Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.

Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum

Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hafa verið stöðvaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar útgáfufélagsins Torgs ehf., sem hefur gefið út Fréttablaðið og haldið úti Hringbraut. 

Í tilkynningunni segir: „Á­stæður þess að rekstur Frétta­blaðsins gengur ekki upp eru marg­vís­legar. Að hluta til er um ó­heppni að ræða og að hluta er um að ræða ó­við­ráðan­lega þróun þar sem út­gáfa fjöl­miðla á pappír hefur látið hratt undan síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Staf­rænir fjöl­miðlar eru smám saman að taka yfir. Þá er rekstrar­um­hverfi einka­rekinna miðla á Ís­landi ó­boð­legt. Ekki er um annað að ræða en að horfast í augu við þessar stað­reyndir. Allir ráðnir starfs­menn Torgs fengu greidd laun í dag.“

Kórónuveirufaraldurinn hafi komið illa við rekstur Fréttablaðsins og leitt af sér tapresktur. Stjórnendur hafi metið sem svo að um tímabundinn vanda væri að ræða en veirutímabilið hafi orðið lengra en ætlað var. Þegar því hafi lokið hafi brotist út stríð i Úkraínu sem hafi leitt til aukins kostnaðar á mikilvægum aðföngum. „Sam­hliða þessu varð æ ljósara að frídreifing Frétta­blaðsins inn á heimili væri of kostnaðar­söm og fengi ekki staðist til fram­búðar. Þess vegna var gerð sú til­raun að dreifa blaðinu á fjöl­farna staði, svo sem í stór­markaði, þjónustu­stöðvar olíu­fé­laga og verslana­mið­stöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrir­komu­lagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Sam­hliða þessu verður út­sendingum sjón­varps­stöðvarinnar Hring­brautar hætt.“

Stjórnendurnir segjast í yfirlýsingunni hins vegar hafa fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vef­miðlinum hring­braut.is, en starf­semi þessara miðla verður haldið á­fram auk þess sem upp­lýsinga­miðlinum Iceland Magazine verði hleypt af stokkunum bráð­lega.

Fréttablaðið kom fyrst út fyrir næstum 22 árum síðan og hefur verið á meðal fyrirferðamestu einkafjölmiðla landsins alla tíð. Í yfirlýsingunni segir að margir hafi spáð því um árabil reksturinn myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjöl­miðlun þar sem vef­miðlar væru að taka yfir og eins vegna þess ill­víga rekstrar­um­hverfis sem einka­reknum fjöl­miðlum er búið á Ís­landi. „Um ára­bil og reyndar í ára­tugi hafa stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokkar heitið því að færa fjöl­miðla­markaðinn yfir í sann­gjarnt og eðli­legt horf með því að taka Ríkis­út­varpið af aug­lýsinga­markaði eins og tíðkast í ná­granna­löndum og þykir sjálf­sagt fyrir­komu­lag. Öll slík fyrir­heit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkis­út­varpið fær sex milljarða króna af skatt­peningum lands­manna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín aug­lýsinga­fé í um­tals­verðum mæli í sam­keppni við einka­reknu miðlana. Að auki hefur vaxandi hluti aug­lýsinga­fjár ratað til er­lendra sam­fé­lags­miðla og streymis­veitna án þess að þeir inn­heimti virðis­auka­skatt af þeirri starf­semi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkis­sjóð eins og keppi­nautum þeirra er skylt. Þetta skekkir sam­keppnis­stöðuna veru­lega án þess að stjórn­völd hafi séð á­stæður til að grípa inn í. Vitan­lega er mjög dapur­leg niður­staða sem hér er kynnt. En stjórn­endur út­gáfunnar hafa sannar­lega leitað allra leiða til að finna henni við­unandi rekstrar­grund­völl til fram­tíðar, en án árangurs. Stjórn fé­lagsins harmar þessi mála­lok og þakkar þeim fjöl­mörgu starfs­mönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undan­farið og óskar þeim vel­farnaðar.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst það ábyrgðarhluti að taka RÚV út af auglýsingamarkaði. Hér í Þýskalandi eru opinberir fjölmiðlar á auglýsingamarkaði þó eru takmarkanir t. d. eru engar almennar auglýsingar eftir kl 20 og þættir eru ekki rofnir til að skjóta inn auglýsingum. Opinberir fjölmiðlar eru lífsnauðsynlegir í fámennu samfélagi eins og Íslandi vegna þess að þeir eru bundnir við óháðan og alhliða fréttaflutning. Til þess þarf fé mikið fé. Opinberir fjölmiðlar mega ekki vera leiðinlegir og þurrir þá verða þeir ekki nógu aðlaðandi til að gegna hlutverki sínu. Auglýsingar í vissum mæli eru æskilegar þær lífga upp á dagskrána.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Ekki dugir að kenna RUF um. Málið er að ríkisútvarpið og sjónvarp var fyrir á markaði og almenningur hefur aldrei getað treyst m.a. fréttaflutningi einkarekinna fjölmiðla í eigu ýmissa hagsmuna aðila. Hagsmunagæsla þessara fjölmiðla hefur alltaf verið ansi áberandi
    Síðast í kjarabaráttu Eflingar svo eitthvað sé nefnt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár