Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta þarf ekki að vera svona“

Formað­ur Við­reisn­ar ósk­ar ein­dreg­ið eft­ir því að þing­menn, og þau sem fara fyr­ir rík­is­stjórn­inni, komi sam­an og vinni að sam­eig­in­legri lausn á því „stjórn­lausa ástandi“ sem hún seg­ir ríkja í efna­hags­mál­um hér á landi í ljósi þess að von sé á fleiri stýr­ir­vaxta­hækk­un­um.

„Þetta þarf ekki að vera svona“
Vill koma í veg fyrir þrettándu stýrivaxtahækkunina Þorgerður Katrín segist tilbúin til að vinna með öllum á þingi til að koma í veg fyrir þrettándu stýrivaxtahækkunina. Mynd: Bára Huld Beck

„Okkur hér ber skylda til að gera tillögu að því að reyna þá leið, leið málamiðlana og leið sátta, um að ná núllpunkti svo við getum vonandi þaðan farið að varða leiðina að lausnum til framtíðar. Þetta þarf ekki að vera svona.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Tilefnið er vaxtaákvörðunarfundur Seðlabanka Íslands sem haldinn verður á morgun en mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja á Vísi, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta.

Þorgerður Katrín vísaði í frétt Innherja og sagði að markaðurinn hefði einfaldlega misst trú á því að ríkisstjórnin, og eftir atvikum Seðlabankinn, gæti náð verðbólgumarkmiðum sínum í bráð. 

„Þetta þýðir einfaldlega á mannamáli að í 12 skipti í röð munu vextir því að öllum líkindum hækka og skilaboðin af vaxtaákvörðunarfundi morgundagsins verða eflaust eitthvað á þá leið að launahækkanir á vinnumarkaði, útgjaldafylleríi hins opinbera og halli á ríkissjóði gefi ekki tilefni til annars; sem sagt endurtekið efni og verðbólgan heldur áfram að gera fjölskyldunum í landinu lífið leitt, enn þá meira endurtekið efni, kynslóð fram af kynslóð. Það eru allir á nálum fyrir morgundaginn en þó ekki þeir sem standa utan krónuhagkerfisins,“ sagði hún. 

Þinginu ber skylda til að finna sáttaleið

Verandi aldursforseti þingsins vildi hún sérstaklega koma í pontu og óska eindregið eftir því að þau sem sitja á þingi, og þau sem fara fyrir ríkisstjórninni, kæmu saman og ynnu að sameiginlegri lausn á þessu stjórnlausa ástandi. 

„Þar skiptir auðvitað stöðugt gengi líka máli og ég hygg að flestir þekki hvað við í Viðreisn teljum vera stóru lausnina en ég lýsi okkur tilbúin til að vinna með öllum hér að því að koma stjórn á þessar aðstæður og gera hvað í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þrettándu stýrivaxtahækkunina sem að óbreyttu vofir yfir því það er einfaldlega of mikið undir. Okkur hér ber skylda til að gera tillögu að því að reyna þá leið, leið málamiðlana og leið sátta, um að ná núllpunkti svo við getum vonandi þaðan farið að varða leiðina að lausnum til framtíðar. Þetta þarf ekki að vera svona,“ sagði hún að lokum. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það er ótrúlegt að þetta hræðslubandalag sem kallar sig Ríkisstjórn skuli enn ekki gera neitt!
    Hið eina vopn sem seðlabankastjóri hefur til stýringar er stýrivextir, sem honum ber að nota ef í óefni stefnir og stjórnvöld gera ekkert.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár