Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði

Stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við einka­rekna fjöl­miðla verð­ur auk­inn um 400 millj­ón­ir króna á ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­áætl­un. Fram­lag til þeirra verð­ur því rúm­lega tvö­fald­að. Fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verða 1,5 millj­arði krón­um hærri 2028 en þau eru í ár en vinna á að draga úr um­svif­um rík­is­mið­ils­ins á aug­lýs­inga­mark­aði.

400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði
Fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson kynnti fimm ára fjármálaáætlun í dag. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Árlegur stuðningur við einkarekna fjölmiðla verður aukinn um 400 milljónir króna á næsta ári og verður þá um 777 milljónir króna. Viðbótarframlagið, sem ætlað er „tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði“ mun verða tryggt til fimm ára, eða út árið 2028. Auk þess stendur til að festa gildandi styrkjakerfi í sessi út sama tímabil. Þetta kemur fram í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram í dag. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar verður stendur til að miðla viðbótarfjárhæðinni til fjölmiðla í gegnum skattaívilnun og er aðgerðinni ætlað að hvetja fjölmiðla til að taka upp áskriftarfyrirkomulag. Útfærsla á leiðinni er þó ekki tilgreind í áætluninni.

Vilja festa styrkjakerfið í sessi

Und­an­farin ár hefur verið greiddur rekstr­ar­styrkur til einka­rek­inna fjöl­miðla sem upp­fylla ákveðin skil­yrði. Í honum felst að hlut­fall af rit­stjórn­ar­kostn­aði þeirra er end­ur­greidd­ur. Styrkja­kerfið rann út um síðustu ára­mót en fyrir þingi liggur frum­varp um að lengja það. Áætlað er að 377 milljónir króna verði veittar til einkarekinna fjölmiðla í ár í gegnum það kerfi, en í fyrra skiptust styrkirnir niður yfir tuttugu fjölmiðlafyrirtæki. Þegar við bætast nýju 400 milljónirnar ætti framlagið því að verða um 777 milljónir króna, áður en hófleg aðhaldskrafa lækkar það um nokkrar milljónir króna.

Raunar verða styrkirnir 100 milljónum krónum hærri í ár en þeir áttu að vera. Það er tilkomið vegna þess að fjöl­miðla­fyr­ir­tækið N4, sem rak ekki frétta­stofu en fram­leiddi ýmis konar efni, óskaði í des­em­ber í fyrra eftir því að fá 100 milljón króna styrk úr rík­is­sjóði. Fjár­laga­nefnd sam­þykkti styrk­veit­ing­una en nefnd­ar­menn sögðu síðar að hún ætti að skipt­ast á fleiri sem fram­leiða sjón­varps­efni á lands­byggð­inni. N4 er eina sjón­varps­stöðin á lands­byggð­inn­i. 

Eftir að málið rataði í fjöl­miðla var ákveðið að breyta úthluta fjár­mun­unum með öðrum hætti. Í nefnd­ar­á­liti fjár­laga­nefndar fyrir þriðju umræðu fjár­laga­frum­varps­ins sagði að í ljósi „um­ræðu í fjöl­miðlum beinir meirihlut­inn því til ráð­herra að end­­ur­­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­­ar­­stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­­byggð­inni þannig að aukið til­­lit verði tekið til þeirra sem fram­­leiða efni fyrir sjón­­varp.“

Ákveðið var að fjár­­fram­lagið myndi renna inn í styrkja­­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og hækka þá upp­­hæð sem þar verður til úthlut­unar úr 377 millj­­ónum króna á næsta ári, í 477 millj­­ónir króna.

Þetta tímabundna 100 milljóna króna framlag fellur niður eftir yfirstandandi ár. N4 óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í byrjun árs. 

Umfang RÚV á auglýsingamarkaði á að dragast saman

Sá fjölmiðill sem fær hæstu greiðslurnar úr ríkissjóði er Ríkisútvarpið (RÚV). Áætlað er að greiðslur til þess nemi um 5,7 milljörðum króna í ár en auk þess hefur RÚV aflað sér rúmlega tveggja milljarða króna á ári í auglýsingatekjur árlega. 

Alls munu fjárframlög til fjölmiðla verða 1,9 milljarði krónum hærri árið 2028 en þau eru nú. Af þeirri upphæð er áætlað að 1,5 milljarðar króna renni til RÚV á því ári, en upphæðin fer stighækkandi ár frá ári sökum þess að útvarpsgjaldið fylgir verðlagsbreytingum. Auk þess er öllum fullorðnum einstaklingum og lögaðilum gert að greiða gjaldið. Þegar fólki og fyrirtækjum fjölgar, þá fjölgar krónunum sem renna til RÚV. 

Í fjármáláætluninni er þó boðað að unnið verði að því „að draga úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði“, en það þýðir að reynt verður að setja hömlur á getu ríkismiðilsins til að sækja sér auglýsingafé. Engin útfærsla á því markmiði er þó lögð fram í áætluninni, en samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar stendur ekki til að taka RÚV að öllu leyti af auglýsingamarkaði. 

Í áætluninni segir að unnið verði að endurnýjun þjónustusamnings Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við RÚV en hann rennur út í lok þessa árs. „Lögð verður áframhaldandi áhersla á að Ríkisútvarpið muni áfram sem hingað til leitast við að fylgja þróun fjölmiðlunar, m.a. með breyttum áherslum í dagskrá og fjölbreyttara efnisframboði á vef, auk þess að gera eldra efni aðgengilegra en áður.[...]  Helstu áskoranir næstu árin eru að viðhalda og efla það traust sem almenningur ber til Ríkisútvarpsins, sbr. árlegar mælingar þar að lútandi. Þá stendur Ríkisútvarpið enn frammi fyrir því að lækka skuldir og halda óbreyttum tekjum til að hægt verði að halda úti sambærilegri dagskrá og verið hefur.“

Heimildin er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­fyllir skil­yrði fyrir rekstr­­­ar­­­styrk úr rík­­­is­­­sjóði.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Örn Ægir Reynisson skrifaði
  https://www.youtube.com/watch?v=gUUdQfnshJ4
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
Allt af létta

Verk­föll­in far­in að hafa tölu­verð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og auð­linda­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  2
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  3
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  4
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  5
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • Þóra Dungal fallin frá
  6
  Menning

  Þóra Dungal fall­in frá

  Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  7
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  8
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
 • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
  9
  Viðtal

  Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

  Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
 • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
  10
  Fréttir

  Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

  Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu