Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.

Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum

Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hafa verið stöðvaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar útgáfufélagsins Torgs ehf., sem hefur gefið út Fréttablaðið og haldið úti Hringbraut. 

Í tilkynningunni segir: „Á­stæður þess að rekstur Frétta­blaðsins gengur ekki upp eru marg­vís­legar. Að hluta til er um ó­heppni að ræða og að hluta er um að ræða ó­við­ráðan­lega þróun þar sem út­gáfa fjöl­miðla á pappír hefur látið hratt undan síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Staf­rænir fjöl­miðlar eru smám saman að taka yfir. Þá er rekstrar­um­hverfi einka­rekinna miðla á Ís­landi ó­boð­legt. Ekki er um annað að ræða en að horfast í augu við þessar stað­reyndir. Allir ráðnir starfs­menn Torgs fengu greidd laun í dag.“

Kórónuveirufaraldurinn hafi komið illa við rekstur Fréttablaðsins og leitt af sér tapresktur. Stjórnendur hafi metið sem svo að um tímabundinn vanda væri að ræða en veirutímabilið hafi orðið lengra en ætlað var. Þegar því hafi lokið hafi brotist út stríð i Úkraínu sem hafi leitt til aukins kostnaðar á mikilvægum aðföngum. „Sam­hliða þessu varð æ ljósara að frídreifing Frétta­blaðsins inn á heimili væri of kostnaðar­söm og fengi ekki staðist til fram­búðar. Þess vegna var gerð sú til­raun að dreifa blaðinu á fjöl­farna staði, svo sem í stór­markaði, þjónustu­stöðvar olíu­fé­laga og verslana­mið­stöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrir­komu­lagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Sam­hliða þessu verður út­sendingum sjón­varps­stöðvarinnar Hring­brautar hætt.“

Stjórnendurnir segjast í yfirlýsingunni hins vegar hafa fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vef­miðlinum hring­braut.is, en starf­semi þessara miðla verður haldið á­fram auk þess sem upp­lýsinga­miðlinum Iceland Magazine verði hleypt af stokkunum bráð­lega.

Fréttablaðið kom fyrst út fyrir næstum 22 árum síðan og hefur verið á meðal fyrirferðamestu einkafjölmiðla landsins alla tíð. Í yfirlýsingunni segir að margir hafi spáð því um árabil reksturinn myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjöl­miðlun þar sem vef­miðlar væru að taka yfir og eins vegna þess ill­víga rekstrar­um­hverfis sem einka­reknum fjöl­miðlum er búið á Ís­landi. „Um ára­bil og reyndar í ára­tugi hafa stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokkar heitið því að færa fjöl­miðla­markaðinn yfir í sann­gjarnt og eðli­legt horf með því að taka Ríkis­út­varpið af aug­lýsinga­markaði eins og tíðkast í ná­granna­löndum og þykir sjálf­sagt fyrir­komu­lag. Öll slík fyrir­heit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkis­út­varpið fær sex milljarða króna af skatt­peningum lands­manna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín aug­lýsinga­fé í um­tals­verðum mæli í sam­keppni við einka­reknu miðlana. Að auki hefur vaxandi hluti aug­lýsinga­fjár ratað til er­lendra sam­fé­lags­miðla og streymis­veitna án þess að þeir inn­heimti virðis­auka­skatt af þeirri starf­semi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkis­sjóð eins og keppi­nautum þeirra er skylt. Þetta skekkir sam­keppnis­stöðuna veru­lega án þess að stjórn­völd hafi séð á­stæður til að grípa inn í. Vitan­lega er mjög dapur­leg niður­staða sem hér er kynnt. En stjórn­endur út­gáfunnar hafa sannar­lega leitað allra leiða til að finna henni við­unandi rekstrar­grund­völl til fram­tíðar, en án árangurs. Stjórn fé­lagsins harmar þessi mála­lok og þakkar þeim fjöl­mörgu starfs­mönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undan­farið og óskar þeim vel­farnaðar.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst það ábyrgðarhluti að taka RÚV út af auglýsingamarkaði. Hér í Þýskalandi eru opinberir fjölmiðlar á auglýsingamarkaði þó eru takmarkanir t. d. eru engar almennar auglýsingar eftir kl 20 og þættir eru ekki rofnir til að skjóta inn auglýsingum. Opinberir fjölmiðlar eru lífsnauðsynlegir í fámennu samfélagi eins og Íslandi vegna þess að þeir eru bundnir við óháðan og alhliða fréttaflutning. Til þess þarf fé mikið fé. Opinberir fjölmiðlar mega ekki vera leiðinlegir og þurrir þá verða þeir ekki nógu aðlaðandi til að gegna hlutverki sínu. Auglýsingar í vissum mæli eru æskilegar þær lífga upp á dagskrána.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Ekki dugir að kenna RUF um. Málið er að ríkisútvarpið og sjónvarp var fyrir á markaði og almenningur hefur aldrei getað treyst m.a. fréttaflutningi einkarekinna fjölmiðla í eigu ýmissa hagsmuna aðila. Hagsmunagæsla þessara fjölmiðla hefur alltaf verið ansi áberandi
    Síðast í kjarabaráttu Eflingar svo eitthvað sé nefnt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár