Páll Haukur Björnsson sýnir í gallerí Hillbilly að þessu sinni. Hillbilly ræddi stuttlega við kauða um verkið í galleríinu og almennt um listina.
Verkið sem hér er til sýnis er teikning silkiþrykkt á grófan pappír. „Verkið er hluti af svona prent-hugmyndavinnu-flæmi einhverju og er skissa af skúlptúr sem ég sýndi í Gerðarsafni á síðasta ári,“ segir Páll og vísar í sýninguna Stöðufundur þar sem hópur listamanna tók undir sig allt safnið og tók stöðuna.
Á myndinni ber að líta útbrunna sígarettustubba sem hafa verið notaðir til að stafa orðið tilfinningar og festir saman í eins konar hálsmen. Hillbilly spyr vongóð hvort hann ætli að fara í framleiðslu á þessum sérstöku menum. „Ef einhver á keðjureykjandi fjölskyldumeðlim sem langar í náið samstarf með myndlistarmanni þá væri það alveg möguleiki,“ segir Páll brosandi.
„Mig langaði draga fram mynd af einhvers konar íronískum mannslíkama í gegnum tíma og skynjun þessa efnisheims. Þetta eru …
Athugasemdir