Sigríður Hrönn Elíasdóttir var sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar Súðavíkur á árunum 1988-1995. Sigríði var víða hrósað fyrir að hafa haldið utan um fyrstu viðbrögð eftir að mannskætt snjóflóð féll á þorpið í janúar 1995. Sigríður hafi tekið stjórn og stýrt fyrstu aðgerðum við erfiðar aðstæður, komið upp fjöldahjálparstöð í frystihúsinu Frosta og safnað íbúum þangað.
Gagnrýni á viðbragðsleysi yfirvalda var að sama skapi beint gegn henni og hún sökuð um að hafa hunsað aðvaranir um yfirvofandi hættu. „Átök og persónuleg gagnrýni innan hreppsnefndarinnar hafa haft djúpstæð áhrif á mig og mína fjölskyldu og eiga sinn stóra þátt í þeirri stöðu sem ég er nú í,“ sagði í yfirlýsingu Sigríðar sumarið 1995, þegar hún lét af embætti sveitarstjóra.
Langvarandi veikindi
„Ég hef verið hér síðan í fyrra,“ segir Sigríður Hrönn þegar hún tekur á móti blaðamönnum Heimildarinnar á hjúkrunarheimilinu sem hún býr nú á í Reykjavík. Hún er í rafmagnshjólastól og …
Þetta liggur þungt á fólkinu öllum þessum árum seinna. Getum við hin sem horfum á þetta mál utan frá, ekki verið sammála um að það verði að hjálpa til við að veita fólkinu einhverja hugarró. Forsætisráðherra, ég skora á þig að beita þér í þágu þessa fólks.
Minna má það ekki vera.
Næst mætti Heimildin tala við verfræðistofuna sem markaði línunar því þar er grunnur þeirrar sérfræðivinnu sem vísað er í úr öllum áttum að lögð hafi verið til grundvallar og sem algjört viðmið viðbragða/viðbragðsleysis.