Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Færri lóur kveða burt snjóinn

Tug­þús­und­ir mó­fugla tapa bú­svæð­um sín­um ef öll þau 7.000 sum­ar­hús sem bú­ið er að sam­þykkja skipu­lag fyr­ir á land­inu verða byggð. Mó­fugl­um stend­ur einnig hætta af vega­gerð, skóg­rækt og vindorku­ver­um. For­stöðu­mað­ur Rann­sókna­set­urs Há­skóla Ís­lands á Suð­ur­landi seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir verði mó­fugl­ar að mestu farn­ir eft­ir hálfa öld.

Færri lóur kveða burt snjóinn
Mófuglatalning í Rangárvallasýslu hófst sumarið 2011. Á þessum tíma hefur heiðlóu, lóuþræl, spóa, stelk og þúfutittlingi fækkað um tvö til sex prósent. Mynd: Vefsíða rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi: moi.hi.is

Vísindafólkið hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi og samstarfsfólk þess greina frá þessu á nýjum vef þar sem lesa má um áhrif landnotkunar á afkomu mófugla og er stuðst við rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi og erlendis. Nefnir vísindafólkið sérstaklega vegagerð, skógrækt, uppbyggingu sumarhúsa og vindorkuver í þessu sambandi.

Tekið er dæmi af því hvaða áhrif það hefur á mófuglastofna að byggja eitt sumarhús á 12,5 hektara svæði í dæmigerðu sumarhúsalandi og segja að við það tapist um 75 prósent af heiðlóum sem verpa á svæðinu. Þá hefur vísindafólkið reiknað það út að ef öll þau 7.000 sumarhús, sem búið er að samþykkja skipulag fyrir á landinu, verði byggð munu tugþúsundir mófugla tapa búsvæðum sínum. 

„Ef fram heldur sem horfir verða mófuglar að mestu farnir eftir hálfa öld“
Tómas Grétar Gunnarsson
forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi

Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, sagði á …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Engum á að vera heimilt að vaða yfir allt með peningum. Einstaklingur á bara að hafa leyfi fyrir einni fasteign af hæfilegri stærð. Sé þó heimilt að leigja frá sér litla íbúð eða herbergi í sama húsi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár