraraðir.

Tár

Veistu ekkert hvernig þú átt að takast á við slaufunarmenningu samtímans? Sjáðu þá Tár og hugsaðu málið í kjölfarið – og þá áttarðu þig á að þetta er enn flóknara en þig grunaði, og þú ert alveg jafn týnd/ur – en veist samt að þessi mynd gæti verið að hefja eitthvert mikilvægt samtal sem við þurfum að halda áfram með.

Oscar & Lucinda

Svo er auðvitað Cate Blanchett nánast alltaf frábær – og sjaldan betri en í Tár. En mögulega þó jafngóð, aldarfjórðung yngri, í þessu litla og alltof gleymda meistarastykki, þar sem hún leikur Lucindu og Ralph Fiennes leikur Oscar, í þessari undurfallegu mynd um ástina og sökkvandi kirkjur. Já, bókstaflega sökkvandi kirkjur.

Klefi nr. 6

Nú þegar Rússland nútímans riðar til falls er rétt að rifja upp annaðhvort fyrstu ár Rússlands eftir Sovéttímann, eða síðustu ár hinna deyjandi Sovétríkja.

Klefi nr. 6 gerir bæði – bókin gerist á níunda áratugnum og myndin á þeim tíunda, en bæði verk eru meistaralega ofinn þráður um stærsta land í heimi og tvær manneskjur sem fléttast inn í þau örlög í langri og hægfara lest.

Arne Anka

En ertu kannski bara búinn að fá nóg af þessu og langar á barinn, en samt eiginlega ekki, út af því það eru bara hálfvitar þar líka?

Þá er best að grípa í eina góða Arne Anka bók, en Arne þessi er Andrés Önd Svíþjóðar – nema að hann er ljóðelsk fyllibytta af bestu gerð, þarf að glíma við heimsharminn á barnum fyrir okkur öll. Já, stundum er mikið lagt á eina önd.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár