Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir frumvarp matvælaráðherra stefna strandveiðikerfinu í hættu

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir að með nýju frum­varpi mat­væla­ráð­herra um svæða­skipt­ingu strand­veiða sé ver­ið að taka áhættu með markmið kerf­is­ins og því stefnt í hættu. „Að vori er sumar­ið fram und­an í strand­veið­inni í óvissu.“

Segir frumvarp matvælaráðherra stefna strandveiðikerfinu í hættu
Bíða ætti með frumvarpið Halla Signý segir að á meðan vinna samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu stendur yfir eigi að bíða með frumvarp Svandísar um breytingar á strandveiðum. Mynd: Bára Huld Beck

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins fjallaði um strandveiðar í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í síðustu viku. 

Þar gagnrýndi hún frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um breytingar á strandveiðum þar sem lagt er til að hverfa til fyrirkomulags sem var fyrir árið 2018, þ.e. að aflaheimildum sem ráðstafað er til strandveiða verði skipt upp í fjögur landsvæði. Í frumvarpinu segir að með fyrirhugaðri lagasetningu sé áformað að auka jafnræði milli landsvæða.

Auk þess er lagt upp með að aflaheimildir hvers landsvæðis og tímabils geti verið færanlegar yfir næsta tímabil innan fiskveiðiársins sem þýðir að hvert svæði getur fært ónýttar aflaheimildir yfir á næsta mánuð sem ekki tókst að ná á land í þeim mánuði sem liðinn er. 

Ekki „í takti“ að koma með frumvarpið núna

Halla Signý sagði í ræðu sinni að með frumvarpinu væri verið að hverfa til fyrra horfs sem ylli í raun meiri misskiptingu milli landsvæða en núverandi kerfi byði upp á. 

„Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig aflaheimildum verði skipt milli landsvæða né hvaða aðferðum verði beitt við að reikna það út. Erfitt getur reynst að finna út hvaða magn á að fara inn á hvert svæði. Áður en breytt var úr skiptingu yfir í einn pott gat mismunur á milli svæða verið frá sex dögum en á öðrum 20 dagar og kapphlaupið á miðin hefst með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði þingmaðurinn. 

Þá nefndi hún að matvælaráðherra hefði skipað samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu sem hefði ekki lokið vinnu sinni og því telur Halla Signý ekki í takti núna að koma með þetta frumvarp á meðan sú vinna stendur yfir. 

„Að vori er sumarið framundan í strandveiðinni í óvissu. Ytri aðstæður er lítt hægt að festa í lög. Veðurfar, gæftir og fiskgengd væri gott að geta stýrt en það er ekki í boði. Nú ætti að vera að hefjast sjötta sumarið eftir að þessar breytingar voru gerðar. Því væri farsælast að í haust yrði tekið út hvernig þetta hafi tekist og hvað betur mætti fara í stað þess að rykkja í bakkgírinn án þess að stíga á kúplinguna,“ sagði hún og lauk ræðu sinni á orðunum: „Það er verið að taka áhættu með markmið kerfisins og því er stefnt í hættu.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Sér enginn hallann á þessum umræðum um strandveiðarnar? Þarna eru fyrirferðarmestar dragtklæddar stútungskerlingar sem aldrei hafa verið á sjó að taka ákvarðanir um lifibrauð 600 karlmanna + einnar konu, sem stundað hafa strandveiðar undanfarin ár. Þetta eru Svandís Svavarsdóttir ráðherra, Lilja Rafney varaþingmaður og nú þessi Halla Signý. Það er enginn sjómaður hafður með í ráðum né leitað umsagnar hjá í umfjöllun Stundarinnar sem reyndar er skrifuð af konu sem reynir ekki að vinna rannsóknarvinnu í sambandi við þessa endursögn af ræðu þingkonu í leit að athygli.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár