Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Gerði þetta upp eftir bestu samvisku“

Sig­ríð­ur Hrönn Elías­dótt­ir, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Súða­vík, seg­ist ekki telja að mis­tök hafi ver­ið gerð í að­drag­anda snjóflóðs­ins í Súða­vík, sem hefðu getað forð­að mann­tjóni. Hún stend­ur fast á því að hafa aldrei ver­ið vör­uð við hætt­unni á þeim stað þar sem flóð­ið féll og seg­ir hug­mynd­ir yf­ir­valda um bygg­ingu varn­ar­garða hafa ver­ið á ei­lífu um­ræðu­stigi. Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, þá­ver­andi sýslu­mað­ur á Ísa­firði, seg­ist ekki hafa fall­ist á að Sig­ríð­ur frest­aði því til morg­uns að kalla sam­an al­manna­varn­ar­nefnd.

„Gerði þetta upp eftir bestu samvisku“

Sigríður Hrönn Elíasdóttir var sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar Súðavíkur á árunum 1988-1995. Sigríði var víða hrósað fyrir að hafa haldið utan um fyrstu viðbrögð eftir að mannskætt snjóflóð féll á þorpið í janúar 1995. Sigríður hafi tekið stjórn og stýrt fyrstu aðgerðum við erfiðar aðstæður, komið upp fjöldahjálparstöð í frystihúsinu Frosta og safnað íbúum þangað. 

Gagnrýni á viðbragðsleysi yfirvalda var að sama skapi beint gegn henni og hún sökuð um að hafa hunsað aðvaranir um yfirvofandi hættu. „Átök og persónuleg gagnrýni innan hreppsnefndarinnar hafa haft djúpstæð áhrif á mig og mína fjölskyldu og eiga sinn stóra þátt í þeirri stöðu sem ég er nú í,“ sagði í yfirlýsingu Sigríðar sumarið 1995, þegar hún lét af embætti sveitarstjóra. 

Langvarandi veikindi

„Ég hef verið hér síðan í fyrra,“ segir Sigríður Hrönn þegar hún tekur á móti blaðamönnum Heimildarinnar á hjúkrunarheimilinu sem hún býr nú á í Reykjavík. Hún er í rafmagnshjólastól og …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Rakel Egilsdóttir skrifaði
    Af hverju er verið að skella skuld á Sigríði ?Ólafur Helgi ætti að líta sér nær með margt
    0
  • Ég skil vel að þetta fólk sem lenti í þessum hörmungum vilji fá svör, rétt svör.
    Þetta liggur þungt á fólkinu öllum þessum árum seinna. Getum við hin sem horfum á þetta mál utan frá, ekki verið sammála um að það verði að hjálpa til við að veita fólkinu einhverja hugarró. Forsætisráðherra, ég skora á þig að beita þér í þágu þessa fólks.
    Minna má það ekki vera.
    0
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Það er mjög sláandi að stjórnendur Almannavarnanefndar (heimanna) nefna hvorug að þau hafi gagnrýnt línuna sem dregin er við húsveggi Túngötunnar í hættumatinu 1989. Hversu mikla kynningu fékk hættumatið meðal íbúa Súðavíkur? Höfðu þau kynnt sér línuna milli „feigs og ófeigs“ sem mörkuð er við húsveggi þeirra? Trúði fólk því virkilega að ekkert snjóflóð gæti fallið niður fyrir þessa línu? Af hverju er línan tekin góð og gild?
    Næst mætti Heimildin tala við verfræðistofuna sem markaði línunar því þar er grunnur þeirrar sérfræðivinnu sem vísað er í úr öllum áttum að lögð hafi verið til grundvallar og sem algjört viðmið viðbragða/viðbragðsleysis.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Al­þingi skip­ar rann­sókn­ar­nefnd um Súða­vík­ur­flóð­ið

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur sam­þykkt beiðni að­stand­enda þrett­án þeirra sem fór­ust í snjóflóð­inu í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 um að fram fari op­in­ber rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um flóðs­ins. Mál­ið fer til þing­for­seta og svo þings­ins í heild. Alls lét­ust fjór­tán þeg­ar snjóflóð féll á byggð­ina í Súða­vík snemma morg­uns 16. janú­ar, þar af átta börn.
Stíga fyrstu skrefin vegna mögulegrar rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins
FréttirSúðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skref­in vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar vegna Súða­vík­ur­flóðs­ins

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is ákvað í morg­un að hefja gagna­öfl­un vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Al­þing­is vegna að­drag­anda og eft­ir­mála snjóflóðs­ins sem féll ár­ið 1995 í Súða­vík. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur grund­völl­ur ákvörð­un­ar um hvort leggja eigi til skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár