Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, á einbýlishús í Borgarnesi sem hann hefur leigt út á 400 þúsund krónur á mánuði án þess að tilgreina það í hagsmunaskráningu sinni. Samkvæmt tveimur reglum um hagsmunaskráningu þingmanna ætti hann að skrá þessa fasteign og viðskiptin í kringum hana í hagsmunaskráningu sína. Hins vegar er ekkert skráð í hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis: „Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til,“ stendur þar.
„Ég ætla bara að láta uppfæra þetta þá.“
Í samtali við Heimildina segir Ásmundur Einar aðspurður að þetta séu mistök sem hann muni leiðrétta: „Er húsið ekki tilgreint? Er ekki tilgreint að ég eigi hús sem er að fara á sölu og sé í útleigu tímabundið? Ég var eiginlega viss um að það væri þannig.[...] Ég fyllti út blað þar sem ég hélt að ég hefði tilgreint þetta. Ég ætla bara …
Athugasemdir (6)