Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Erfið staða á Suðurnesjum Ásmundur segir að staðan á Suðurnesjum sé orðin erfið vegna gríðarlegs fjölda hælisleitenda og viðbrögð fólks við stöðunni væru mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar séu að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafi fyrir löngu misst tökin á landamærunum. „Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum.“ Mynd: Bára Huld Beck

„Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu.“

Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. Hann hélt ræðu undir liðnum störf þingsins tvo daga í röð þar sem hann gerði málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd að umtalsefni og setti í samhengi við húsnæðismál á Suðurnesjum. 

Hann sagði í fyrri ræðunni að ástandið þar væri að verða ógnvænlegt og óbærilegt vegna fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. 

„Fjöldi þeirra kallar á mikinn íbúðakost. Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga eins og þennan hérna við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir 15 ár, eins og við þann einstakling sem á þennan samning. Hann fær ekki framlengingu á leigusamningum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á 30 samningum á Ásbrú, þar sem 30 fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. 

Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140.000 krónur á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingarverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesjabæ og í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna,“ sagði þingmaðurinn. 

„Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan.“
Ásmundur Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Nefndi Ásmundur hugmyndir um leiguþak. „Mér hefur stundum dottið í hug að styðja jafnvel þá tillögu, en þegar ríkið sjálft er nú farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suðurfrá að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir, sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvaða kompur eru í boði; leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan,“ sagði hann og lauk ræðunni á að spyrja hvort ekki væri mál að linni í því máli. Mátti heyra að nokkrir þingmenn samsinntu honum með því að kalla: „Heyr, hey.“

Segir heimafólk komið á götuna

Í síðari ræðunni hélt Ásmundur áfram að greina frá áhyggjum sínum af málum á Suðurnesjum. „Þar er gríðarlegur fjöldi hælisleitenda og staðan er orðin erfið og viðbrögð fólks við stöðunni mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar eru að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafa fyrir löngu misst tökin á landamærunum. Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum. 

Það liggur fyrir að ríkisstofnun er að taka húsnæði á leigu undir hælisleitendur sem áður var leiga á almennum markaði. Heimafólk, sem hefur leigt og verið leigjendur áratugum saman, er komið á götuna. Það hefur í fæstum tilfellum í önnur hús að venda og er látið víkja úr íbúðum vegna fólks sem er á flótta. Þegar ég leitaði eftir svörum um hverju það sætti var mér sagt að þetta væri góður „business“ fyrir leigusala,“ sagði hann. 

Varðandi hugmyndir um að reisa flóttamannabúðir þá sagði Ásmundur að reyndar væri talað um skipulagða byggð sem væri áætlað að kostaði 5.000 milljónir. 

„Ég hef ekki séð hvort þær tölur eru inni í fjármálaáætluninni en það er þá ekki til þess að draga saman seglin í ríkisfjármálunum. Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu. Þegar sannleikurinn er orðinn feimnismál er rétt að benda á að samkvæmt áætlun mun hælisleitendum fjölga um 460 manns í hverjum mánuði þetta ár að minnsta kosti og verða alls 6.000 í árslok, 11.000 á tveimur árum. Ég spyr, virðulegur forseti: Er ekki mál að linni?“ spurði hann aftur í síðari ræðunni. 

Getur ekki gengið að Suðurnesin beri hita og þunga af móttökunni

Ásmundur og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Oddný segir á Facebook-síðu sinni að ástandið og ólgan á Suðurnesjum sé afleiðing athafnaleysis síðustu ríkisstjórna í málefnum þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. 

„Það getur ekki gengið að Reykjanesbær og Suðurnesin beri hita og þunga af móttökunni. Dreifa þarf þjónustunni á fleiri sveitarfélög,“ skrifar hún. 

„Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki verið reiðubúin til að horfast í augu við stöðuna í heiminum og alltaf verið í eftiráreddingum.“
Oddný Harðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar

Þá bendir hún á að í kjölfar stríðsins í Sýrlandi hafi fjöldi flóttafólks aukist í Evrópu umtalsvert, þróun sem hafi átt sér stað yfir langan tíma. „Við höfum haft mörg ár til að styrkja móttökukerfið okkar smátt og smátt. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki verið reiðubúin til að horfast í augu við stöðuna í heiminum og alltaf verið í eftiráreddingum. Móttakan er byggð upp á tímabundnum búsetuúrræðum og ástandið slæmt löngu áður en umsóknum fjölgaði svona mikið eins og núna og háar upphæðir greiddar fyrir skyndilausnir. 

Stjórnmálamenn verði að gæta orða sinnaOddný segir að ríkisstjórnin verði að gera betur og stjórnmálamenn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á Suðurnesjum.

Við erum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindarsáttmála Evrópu. Nú eru um 100 milljón manns á flótta og hafa aldrei verið fleiri. Fólk er að flýja stríð, harðræði, glæpi, spillingu og fátækt og allt bendir til að loftlagsflóttamönnum muni fjölga á næstu árum,“ skrifar hún jafnframt. 

Oddný lýkur færslu sinni á því að spyrja hvort ekki sé hægt að vera sammála því að það þurfi að standa betur að þessum málum. „Ríkisstjórnin sem Ásmundur Friðriksson styður verður að gera betur og stjórnmálamenn þurfa að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á Suðurnesjum.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Það eina sem ég sé eftir í lífinu er að hafa einu sinni tekið í höndina á þessum einstaklingi.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Kvar er ALMA of fl leiguhakarlar sem eiga Husnæði a Asbru, Husnæði a Asbru lenti hja Bröskurum ,1100 og 1200 Kverfin eru rjomin af Leiguhusnæði a Asbru Islensk hönnun a vegum Husameistara Rikisis byggð af Nato ur islensku byggingga efni siðustu Hus afhent 1995. Kadeco var með Hægri mann yfir og þar var svindl og Svinari. Þeir sem eiga þetta eru Hakallar handvaldir af Floknum. Alög og spilling virðist enn vera a Asbru.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Nú stend ég með Ása Ökumanni.
    2
    • Kalla Karlsdóttir skrifaði
      Ég líka..Það er verið að hrekja hreinræktaða Íslendinga í burtu af þessu skeri, svo hægt sé að fylla það af afætum, verði þessum stjórnmálamönnum að góðu..
      -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár