Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefð fyrir því að „þrjóskir, gamlir karlar“ hafi mikil áhrif á Íslandi

Það er auð­velt að beina reiði sinni að Kristjáni Lofts­syni þeg­ar kem­ur að hval­veið­um „en hann mun ekki breyt­ast“ svo betra er að ein­beita sér að stjórn­völd­um sem gera hon­um kleift að stunda veið­arn­ar, seg­ir Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, verð­andi fram­kvæmda­stjóri Sjáv­ar­klas­ans.

Hvalir munu ekki éta allan fiskinn í sjónum verði veiðum á þeim hætt. Rannsóknir sýna reyndar hið gagnstæða enda leika þeir lykilhlutverk í því að auka fæðuframboð fiska. Þeir binda líka ógrynni af koltvíoxíði, lofttegundinni sem þjóðir heims eru að klóra sér í höfðinu yfir hvernig megi fanga, farga og draga úr losun á. Þar fyrir utan er nánast ógerningur að veiða hvali með mannúðlegum hætti, líkt og lög og reglur gera ráð fyrir.

En þrátt fyrir öll þessi rök, sem mörg hver eru studd vísindalegum rannsóknum, eru þeir enn veiddir hér við land. Hvers vegna?

Þessi eini karlmaður

„Þær eru stundaðar vegna eins karlmanns sem hefur mikil völd og áhrif,“ sagði kvikmyndagerðarkonan Anahita Babaei á ráðstefnu um veiðarnar sem fram fór í Norræna húsinu í síðustu viku. 

Þessi karlmaður er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., eina aðilans sem hefur leyfi til veiðanna við Ísland.

FundarstjórnKatrín Oddsdóttir lögfræðingur. …
Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Pétur Óðinsson skrifaði
  Góð grein og upplýsandi.
  1
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Heimildir!
  0
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Heimildin bíður ekki upp á að leiðrétta færslur.
  Ég er persónulega alfarið á móti því að myrða hvali.
  En viltu ekki úskýra þessa fullyringu þína nánar ?
  akk fyrir góða grein.
  Viltu ekki útskýra þetta nánar ?
  "Þeir binda líka ógrynni af koltvíoxíði, lofttegundinni sem þjóðir heims eru að klóra sér í höfðinu yfir hvernig megi fanga"
  Þetta er fullyring sem þarf útskýringu.
  Þú getur ekki kastað svona fram án stuðnings!
  1
  • Martin Swift skrifaði
   Ég styð heilshugar það að greinar vísi í ítarefni eftir því sem efni standa til. Hér er greinarhöfundur hins vegar að taka viðtal við nokkra sérfræðinga sem eru þar með heimildin.

   Viljir þú ítarefni geturðu eflaust fundið netföng viðkomandi sérfræðinga og spurt hvort þau geti deilt slíku með þér. Hins vegar er oft hægt að finna svona lagað á eigin spýtur; þetta hér fann ég t.a.m. með 10 sekúndna netleit:
   https://www.imf.org/en/Publications/fandd/issues/2019/12/natures-solution-to-climate-change-chami
   1
 • SB
  Sigurður Bjarnason skrifaði
  Afhverju virkar ekki rauði hnappurinn?
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár