Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvalveiðiskýrslan enn „ofan í skúffu“

Hval­veið­ar Hvals hf. síð­asta sum­ar gengu „sann­ar­lega“ í ber­högg við lög, reglu­gerð­ir og út­gef­ið leyfi fé­lags­ins, að mati Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands sem krefjast þess að fyr­ir­tæk­ið verði svipt leyfi til veiða í ár. Það hef­ur ít­rek­að feng­ið frest til að skila and­mæl­um við skýrslu­drög MAST um veið­arn­ar og hún því ekki ver­ið gef­in út. Og það stytt­ist óð­um í að hval­veiði­skip­in geti lagt úr höfn, hlað­in sprengju­skutl­um.

Hvalveiðiskýrslan enn „ofan í skúffu“
Skot sem geiga Það kom ítrekað fyrir á síðustu vertíð, og um það vitna ljósmyndir sem teknar voru í hvalstöðinni, að skot hvalveiðimanna geiguðu. Þeir skutu m.a. langreyðar í bægsli, líkt og hér má sjá. Þá deyja dýrin ekki strax. Hlaða þarf sprengjuskutulinn aftur sem getur tekið fleiri mínútur. Dæmi er um að fjórir skutlar hafi sést í einu og sama dýrinu síðasta sumar. Mynd: Arne Feuerhahn

Skýrsla MAST um hvaladráp sumarið 2022 er löngu tilbúin og hana á því að birta umsvifalaust,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Endurteknar kröfur Hvals hf. um frekari fresti til að gera athugasemdir við skýrsluna vekur spurningar um hvort hagsmunir auðmanna vegi þyngra en lögbundin réttur almennings til að fá afhentar opinberar upplýsingar sem varða velferð dýra og/eða náttúruvernd.“

Árni Finnsson.

Samtökin kröfðust þess um miðjan marsmánuð að veiðar á langreyði yrðu ekki heimilaðar í ár. Fóru þau fram á að matvælaráðuneytið svipti Hval hf. leyfi til veiða, leyfi sem fyrirtækið fékk útgefið árið 2019 og gildir út árið 2023. Til vara var þess krafist að Hvalur yrði sviptur leyfinu tímabundið.

Byggðu samtökin kröfur sínar á því að fyrir liggi nú þegar að veiðar Hvals hf. árið 2022 hafi „sannarlega gengið í berhögg við lög, reglugerðir og útgefið leyfi félagsins fyrir veiðunum“.

Ráðuneytið mun hins vegar ekkert aðhafast fyrr en skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar síðasta sumars liggur fyrir. Hennar er að vænta í þessum mánuði. 

„Eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar vegna velferðar hvala við hvalveiðar er í vinnslu hjá stofnuninni,” segir í skriflegu svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar. „Matvælaráðuneytið býst við að fá skýrsluna afhenta síðar í þessum mánuði.“

Matvælastofnun hefur veitt Hvali hf. „tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og athugasemdum“ áður en skýrslan er tilbúin, segir í skriflegu svari Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralækni villtra dýra hjá MAST við fyrirspurn Heimildarinnar um hvað tefji útgáfu skýrslunnar. Frestur til slíks var gefinn til 31. mars sl. „og hafa stofnuninni borist gögn frá fyrirtækinu sem eru nú til skoðunar,“ skrifar Þóra. Áætlað sé að gagnavinnslu ljúki síðar í apríl. 

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust vel með hvalveiðum síðasta sumars. Fulltrúar þeirra tóku m.a. ítrekað myndir af því er langreyðar, með marga ósprungna sprengjuskutla í sér, m.a. í bægslum, voru dregnar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Það þýðir að ekki hafi tekist að deyða dýrin í fyrsta skoti sem hefur aftur þýtt að dauðastríð þeirra hefur dregist á langinn.

Í kjölfar ítarlegs fréttaflutnings fjölmiðla af því sem fyrir augu bar sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við Kjarnann um mitt sumar að „óásættanlega“ margir hvalir heyi langdregið dauðastríð við veiðarnar. Hún benti ennfremur á að hvorki matvælaráðuneytið, né undirstofnarnir þess, hefðu upplýsingar um hvort að verklagsreglum við hvalveiðar væri fylgt. Til að bregðast við þessu breytti hún reglugerð um hvalveiðar m.a. á þann veg að skipstjórum hvalveiðiskipa var gert að tilnefna dýravelferðarfulltrúa um borð sem beri ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðar. Á þeim gögnum, sem og eftirliti dýralækna á vettvangi í Hvalstöðinni og fleiri upplýsinga, er hin væntanlega skýrsla MAST byggð.

Ráðherra hafi fulla heimild til leyfissviptingar

Í bréfi Náttúruverndarsamtaka Íslands til ráðuneytisins um miðjan mars, sem Réttur lögmannsstofa sendi fyrir þeirra hönd, er bent á að í leyfisveitingabréfi Hvals hf. komi fram að „sérhver misnotkun á því varði sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins“. Telja samtökin því ljóst að ráðherra málaflokksins hafi fulla heimild til að fallast á kröfur um að svipta fyrirtækið leyfi til veiða og „að raunar standi skylda til þess í ljósi ábyrgðar ráðherrans á málaflokknum“. 

Samtökin rökstyðja kröfur sínar um sviptingu m.a. með því að í leyfisbréfinu segi að við veiðarnar skuli nota búnað sem tryggi að dýrið sé aflífað samstundis eða aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi því sem minnstum þjáningum. „Fyrir liggja sannanir um að brotið hafi verið freklega gegn þessari mikilvægu reglu leyfisbréfsins sem á sér jafnframt stoð í lögum um velferð dýra,“ segja samtökin. Í þeim lögum er skýrt kveðið á um að dýr skuli aflífuð „með skjótum og sársaukalausum hætti“ og að forðast skuli að valda þeim óþarfa þjáningum eða hræðslu.

Í bréfinu segir að „ómannúðlegar aðferðir Hvals hf. við veiðar árið 2O22 séu skýrt og augljóst brot gegn fyrrgreindum lögum“.

Þrjú dýr aldrei dregin að landi

Ekki þarf að leita langt til að átta sig á því hversu mjög skortir á að gætt sé að lágmarkskröfum við aflífun dýranna sem um ræðir, segir ennfremur í bréfi samtakanna. Bent er í því samhengi á fréttaskýringar sem birtar voru í Kjarnanum í júlí í fyrra þar sem rakin voru fjölmörg meint brot við veiðarnar. 

Þá er vísað til svara Fiskistofu frá því í mars þar sem fram kemur að af þeim 148 langreyðum sem Hvalur hf. hafi veitt hafi aðeins 145 dýrum verið landað „sem þýðir að þrjú dýr voru skotin en náðust ekki sem ber óhjákvæmilega með sér sársaukafullan dauðdaga í tilfelli umræddra dýra“. 

Náttúruverndarsamtökin segja myndir ljósmyndara frá Hard to Port, sem Kjarninn birti með fréttaskýringum sínum í fyrra, sýna að þeirra mati „fjölþætt brot“ og að þau vopn sem fyrirtækið notar við veiðarnar virki ekki sem skyldi „sem þýðir óhóflega þjáningu dýranna sem um ræðir“. 

„Þess ber að geta að ekki er loku fyrir það skotið að Hvalur hf. sé að tefja málið til að skapa sér sterkari stöðu verðandi bótarétt ef fallist verður á að stöðva veiðileyfi félagsins þegar nær hefur dregið vertíðinni.“
Náttúruverndarsamtök Íslands

Að því er fram kemur í bréfi samtakanna lágu drög að skýrslu MAST fyrir í byrjun janúar. Ljóst sé hins vegar að Hvalur hf. hafi fengið ítrekaða framlengingu á fresti til andmæla. „Um er að ræða burðugt fyrirtæki sem hefur á að skipa lögfræðilegri aðstoð og því vart séð hvernig ítrekaðar framlengingar á frestum eru réttlættar.“

Í ljósi þess hversu stutt er í næstu hvalveiðivertíð verður að telja þennan drátt á eftirlitsgögnum afar óheppilegan, skrifuðu samtökin um miðjan mars. Um mikilvægt dýraverndunarmál sé að ræða sem almenningur eigi rétt á að fá sem fyrst upplýsingar um. „Þess ber að geta að ekki er loku fyrir það skotið að Hvalur hf. sé að tefja málið til að skapa sér sterkari stöðu verðandi bótarétt ef fallist verður á að stöðva veiðileyfi félagsins þegar nær hefur dregið vertíðinni.“

KálfurAð minnsta kosti tvær langreyðarkýr sem voru veiddar voru kefldar og voru fóstrin skorin úr kviðnum. Hér sjást starfsmenn Hvals hf. draga eitt fóstrið á eftir sér.

Það er mat Náttúruverndarsamtakanna að fyrir liggi nægilegar sannanir þess að brotið hefur verið gegn lögum, reglum og leyfisbréfi af hálfu Hvals hf. á síðustu hvalveiðivertíð. Hins vegar segja þau jafnframt fyrir liggja grun um að brotin séu enn umfangsmeiri en þegar sé hægt að sýna fram á. Ætla samtökin að leita allra annarra leiða, þar með talið dómstólaleiðar, til að koma í veg fyrir frekari hvalveiðar af hálfu Hvals hf. á grundvelli þess að þær séu „ómannúðlegar og standist hvorki lög á Íslandi né samræmist alþjóðlegum skuldbindingum þjóðarinnar“. 

Ráðherra stöðvi veiðarnar strax

Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, segir í samtali við Heimildina að það megi spyrja sig hvenær eftirlit hætti að vera árangursríkt með tilliti til þess hversu langan tíma það tekur að birta niðurstöður þess. 

Katrín Oddsdóttir.

„Veiðarnar sem um ræðir fóru fram síðasta sumar og því er afar óheppilegt að skýrsla um veiðarnar frá MAST hafi enn ekki verið gerð opinber,“ segir hún. „Svandís Svavarsdóttir hefur fullyrt í fjölmiðlum að hvalveiðum verði ekki haldið áfram ef þær hafi verið stundaðar í andstöðu við lögum. Við teljum borðleggjandi að svo sé, en á meðan skýrsla MAST er ofan í skúffu og Hvali hf. veittir ítrekaðir frestir til andmæla, er ekki hægt að varpa ljósi á hvað eftirlitið sýndi.“

 Þetta sé mjög bagalegt og það sæti furðu hversu ónákvæm svör fást frá MAST og ráðuneytinu um hvenær skýrslan verði birt. „Tíminn vinnur ekki með þessu máli og þess vegna höfum við farið fram á að ráðherra staðfesti að veiðar verði ekki leyfðar fyrr en skorið hafi verið úr um lögmæti þeirra.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mummi Týr skrifaði
    Úff, galið dæmi þessar hvalaslátranir!
    0
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Náttúruverndarsamtökin eiga heiður skilinn fyrir eljusemina í þessu máli!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár