Erlu finnst myndlistin vera eina leiðin. „Myndlistin er svo stikkfrí, svo mikið fyrir utan, með svo mikið leyfi. Það er frelsi innan myndlistarinnar, maður hefur leyfi til að prófa allt og gera allt,“ segir Erla og bætir við, „þetta er í raun og veru síðasta vígið, að fá að vera alveg frjáls.“
Veðrið það besta, verðið það versta
Að hverju ertu að vinna þessi dægrin? „Ég er að mála ljósið; bjarta liti, það er komið vor.“ Það er svo sannarlega að koma vor. Páskar á næsta leiti og svo allt í einu komið hásumar og svo blessuð jólin. Svona gengur þetta víst. Hvað er það besta við að vera listamaður á Íslandi? „Veðrið,“ svarar Erla, „síbreytilegt. Stuttar vegalengdir og sundlaugarnar eru líka góðar. Og íslenska hjartað,“ bætir Erla við. Hvað ætli sé það versta við að vera listamaður á Íslandi fyrir Erlu? „Verðtryggingin,“ svarar Erla, „hún tryggir hækkun lána en …
Athugasemdir