Vísindafólkið hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi og samstarfsfólk þess greina frá þessu á nýjum vef þar sem lesa má um áhrif landnotkunar á afkomu mófugla og er stuðst við rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi og erlendis. Nefnir vísindafólkið sérstaklega vegagerð, skógrækt, uppbyggingu sumarhúsa og vindorkuver í þessu sambandi.
Tekið er dæmi af því hvaða áhrif það hefur á mófuglastofna að byggja eitt sumarhús á 12,5 hektara svæði í dæmigerðu sumarhúsalandi og segja að við það tapist um 75 prósent af heiðlóum sem verpa á svæðinu. Þá hefur vísindafólkið reiknað það út að ef öll þau 7.000 sumarhús, sem búið er að samþykkja skipulag fyrir á landinu, verði byggð munu tugþúsundir mófugla tapa búsvæðum sínum.
„Ef fram heldur sem horfir verða mófuglar að mestu farnir eftir hálfa öld“
Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, sagði á …
Athugasemdir (1)