Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.

Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
Komin í fjöldahjálparstöð Þau Oddný Lind, Breki Þór, Hlynur Freyr og Andri Snær bíða nú ásamt tugum annarra í Egilsbúð eftir því að skýrist hvað taki við. Hættustig vegna snjóflóða er í gildi í Neskaupstað. Mynd: Úr einkasafni

Búið er að rýma tugi húsa í Mýrahverfi og Bakkahverfi í Neskaupstað eftir að snjóflóð féllu á bæinn í morgun. Annað flóðið lenti á íbúðarhúsi og olli skemmdum en meiðsl á fólki eru ekki alvarleg. Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Egilsbúð og eru tugir fólks komin þangað, börn og fullorðnir.

Oddný Lind Björnsdóttir er ein þeirra sem var ferjuð í Egilsbúð ásamt fjölskyldu sinni, Andra Snæ Þorsteinssyni manni hennar og sonunum Hlyni Frey, sjö ára, og Breka Erni, tveggja ára. Þá var Hafrún Katla Aradóttir systir Oddýjar einnig á heimilinu. Oddný og fjölskylda hennar búa á Gilsbakka, sem er ysta gatan í Neskaupstað sem var rýmd. „Við fengum upplýsingar um að það ætti að rýma götuna og biðum svo bara eftir björgunarsveitinni sem gekk í hús og lét vita þegar það var tilbúinn bíll fyrir utan. Við vorum fimm heima og svo flúðu nágrannarnir yfir til okkar til að fá pottþétt að fara líka. Þau búa í næstu götu og það átti ekki að rýma hana, í það minnsta ekki strax. Húsið þeirra er í raun hálft inni á rýmingarsvæðinu. Þau vildu bara fara og komu þess vegna yfir til okkar.“

„Skaflinn fyrir stofuglugganum hjá okkur, hann er svona tveir metrar plús“
Oddný Lind Björnsdóttir
íbúi á Norðfirði.
Gríðarlegur snjórEins og sjá má er gríðarlegur snjór í Neskaupstað og ekkert sést út um stofugluggann hjá Oddnýju. Í sófanum má sjá teppið og koddann sem Breki Örn hefur áhyggjur af.

Oddný segir að þeim hafi borist sms-skilaboð frá Almannavörnum og Neyðarlínunni, með upplýsingum um stöðuna og um að rýma ætti götuna. „Svo sér maður ansi margt á Facebook, og í fréttum. Maður finnur upplýsingar næstum því hvert sem maður leitar. Við vöknuðum rétt fyrir sjö og upp úr því fóru að koma skilaboð um að það væri ekki leikskóli eða skóli. Þá fórum við að líta út um gluggann en það var reyndar hægara sagt en gert. Skaflinn fyrir stofuglugganum hjá okkur, hann er svona tveir metrar plús. Þetta er rosalega mikill snjór. Ég var að koma heim úr vinnunni klukkan hálftólf í gærkvöldi og þá var ég á strigaskóm. Ég varð ekki blaut í fæturnar þá, þó það væri kominn snjór. Það er mikill skafrenningur og það dregur í þykka og mikla skafla.“

Vita ekki hvenær þau geta snúið heim

Oddný segir að það sé mjög margt fólk saman komið í fjöldahjálparstöðinni í félagsheimilinu Egilsbúð, börn og fullorðnir í tugatali. Boðið sé upp á morgunverð, brauð og álegg og barnamat. Spurð hvernig synir hennar taki stöðu mála segir Oddný að sá yngri skilji ekki hvað sé um að vera. „Litli maðurinn, þessi tveggja ára, hann vildi bara fara út að leika. Hann skilur ekki neitt í neinu, og vill fá að fara út. Við erum að labba á eftir honum upp og niður tröppur í Egilsbúð og reyna að hafa ofan af fyrir honum. Sá eldri hafði meiri áhyggjur af því að það yrði að taka dótið sem honum þykir vænt um úr húsinu, ef það skyldi koma flóð. Það var fyrst og fremst koddinn og teppið úr sófanum því honum þykir svo vænt um það, það er svo gott að kúra þar. Hann gerir sér alveg grein fyrir því hvað um er að vera.“

Oddný segir að þau viti í raun ekki hvað taki við, hversu lengi rýming muni standa og hvenær þau hafi geti snúið aftur heim. Þau hafi ætlað að fara yfir í hús móður hennar og stjúpföður sem stendur efst í bænum, undir varnargarði, en hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að rýma efstu húsin í bænum einnig. „Það hefði verið mjög þægilegt að fara þangað með börnin.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Snjóflóð í Neskaupstað

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár