Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, seg­ir að það hafi ver­ið mis­tök að hús sem hann á í Borg­ar­nesi hafi ekki ver­ið skráð í hags­muna­skrá. Ráð­herr­ann og eig­in­kona hans hafa leigt hús­ið út fyr­ir 400 þús­und á mán­uði síð­ast­lið­ið ár. Sam­kvæmt regl­um um hags­muna­skrán­ingu eiga þing­menn að til­greina fast­eign­ir sem þeir búa ekki í hags­muna­skrán­ingu sem og tekj­ur sem þeir hafa af þeim.

Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá
Ætlar að uppfæra Ásmundur Einar Daða, barna- og menntamálaráðherra, segir að hann muni láta uppfæra hagsmunaskráningu sína vegna hússins í Borgarnesi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, á einbýlishús í Borgarnesi sem hann hefur leigt út á 400 þúsund krónur á mánuði án þess að tilgreina það í hagsmunaskráningu sinni. Samkvæmt tveimur reglum um hagsmunaskráningu þingmanna ætti hann að skrá þessa fasteign og viðskiptin í kringum hana í hagsmunaskráningu sína. Hins vegar er ekkert skráð í hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis: „Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til,stendur þar.

„Ég ætla bara að láta uppfæra þetta þá.“
Ásmundur Einar Daðason,
barna- og menntamálaráðherra

Í samtali við Heimildina segir Ásmundur Einar aðspurður að þetta séu mistök sem hann muni leiðrétta: „Er húsið ekki tilgreint? Er ekki tilgreint að ég eigi hús sem er að fara á sölu og sé í útleigu tímabundið? Ég var eiginlega viss um að það væri þannig.[...] Ég fyllti út blað þar sem ég hélt að ég hefði tilgreint þetta. Ég ætla bara …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hann hefur ekki munað eftir því að hann ætti þetta hús.Það er bara þannig.
    0
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Það að hann eigi tvær jarðir í dölunum þar sem búið er að leggja hellings vinnu í að undirbúa vindmillugarð sem hann mun síðan keyra í gegn pólitískar heimildir fyrir kemur þá líklega ekki heldur fram
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Meiri drullupésinn, en sver sig vel inn í ráðamanna-pakkið á alþingi, allt í stíl.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Einbeittur brotavilji hjá þessum kennitöluflakkararáðherranefni! En allt má svosem kalla mistök!
    1
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Meiri dauðans vesalingurinn þessi Ásmundur Einar.
    2
    • Sveinn Hansson skrifaði
      Þið eruð góðir saman flokksbræðurnir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár