Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, er orð­inn að rekstr­ar­stjóra eins öfl­ug­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lags lands­ins, Stoða hf. Þar hitt­ir hann fyr­ir for­stjór­ann Jón Sig­urðs­son sem Lár­us seg­ir að hafi ver­ið lyk­il­mað­ur í því að ráða hann til Glitn­is þar sem FL Group, sem í dag heit­ir Stoð­ir, var stærsti hlut­hafi Glitn­is. Báð­ir urðu þeir lands­þekkt­ir í góðær­inu á Ís­landi en saga þeirra eft­ir hrun er af­ar ólík þar sem Lár­us háði bar­áttu í dóms­kerf­inu vegna efna­hags­brota á með­an Jón sigldi lygn­ari sjó.

Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis sem varð landsfrægur þegar hann var ráðinn í það starf árið 2007, er orðinn rekstrarstjóri Fjárfestingarfélagsins Stoða. Stoðir hétu áður FL Group og var félagið leiðandi huthafi í Glitni sem Lárus var forstjóri hjá. Frá þessu var greint í fjölmiðlum í dag. 

Þar með má segja að saga Lárusar, sem ekki hefur verið þrautalaus frá bankahruninu árið 2008, sé komin í vissan hring, þar sem hann var ráðinn til Glitnis eftir yfirtöku FL Group á bankanum um vorið 2007.

„Samningaviðræðurnar um forstjórastólinn fóru aðallega fram við Jón Sigurðsson. “
Lárus Welding,
fyrrverandi bankastjóri Glitnis og núverandi rekstrarstjóri Stoða

Örlagasaga um ákærur og baráttu

Fyrir síðustu jól gaf Lárus út uppgjörsbók um líf sitt og aðkomu að Glitni og þeim ákærum sem gefnar voru út á hendur honum á árunum eftir bankahrunið. Á endanum hlaut Lárus dóma í tveimur málum, Stím og stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis.  Annar dómurinn var skilorðsbundinn vegna þess hversu langan tíma málið tók í dómskerfinu á meðan Lárus hafði þá þegar fyllt upp í refsirammann þegar dómurinn í hinu málinu féll. Hann þurfti því ekki að afplána fangelsisdóm en sat hins vegar í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, eins og hann ræðir um í bókinni.

Í bókinni ræðir hann einnig um aðkomu sína að viðskiptalífinu, meðal annars að Stoðum. Stoðir eru öflugt fjárfestingarfélag í dag sem á hluti í fyrirtækjum eins og Símanum, Arion, Kviku  og Bláa lóninu. Félagið hefur meðal annars verið umtalað sem stærsti einkafjárfestirinn í Símanum sem meðal annars seldi Mílu til franska sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian með miklum hagnaði og tilheyrandi arðgreiðslum til hluthafanna. 

Lykilmaðurinn JónJón Sigurðsson var lykilmaður í því að hópur íslenskra fjárfesta keypti Stoðir, áður FL Group, af kröfuhöfum félagsins árið 2017.

Að hluta eru sömu hluthafar og stjórnendur og í FL Group

Lárus hefur reyndar verið hluthafi í Stoðum frá árinu 2020 en er nú einnig orðinn starfsmaður félagsins. Hjá Stoðum hittir hann fyrir nokkra af þeim aðilum sem einnig voru stjórnendur og hluthafar í FL Group um vorið 2007. Þar ber helst að nefna forstjórann Jón Sigurðsson sem einnig var forstjóri FL Group fyrir hrunið 2008 en hafði tekið við af Hannesi Smárasyni síðla árs 2007 eftir að félagið hafði tapað miklum peningum. Þá varð Jón einnig landsþekktur, líkt og Lárus. 

Báðir voru þeir Lárus og Jón ungir að árum þegar þeir tóku við þessum ábyrgðarstörfum í FL Group og bankanum sem félagið var leiðandi hluthafi í. Lárus var bara 31 árs.

Sá sem var leiðandi hluthafi og stjórnarformaður FL Group á þessum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson en hann er ekki meðal hluthafa félagsins, líkt og nokkrir aðrir sem einnig voru það fyrir hrunið 2008. Þar má nefna fjárfestana Magnús Ármann og Þorstein Jónsson.

Tölvupóstar sem Jón Ásgeir sendi Lárusi á meðan hann var að bankastjóri urðu frægir eftir hrunið en í þeim virtist hann vera að beita Lárusi óeðlilegum þrýstingi svo hann gerði það sem honum var sagt. Lárus gerði svo lítið úr þessum tölvupóstum í bók sinni. 

Í bók sinni lýsir Lárus því að það hafi fyrst og fremst verið Jón Sigurðsson sem talaði hann inn á að verða bankastjóri Glitnis. „FL Group hélt áfram að styrkja tök sín á Glitni banka og Jón Sigurðsson gerði aðra tilraun til þess að fá mig yfir. [...] Samningaviðræðurnar um forstjórastólinn fóru aðallega fram við Jón Sigurðsson.

Yfirbragð Stoða i dag er hins vegar að félagið er að hluta til í eigu og er stýrt af sömu aðilum og fyrir hrunið. Jón Sigurðsson er ennþá forstjóri og er nú leiðandi hluthafi ásamt Fenger-fjölskyldunni. Þetta er fjölskylda eiginkonu hans, Bjargar Fenger.

Sagan af yfirtöku Stoða

Í uppgjörsbók sinni ræðir Lárus talsvert um vináttu sína við Jón Sigurðsson og rekur meðal annars að tengsl þeirra nái allt aftur til ársins 2002 þegar þeir voru einungis rétt um 25 ára gamlir bankastarfsmenn. Þeir unnu svo saman í Landsbanka Íslands áður en þeir fóru yfir til FL Group og Glitnis. 

Í bókinni rekur Lárus meðal annars hvernig Jón náði að eignast Stoðir með hópi fjárfesta eftir að fjárfestingarfélagið hafði verið yfirtekið af kröfuhöfum þess á árunum eftir hrunið. Jón hafði unnið sem forstjóri Stoða fyrir kröfuhafa félagsins, sem meðal annars voru slitabú föllnu bankanna, á þessum tíma. Hann sat meðal annars í stjórn drykkjavöruframleiðandans Refresco eftir hrunið en hluturinn í félaginu var eina eign Stoða. Þessi hlutabréf í Refresco voru svo seld árið 2017 og hluthafar Stoða tóku til við aðrar fjárfestingar. 

Um uppkaupin á Stoðum segir í bók Lárusar:

 „Það var svo snemma árs 2017 að kröfuhafar fóru að kanna sölu á eignarhlut sínum í Stoðum. Um var að ræða meirihluta í félaginu og var ríkur vilji til að ljúka sölunni sem allra fyrst eða fyrir lok mars 2017. Þessi hlutur var mikils virði og þurfti í raun að safna hátt í fimm milljörðum króna á mjög skömmum tíma til að ná að kaupa hann. Jón Sigurðsson var eðlilega mjög kunnugur félaginu og hóf að þróa með sér hugmynd um að safna saman hópi fjárfesta, nokkrum fjölskyldum, með sér í verkefnið. [...] Þetta small svo allt saman með elju og skipulagningu Jóns og sumarið 2017 stóðum við uppi með eitt stærsta fjárfestingarfélag Íslands að meirihluta í fjölskyldueigu. Þetta var vitaskuld mikill persónulegur sigur fyrir Jón en með honum endurheimti hann stjórn á félaginu sem hann hafði misst í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Það var einstaklega ánægjulegt fyrir mig að fá að hjálpa Jóni og hópnum í kringum hann við að gera þetta að veruleika.

Hefur trú á framtíðinni og íslensku bankakerfi

Lárus hefur því verið þátttakandi í endurreisn og sókn Stoða hér á landi um nokkurra ára skeið jafnvel þó hann sé fyrst núna orðinn starfsmaður félagsins.  Í bók sinni ræðir Lárus meðal annars um það hvað honum hafi þótt hart sótt að sér og öðrum bankamönnum og hvað það hafi verið íþyngjandi. Hann nefnir líka að hann sé ennþá á skilorði vegna dóms sem féll í Stím-málinu svokallaða sem snerist um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og FL Group, nú Stoðum, árið 2007. Vegna þessara dóma segist hann verða útilokaður frá ýmsum ábyrgðarstöðum út lífið. 

Þrátt fyrir þessi örlög, sem Lárus er ósáttur við og segist ætla að berjast til að fá breytt fyrir Mannréttindadómsól Evrópu, segist hann í lokaorðum bókarinnar vera bjartsýnn á framtíð Ísland og að endurreisn bankakerfisins hafi gengið vel. „Við endurreisn fjármálakerfisins á Íslandi undanfarinn áratug sést að lærdómurinn af fjármálakreppunni hefur verið nýttur vel. Ísland býr nú yfir fjármálakerfi sem er með þeim traustustu í Evrópu eins og sást á því hversu vel því tókst að fara í gegnum hinn nýafstaðna Covid 19-faraldur. Það er því ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framtíð Íslands. Með þessum orðum lýk ég uppgjöri mínu á örlagaför minni um bankakerfið og síðan réttarkerfið.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    LW fékk 300 milljónir í komugjald til Glitnis. Þekking hans og reynsla var metin þess virði. Svo sagði hann sjálfur frá.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eftirmál bankahrunsins

Eigandi Glitnis sem reis upp og settist í stjórnarformannsstól Skeljungs
ÚttektEftirmál bankahrunsins

Eig­andi Glitn­is sem reis upp og sett­ist í stjórn­ar­for­manns­stól Skelj­ungs

Saga Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar fjár­fest­is teng­ist Skelj­ungi vegna eign­ar­halds fyr­ir­tækja hans á olíu­fé­lag­inu. Jón Ás­geir og Pálmi Har­alds­son, við­skipta­fé­lagi hans, keyptu og seldu Skelj­ung á milli sín á ár­un­um fyr­ir hrun­ið. Af­leið­inga­ar þeirra við­skipta eru lík­leg til að enda í saka­máli á næstu vik­um. Sam­tím­is sest Jón Ás­geir í stól stjórn­ar­for­manns Skelj­ungs.
Lögmannsskrifstofa ráðgjafa stjórnvalda veitti  Lindarhvoli tugmilljóna þjónustu
FréttirEftirmál bankahrunsins

Lög­manns­skrif­stofa ráð­gjafa stjórn­valda veitti Lind­ar­hvoli tug­millj­óna þjón­ustu

Stein­ar Þór Guð­geirs­son lög­fræð­ing­ur var skip­að­ur í skila­nefnd Kaupþings þeg­ar Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók bank­ann yf­ir 9. októ­ber 2008. Hann tók við fo­mennsku í nefnd­inni um hálf­um mán­uði síð­ar og stýrði störf­um henn­ar til árs­loka 2011, eða þar til skila­nefnd­in var lögð nið­ur og slita­stjórn tók við verk­efn­um henn­ar. Ár­ið 2018 hafði Stein­ar Þór ríf­lega 1,2 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun og ár­ið áð­ur...

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár