Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.

Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fordæma framgönguna Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmir framgöngu lögreglunnar á Norðurlandi eystra í Samherjamálinu. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Mynd: RÚV

Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmir að enn einn blaðamaðurinn, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hafi hlotið stöðu sakbornings í Samherjamálinu fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Samkvæmt upplýsingum sem Ingi Freyr fékk frá lögreglu er sakarefni hans það eitt að hafa móttekið tölvupóst.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn samþykkti á fundi sínum. Þar segir enn fremur að stjórnin lýsti miklum áhyggjum af þeirri vegferð sem lögregla virðist vera á þegar talið sé mögulega saknæmt athæfi að taka á móti tölvupóstum, þegar tilfellið sé að slíkt sé kjarni í vinnu hvers blaðamanns, það er að taka á móti upplýsingum, meta trúverðugleika þeirra og fréttagildi fyrir almenning.

Í ályktuninni er ákvörðun Lögreglustjórans á Akureyri, um að veita blaðamönnum stöðu sakborninga í málinu, sögð fáránleg, enda liggi ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um nokkuð saknæmt. „Ennfremur vill Blaðamannafélagið undirstrika að störf og tjáningarfrelsi blaðamanna njóta ríkrar verndar vegna þess sérstaka hlutverks sem fjölmiðlar gegna með tilliti til opinberrar umræðu í lýðræðisríki. Því ber að gjalda varhug við íhlutan lögreglu sem kann að vera túlkuð sem afskipti af störfum blaðamanna við öflun og miðlun frétta um mikilvæg málefni.“

„Að mati félagsins er rannsóknin í heild tilefnislaus með öllu“
Stjórn Blaðamannafélags Íslands

Eins og Heimildin greindi frá upplýsti lögregla Inga Frey um að hann hefði haft réttarstöðu sakbornings í um hálft annað ár án þess að hann væri upplýstur um það. Ástæðan hafi verið sú að lögregla taldi Inga Frey vera búsettan erlendis. Í ályktun stjórnar Blaðamannafélagsins er þetta sagt lýsandi fyrir vinnubrögð lögreglunnar á Norðurlandi eystra í málinu.

„Þau hafa einkennst af vanþekkingu en ekki síður vanvirðingu gagnvart grundvallarstörfum blaðamanna og hlutverki þeirra, sem og þeirri auknu vernd sem þeir hljóta samkvæmt lögum starfa sinna vegna. Að mati félagsins er rannsóknin í heild tilefnislaus með öllu. Hún er þó til þess gerð að skapa óvissu um lagalegan rétt blaðamanna og ótta innan stéttarinnar um að hver sem er geti hvenær sem er verið kallaður til yfirheyrslu og hlotið réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að fá sendan tölvupóst.“

Í ofanálag telur Blaðamannafélagið óeðlilegt hversu langan tíma rannsóknin hafi tekið og bendir á að ríkissaksóknari hafi sent lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra erindi þar sem óskað er eftir skýringum þar á. „Það er íþyngjandi fyrir alla að hafa réttarstöðu sakbornings, en fyrir blaðamenn er það sömuleiðis mikið inngrip inn í tjáningarfrelsi þeirra og störf. Þeim mun mikilvægari almannahagsmuni þarf þar af leiðandi til að réttlæta slíkt inngrip. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að lögreglan ljúki rannsókn sinni án frekari tafa.“

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni er fjallað um atburði sem tengjast Heimildinni og starfsmönnum fjölmiðilsins beint.

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓHV
    Óskar H. Valtýsson skrifaði
    Héldu að blaðamaðurinn væri ekki á landinu? Einfalt mál að kanna það. Af einhverri ástæðu koma þeir ágætu félagar Geiri og Grani upp í hugann.
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Tugir ef ekki hundruðir brota vegna kynferðisáreitis, eineltis osf. liggja í bið en málarmyndargerningur um hugsanlega fræðilegt brot til að valda þeim blaðamönnum sem vekja athygli á spillingu og slíku er tekið framfyrir og keyrt hart fram og eina sem blaðamannafélagið hefur að segja er smá mjálm. Ekki mikið gagn í þeim félagsskap sýnist mér.

    Ef lögreglan og yfirvöld væru ekki spillt þá væri til innra eftirlit sem væri núna í harðri vinnslu við að taka á ólögmætri vernd vopnasölu og haressment tengdra aðila stórbokka og vel settra möppudýra... óháð því hvort þeir eru vinir eða vandamenn viðkomandi yfirvalda.

    OG fimmmenningarnir ættu að hafa í huga ef þeir kunna due diligence að þeir hefðu átt að sjá fyrir að fuzzy lagasetning um verndun þeirra við vinnu sína væri auðvitað þykjustulög.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Verður ekki að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? Er lögreglan á norðurlandi að fara út fyrir starfssvið sitt í pólitískum tilgangi?
    6
    • Siggi Rey skrifaði
      Það kemur að því fyrr en síðar, vittu til! Það er ekki bara þessi D tildurdrós heldur eru tveir kvenlögreglustjórar á höfuðborgarsvæðinu sem báðar hafa gert upp à bak! Enda öllum troðið í stöðurnar af sjálfstæðisflokknum. Spillingin tær á þeim bæjunum!
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár