Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hiksti í hlutdeildarlánum

Ein­ung­is eitt hlut­deild­ar­lán hef­ur ver­ið veitt það sem af er þessu ári á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nýt­ing lán­anna hef­ur ver­ið langt und­ir áætl­un­um stjórn­valda, sem hafa þá stefnu að veita 480 fyrstu kaup­end­um lán af þessu tagi á hverju ári.

Hiksti í hlutdeildarlánum
Húsnæðismál Fá hlutdeildarlán hafa verið veitt það sem af er ári, en stjórnvöld gerðu ráð fyrir því að úrræðið myndi nýtast yfir 400 fyrstu kaupendum á hverju ári. Í heildina hafa 473 fengið hlutdeildarlán frá því að byrjað var að veita þau undir lok árs 2020. Mynd: Bára Huld Beck

Einungis tuttugu hlutdeildarlán hafa verið veitt það sem af er ári, samkvæmt skriflegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni þingmanni Miðflokksins. Þar af hefur einungis eitt lán verið veitt á höfuðborgarsvæðinu, í póstnúmeri 113 í Reykjavík.

HlutdeildarlánÁsmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra kom hlutdeildarlánunum í gegn árið 2020. Nú heyrir málaflokkurinn undir innviðaráðuneytið.

Hlutdeildarlánin komu fyrst til framkvæmda undir lok árs 2020 í kjölfar þess að Ásmundur Einar Daðason, þá félagsmálaráðherra, hafði komið í gegn löggjöf sem heimilaði ríkissjóði að gefa út lán til tekjulágra einstaklinga sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða höfðu ekki átt íbúð síðastliðin fimm ár. 

Hugmyndin með lánunum er að ríkið gerist meðfjárfestir í fasteignakaupunum, en lánin eru vaxtalaus og getur numið allt að 30 prósentum af kaupverði.

Nokkur kraftur var í þessum lánveitingum árið 2021, en það ár voru alls 297 hlutdeildarlán veitt. Á síðasta ári voru lánin hins vegar nær helmingi færri, eða 152 talsins. Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa svo einungis verið veitt tuttugu hlutdeildarlán, sem áður segir, og heildarfjöldi veittra lána er kominn upp í 473.

Í upphafi þessa árs birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tölulegar upplýsingar um lánin, þar sem fram kom að þau 452 lán sem hefðu verið veitt á þeim tímapunkti hefðu alls numið 3,7 milljörðum króna. Að meðaltali höfðu hlutdeildarlán numið um 21 prósenti af kaupverði eigna. Meðalfjárhæð lánanna var 2,3 milljónir króna.

Nýtingin langt undir áætlunum

Fáar eignir hafa uppfyllt skilyrði hlutdeildarlánanna, í kjölfar þeirra hækkana á fasteignaverði sem hafa átt sér stað undanfarin ár og það þrátt fyrir að skilyrðin m.t.t. kaupverðs íbúða hafi verið rýmkuð með reglugerðarbreytingum í fyrra. Það endurspeglast svo í því að nýting þessara lána er órafjarri þeim áætlunum sem stjórnvöld sáu fyrir sér þegar að löggjöf um þeim var samþykkt á Alþingi. 

VerðviðmiðMyndin sýnir þær breytingar sem gerðar voru í febrúar 2022 á hámarksverði íbúða sem kaupa má með hlutdeildarlánum á höfuðborgarsvæðinu.

Við samþykkt laganna var gengið út frá því að hátt í fjórir milljarðar króna yrðu lánaðir út árlega næstu tíu ár og að heildarskuldbindingar ríkissjóðs vegna lánanna myndu nema um 40 milljörðum króna á tíu ára tímabili. 

Stefnt að frekari endurskoðun viðmiða

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sagði ekki margt um hlutdeildarlánin, en þó að áfram yrði horft til framhalds þeirra og vilji stjórnvalda er að lána fyrstu kaupendum eða tekjulágu fólki sem ekki hefur átt í íbúð fyrir um 480 íbúðum á ári hverju. 

Stjórnvöld eru meðvituð um að eitthvað þarf að breytast hvað lánin varðar, eins og birtist glögglega í klausu sem finna má í fjármálaáætlun áranna 2024-2028, sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. 

Þar er fjallað um að hærra fasteignaverð, vaxtahækkanir og takmarkanir á veitingu fasteignalána hafi dregið verulega úr möguleikum fyrstu kaupenda og tekjulægri einstaklinga til íbúðarkaupa. Bent er á að hlutfall fyrstu kaupenda af fasteignaviðskiptum hafi lækkað, eða úr 33,2 prósentum á fyrsta ársfjórðungi 2021 niður í 26,5 prósent á fjórða ársfjórðungi 2022 og fjöldi fyrstu kaupa dregist saman um meira en helming. Auk þess hafi meðalkaupverð íbúða fyrstu kaupenda lækkað. 

„Þörf er á að greina ástæðu þessarar þróunar og endurskoða og auka skilvirkni fyrirkomulags við veitingu hlutdeildarlána til að þau uppfylli betur markmið sín fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt fasteign sl. fimm ár sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Helstu áskoranir eru að viðmiðunarverð íbúða, sem uppfylla skilyrði fyrir veitingu hlutdeildarlána, hefur ekki hækkað í takt við hækkandi húsnæðisverð og því eru fáar eignir sem uppfylla skilyrði lánanna. Samhliða hafa vaxtakjör húsnæðislána farið stighækkandi frá miðju ári 2021 og því fjölgar þeim sem ekki standast greiðslumat lánveitenda þrátt fyrir vilyrði um hlutdeildarlán sem numið geta allt að 30% af kaupverði íbúða hjá þeim einstaklingum sem eru undir viðmiðunartekjum. Því þarf að endurskoða viðmið sem sett eru vegna veitinga hlutdeildarlána svo þau nái markmiðum sínum. Stefnt er að því að stuðningur stjórnvalda nái til allt að 480 íbúða í hlutdeildarlánakerfinu á ári hverju en til samanburðar voru hlutdeildarlánaíbúðir 151 talsins á árinu 2022,“ segir í fjármálaáætluninni.

Húsnæðissjóður, sem er sérstakur sjóður hins opinbera fyrir útlán til húsnæðislána, hefur heimild í fjárlögum til að lána út allt að 3 milljarða króna í hlutdeildarlán á þessu ári. Án breytinga á reglugerðinni sem gildir um þennan lánaflokk má teljast ólíklegt að nema lítið brot af þeirri upphæð rati til þess að hjálpa fyrstu kaupendum að eignast húsnæði.




Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár