Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Fanney Birna Jónsdóttir, lögfræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1. Hún er fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og hafði umsjón með Silfrinu á RÚV um árabil. Fanney tekur við starfinu af Þresti Helgasyni sem sagði upp febrúar. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri greindi starfsfólki frá ráðningunni í dag. 

Átján sóttu um starf dagskrárstjóra Rásar 1 sem auglýst var í síðasta mánuði. Tveir drógu umsókn sína til baka en meðal þeirra sextán sem eftir stóðu var fjöldi kanóna úr stétt fjölmiðlafólks.

Meðal þeirra sem sem sóttu um stöðuna var Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Læknablaðinu. Gunnhildur er fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins 24 stunda og fyrrverandi umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2.

Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona, sem nýverið lét af störfum sem samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq, var einnig á meðal umsækjenda. Áður en Lára tók við stöðu samskiptastjóra þar hafði hún starfað í fjölmiðlum um árabil, sem fréttamaður og dagskrárgerðarkona, og síðast sem fréttamaður í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

Þá sótti Þorfinnur Ómarsson, bróðir Láru, einnig um stöðuna en þau systkini eru sem kunnugt er börn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns, sem um árabil starfaði á Ríkisútvarpinu. Þorfinnur hefur starfað í fjölmiðlum um árabil og meðal annars stýrt Íslandi í dag á Stöð 2 og Vikulokunum á Rás 1, auk annars.

Guðni Tómasson starfandi dagskrárgerðarmaður á Rás 1 var einnig meðal umsækjenda en hann stýrir þættinum Víðsjá og er fyrrverandi menningarritstjóri Fréttatímans.

María Björk Ingvadóttir sótti einnig um stöðuna en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem hætti starfsemi í byrjun febrúar. Töluverða athygli vakti í desember síðastliðnum þegar meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ákvað að veita 100 milljóna króna framlag til reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiddu sjónvarpsefni, eftir að María Björk fór fram á að fá slíkan styrk í beiðni til nefndarinnar. Ekki síst vakti ákvörðunin athygli í ljósi þess að mágur Maríu Bjarkar, Stefán Vagn Stefánsson, situr í meirihluta fjárlaganefndar. Hins vegar var dró fjárlaganefnd í land með veitingu styrksins eftir gagnrýni í fjölmiðlum. María Björk er fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu og starfaði meðal annars hjá svæðisútvarpinu á Norðurlandi.

Þorsteinn J. Vilhjálmsson var þá meðal umsækjenda en Þorsteinn hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi, ýmist hjá fjölmiðlafyrirtækjum eða sjálfstætt. Hann var meðal annars einn stjórnenda í Íslandi í dag á Stöð 2 og hefur starfað bæði á RÚV og Bylgjunni, svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári flutti RÚV þætti Þorsteins um Skeggja Ásbjarnarson kennara, þar sem flett var ofan af brotum hans gegn nemendum sínum og vöktu þeir mikla athygli. Þorsteinn fékk nýverið Blaðamannaverðlaun fyrir þættina.

Auk þessara umsækjenda má nefna að meðal annarra sem sóttu um voru Júlía Margrét Einarsdóttir sem er verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona á RÚV, Hjálmar Hjálmarsson leikari, Matthías Tryggvi Haraldsson, sem titlaður er texta- og hugmyndasmiður en er kannski þekktastur fyrir að vera meðlimur hljómsveitarinnar Hatara og Magnús Lyngdal Magnússon sérfræðingur en hann er eiginmaður Ragnhildar Thorlacius, dagskrárgerðarkonu á Rás 1.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Ég hefði viljar sjá Þorsteinn J. í starfið, hann býr að mikilli reynslu of talent, það er bara of mikið að sjöllum þarna á RUV það kemur fram í skort á gæðum og frumleika.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár