Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, seg­ir að það hafi ver­ið mis­tök að hús sem hann á í Borg­ar­nesi hafi ekki ver­ið skráð í hags­muna­skrá. Ráð­herr­ann og eig­in­kona hans hafa leigt hús­ið út fyr­ir 400 þús­und á mán­uði síð­ast­lið­ið ár. Sam­kvæmt regl­um um hags­muna­skrán­ingu eiga þing­menn að til­greina fast­eign­ir sem þeir búa ekki í hags­muna­skrán­ingu sem og tekj­ur sem þeir hafa af þeim.

Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá
Ætlar að uppfæra Ásmundur Einar Daða, barna- og menntamálaráðherra, segir að hann muni láta uppfæra hagsmunaskráningu sína vegna hússins í Borgarnesi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, á einbýlishús í Borgarnesi sem hann hefur leigt út á 400 þúsund krónur á mánuði án þess að tilgreina það í hagsmunaskráningu sinni. Samkvæmt tveimur reglum um hagsmunaskráningu þingmanna ætti hann að skrá þessa fasteign og viðskiptin í kringum hana í hagsmunaskráningu sína. Hins vegar er ekkert skráð í hagsmunaskráningu hans á vef Alþingis: „Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til,stendur þar.

„Ég ætla bara að láta uppfæra þetta þá.“
Ásmundur Einar Daðason,
barna- og menntamálaráðherra

Í samtali við Heimildina segir Ásmundur Einar aðspurður að þetta séu mistök sem hann muni leiðrétta: „Er húsið ekki tilgreint? Er ekki tilgreint að ég eigi hús sem er að fara á sölu og sé í útleigu tímabundið? Ég var eiginlega viss um að það væri þannig.[...] Ég fyllti út blað þar sem ég hélt að ég hefði tilgreint þetta. Ég ætla bara …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hann hefur ekki munað eftir því að hann ætti þetta hús.Það er bara þannig.
    0
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Það að hann eigi tvær jarðir í dölunum þar sem búið er að leggja hellings vinnu í að undirbúa vindmillugarð sem hann mun síðan keyra í gegn pólitískar heimildir fyrir kemur þá líklega ekki heldur fram
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Meiri drullupésinn, en sver sig vel inn í ráðamanna-pakkið á alþingi, allt í stíl.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Einbeittur brotavilji hjá þessum kennitöluflakkararáðherranefni! En allt má svosem kalla mistök!
    1
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Meiri dauðans vesalingurinn þessi Ásmundur Einar.
    2
    • Sveinn Hansson skrifaði
      Þið eruð góðir saman flokksbræðurnir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár